Starfseining: Sjúkradeild, 400 Ísafjörður

Umsóknarfrestur: frá 17.01.2024 til 12.02.2024.

Starfshlutfall: 70-100%


Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði óskar að ráða hjúkrunarfræðing til sumarafleysinga frá 1. júní 2024, eða eftir nánara samkomulagi.

Verkefni

Verkefni á deildinni eru afar fjölbreytt. Um er að ræða almenn störf hjúkrunarfræðings á blandaðri akút legudeild. Einnig sinnir starfsfólk deildarinnar sængurkonum og nýburum utan dagvinnu ljósmóður, annast göngudeild fyrir krabbameinslyfjagjafir og aðrar sérhæfðar lyfjagjafir auk þess að aðstoða við slysamóttöku á slysadeild utan dagvinnu. 

Hér er gott tækifæri fyrir reynslumikinn hjúkrunarfræðing sem langar að breyta um umhverfi. Einnig er þetta kjörin staða fyrir þá sem vilja öðlast fjölbreytta reynslu í alhliða hjúkrun. Á deildinni starfar öflugur hópur um 25 hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Þar er góður starfsandi sem einkennist af samheldni, vináttu, metnaði og gleði.

Hæfnikröfur

  • Íslenskt hjúkrunarleyfi
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum

Laun

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.

Tengiliður/ir

Sækja um

Smelltu hér til að sækja um starfið