Starfseining: Heilsugæsla Norðursv., 400 Ísafjörður
Umsóknarfrestur: frá 11.04.2022 til 23.05.2022.
Starfshlutfall: 30-50%
Við leitum að drífandi einstaklingi til að sinna starfi framkvæmdastjóra lækninga á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Framkvæmdastjóri lækninga ber faglega ábyrgð á læknisþjónustu allrar stofnunarinnar, sbr. 10. gr. laga 40/2007. Gert er ráð fyrir því að framkvæmdastjóri lækninga sinni starfi einnig starfi læknis á heilsugæslu, skurð- og slysadeild og/eða sjúkradeild.
Athygli er vakin á auglýsingum eftir skurðlækni annars vegar og heilsugæslulækni hins vegar, sem birtar eru samhliða.
Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa um 250 manns sem veita almenna heilbrigðisþjónustu á heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Heilsugæslustöðvar eru á Ísafirði og Patreksfirði og heilsugæslusel í öllum byggðakjörnum heilbrigðisumdæmisins.
Verkefni
- Fagleg ábyrgð á lækningum á stofnuninni
- Framkvæmdastjóri lækninga situr í framkvæmdastjórn stofnunarinnar
- Er næsti yfirmaður yfirlæknis heilsugæslu og deildarstjóra fjögurra deilda sjúkrasviðs skv. skipuriti
- Umsjón með námi læknanema, kandídata og sérnámslækna með yfirlækni heilsugæslu
- Ábyrgð á utanspítalaþjónustu og hlutverk umdæmislæknis sóttvarna eftir samkomulagi
- Áætlanagerð, umbætur og þróun starfsemi
- Samráð við aðrar heilbrigðisstofnanir
Hæfnikröfur
- Íslenskt lækningaleyfi og sérfræðileyfi
- A.m.k. tveggja ára starfsreynsla í viðkomandi fagi eða veruleg starfs¿ eða stjórnunarreynsla í öðru fagi, doktorspróf eða sérstakur árangur að öðru leyti
- Framúrskarandi samskiptafærni og góð leiðtogafærni
- Frumkvæði og faglegur metnaður
- Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
- Drifkrafur og árangursmiðað viðhorf
- Kunnátta í íslensku
Laun
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Tengiliður/ir
- Andri Konráðsson (andri@hvest.is | 450 4500)