Starfseining: Legudeild Patreksfirði, 450 Patreksfjörður

Umsóknarfrestur: frá 26.01.2023 til 13.03.2023.

Starfshlutfall: 80-100%


Heilbrigðisstofnun Vestfjarða óskar að ráða kraftmikinn leiðtoga á legudeild á Patreksfirði. Hjúkrunardeildarstjóri ber mönnunarlega, rekstrarlega og faglega ábyrgð á deildunum í nánu samstarfi við hjúkrunarstjóra á Patreksfirði. Á deildinni eru ellefu hjúkrunarrými og tvö sjúkrarými og einkennist starfsemin af góðum starfsanda, umhyggju og hlýju.

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 250 manns starfa á fjórum megin starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum. 

Boðið er upp á góða aðlögun í upphafi starfs og aðstoð við öflun húsnæðis.

 

Verkefni

  • Stjórn á skipulagi og framkvæmd hjúkrunar
  • Stjórn starfsmannahalds, mannaráðninga og daglegs rekstrar
  • Ábyrgð á gerð vaktaskráa og frágang á vinnuskýrslum til launadeildar
  • Samræming á mönnun, vinnulagi og þjónustu milli hjúkrunarheimila
  • Náið samstarf við heilsugæslu

Hæfnikröfur

  • Íslenskt hjúkrunarleyfi
  • Framhalds- eða sérmenntun sem nýtist í starfi er æskileg
  • Stjórnunarreynsla æskileg
  • Sjálfstæði í starfi
  • Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Íslenskukunnátta skilyrði

Laun

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.

Tengiliður/ir

Sækja um

Smelltu hér til að sækja um starfið