Starfseining: Heilsugæsla Norðursv., 400 Ísafjörður

Umsóknarfrestur: frá 07.02.2023 til 13.03.2023.

Starfshlutfall: 100%


Heilbrigðisstofnun Vestfjarða óskar eftir að ráða öflugan einstakling í starf málastjóra/meðferðaraðila í geðheilsuteymi stofnunarinnar. Um er að ræða tímabundið starf til eins árs til að leysa af í fæðingarorlofi. Málastjóri starfar í nánu samstarfi við aðrar fagstéttir í heilsugæslu og geðheilbrigðisþjónustu á svæðinu. Starfið heyrir undir yfirlæknir heilsugæslu. Í geðheilsuteymi er lögð áhersla á að veita persónubundinn stuðning og handleiðslu. 

Góður starfsandi er í teyminu og gott vinnuumhverfi. Unnið er eftir batahugmyndafræði þar sem einstaklingsmiðuð þjónusta ýtir undir styrkleika og bjargráð notenda. 

Unnið er að því að geðheilbrigðisþjónusta verði í boði í öllu umdæmi Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, meðal annars með fjarheilbrigðisþjónustu. Ef þú hefur áhuga á uppbyggingu á faglegri geðheilbrigðisþjónustu, þá er þetta spennandi tækifæri.

Verkefni

  • Veita ráðgjöf, stuðning og fræðslu til notenda og aðstandenda
  • Sinna málastjórn notenda geðheilsuteymis þ.e. hafa umsjón og yfirlit yfir meðferð og úrræði ákveðins notendahóps 
  • Starfa í þverfaglegu teymi og stuðla að árangursríku teymisstarfi
  • Samþætta meðferð og leita leiða til að bæta líðan notenda 
  • Skipulagning og þátttaka í fjölskyldufundum 
  • Önnur verkefni tengd geðheilbrigðisþjónustu

Hæfnikröfur

  • Reynsla af ráðgjöf eða meðferðarvinnu í geðheilbrigðisþjónustu
  • Menntun innan félags- eða heilbrigðisvísinda
  • Góð færni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Jákvætt viðhorf og drifkraftur
  • Hæfni og áhugi á að vinna í teymi
  • Góð íslenskukunnátta og góð almenn tölvukunnátta skilyrði

Laun

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Tengiliður/ir

Sækja um

Smelltu hér til að sækja um starfið