Starfseining: Hjúkrunardeild Ísafjörður Eyri, 400 Ísafjörður

Umsóknarfrestur: frá 06.02.2024 til 04.03.2024.

Starfshlutfall: 80%


Við leitum eftir hjúkrunarfræðingum til sumarafleysinga á hjúkrunarheimilið Berg í Bolungarvík og á Eyri sem staðsett er á Ísafirði.

Unnið er á dagvöktum virka daga og bakvöktum þess fyrir utan.

Eyri er 30 rýma hjúkrunarheimili á Ísafirði sem var tekið í notkun árið 2016 og Berg er 10 rýma hjúkrunarheimili í nýju húsnæði í Bolungarvík. 

Bæði heimilin eru rekin í nýjum og björtum húsnæðum og á deildunum ríkir góður og léttur starfsandi. Um er að ræða spennandi störf bæði fyrir reynslumikla hjúkrunarfræðinga og alla þá sem vilja takast á við ný verkefni í skemmtilegu starfsumhverfi. 

Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum.

Verkefni

Almenn störf hjúkrunarfræðings á heimilunum. 

 

Hæfnikröfur

  • Íslenskt hjúkrunarleyfi
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Starfsreynsla æskileg

Laun

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.

Tengiliður/ir

Sækja um

Smelltu hér til að sækja um starfið