Starfseining: Lager, 400 Ísafjörður
Umsóknarfrestur: frá 06.03.2023 til 27.03.2023.
Starfshlutfall: 100%
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða óskar eftir að ráða kraftmikinn og jákvæðan einstakling í starf innkaupastjóra. Starfið heyrir undir fjármálasvið stofnunarinnar og er með starfsstöð á Ísafirði.
Þekking og/eða reynsla af innkaupum, útboðum og vörustjórnun er mikilvæg í starfi innkaupastjóra ásamt góðri hæfni í mannlegum samskiptum. Um 100% starf að ræða.
Verkefni
- Yfirumsjón með innkaupum stofnunarinnar
- Skilvirk innkaup, viðhald og mótun innkaupaferla og innleiðing þeirra
- Samskipti við birgja og flutningsaðila
- Eftirlit með birgðastöðu og gerð innkaupaáætlana
- Innkaupasamningar og útboð
- Samskipti við birgja og flutningsaðila
- Öryggismál, gæðaúttektir, eftirfylgni
- Samskipti við Framkvæmdasýsluna-Ríkiseignir og ýmis verkefni sem tengjast fasteignum í öllu heilbrigðisumdæminu, þ.m.t. íbúðarhúsnæði fyrir afleysingastarfsfólk
- Skilgreining árangursmælikvarða í samræmi við stefnu stofnunarinnar
- Umbótaverkefni, t.d. tengd grænum skrefum, skýrslugerð og greiningar
- Önnur tilfallandi verkefni
Hæfnikröfur
- Menntun sem nýtist í starfi eða reynsla af sambærilegu starfi
- Þekking og/eða reynsla af innkaupum, útboðum og vörustjórnun
- Þekking á heilbrigðisþjónustu er kostur
- Reynsla af DK innkaupakerfinu er kostur
- Góð tölvukunnátta
- Gerð er krafa um nákvæm og öguð vinnubrögð
- Sjálfstæði, frumkvæði og þjónustulund
- Framúrskarandi samskiptafærni
Laun
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Tengiliður/ir
- Elísabet Samúelsdóttir (elisabet.samuelsdottir@hvest.is | 450 4500)