Starfseining: Heilsugæsla Suðursv., 450 Patreksfjörður
Umsóknarfrestur: 27.03.2023.
Starfshlutfall: 100%
Við óskum eftir að ráða hjúkrunarstjóra á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði. Starfið hentar reynslumeiri hjúkrunarfræðingum og er kjörið fyrir þá sem vilja fjölbreytt viðfangsefni í alhliða hjúkrun og stjórnun.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 250 manns starfa á fjórum megin starfsstöðvum. Þar af eru rúmlega 40 starfsmenn á Patreksfirði á heilsugæslu, legudeild, endurhæfingu og rekstrardeild. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum. Unnið er að undirbúningi á viðbyggingu sem hýsa mun nýtt hjúkrunarheimili í stað deildarinnar sem nú er.
Boðið er upp á góða aðlögun í upphafi starfs og aðstoð við öflun húsnæðis.
Verkefni
Hjúkrunarstjóri er yfirmaður starfsstöðvar Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Patreksfirði og situr í framkvæmdastjórn stofnunarinnar. Hjúkrunarstjóri sér um verkefnisstjórnun og er yfirmaður millistjórnenda á staðnum. Starfið er skemmtileg blanda af klínískri vinnu og stjórnun. Hjúkrunarstjóri tekur bakvaktir á móti öðrum hjúkrunarfræðingum á staðnum.
Hæfnikröfur
- Hjúkrunarpróf og íslenskt starfsleyfi
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Stjórnunarreynsla er kostur
- Sveigjanleiki og sjálfstæði í starfi
- Faglegur metnaður
Laun
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Tengiliður/ir
- Hildur Elísabet Pétursdóttir (hildurep@hvest.is | 695 2222)
- Gylfi Ólafsson (gylfi@hvest.is | 693 3916)