A A A

Viđbragđ vegna nýrra COVID-19 smita

30.07 2020 | Gylfi Ólafsson

 

Vegna fjölgunar COVID-19 tilfella á Íslandi og í samræmi við hertar sóttvarnaaðgerðir yfirvalda hefur Heilbrigðisstofnun Vestfjarða ákveðið að grípa til hertra aðgerða.

 

1.       Almennt

Við munum gera talsverðar breytingar á verklagi okkar til að minnka líkur á smitum, en teljum þó að hægt verði að veita heilbrigðisþjónustu með sem minnstu raski. Það krefst þess að allir sem koma á stofnunina, sem sjúklingar, gestir eða starfsmenn, fari að öllu með gát.

 

Ekki koma á stofnunina ef þú ert

 • í einangrun eða sóttkví
 • að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku
 • með flensulíkeinkenni (sjá neðar), eða
 • varst erlendis fyrir minna en 14 dögum (sjá þó fyrir neðan um landamæraskimun)

 

2.       Heimsóknir til sjúklinga á bráðadeildum og íbúa á hjúkrunarheimilum

Ekki verða sett fortakslaus bönn á heimsóknir á bráðadeildir og hjúkrunarheimili. Þó munu eftirfarandi takmarkanir gilda:

 • Aðeins einn aðstandandi má heimsækja hvern íbúa/sjúkling hverju sinni.
 • Viðkomandi þarf að þvo og spritta hendur um leið og komið er inn, í upphafi heimsóknar.
 • Hjúkrunarheimilin:
  • Þar sem eru svalahurðir: Fara skal inn um svalahurð á herbergi.
  • Ef ekki er svalahurð á að fara beint inn á herbergi til íbúans, ekki stoppa og spjalla á leiðinni. Ef íbúi er ekki inni á herbergi biðjið þá starfsfólk um að sækja hann; ekki gera það sjálf.
  • Bráðadeild á Ísafirði og Patreksfirði: Hafa skal samband við deildina símleiðis áður en að heimsókn kemur til að fá leyfi fyrir heimsókninni og nauðsynlegar upplýsingar um stofunúmer.
  • Virðið 2ja metra regluna og forðist snertingu við íbúa/sjúklingur eins og hægt er sem og aðra snertifleti.
  • Að heimsókn lokinni farið þá beint út, ekki stoppa og spjalla á leiðinni.
  • Sprittið hendur við brottför.

 

3.       Ferðareglur sjúklinga og íbúa á hjúkrunarheimilum

 • Bráðadeild: Ekki er æskilegt að sjúklingar yfirgefi stofnunina meðan á innlögn stendur.
 • Hjúkrunarheimilin:Íbúar á hjúkrunarheimilum mega fara út, en ekki er æskilegt að þeir sæki mannfögnuði utan heimilisins eða séu meðal margs fólks.

 

4.       Landamæraskimun

Seinni próf landamæraskimunar fer fram á Ísafirði. Einnig er hægt að fá slíkt framkvæmt á Patreksfirði en vegna lengri flutningstíma sýna þaðan (með viðkomu á Ísafirði) getur það kostað aukadag í heimkomusmitgát. Heilsugæslurnar veita nánari upplýsingar.

 

5.       Almenn skimun

Ekki vera feimin við að koma í skimun ef þú finnur fyrir minnstu einkennum. Það er ókeypis. Við höldum áfram að taka sýni á Ísafirði og Patreksfirði. Ef þú ert með eitthvað af eftirfarandi einkennum að koma í sýntöku sem fyrst: kvef, hálsbólga, hósti, hiti, beinverkir, minnkað bragð/lyktarskyn að koma í sýnatöku. Tilkynna þarf komu með símtali í afgreiðslu og þá fást nánari upplýsingar um tíma, stað og fyrirkomulag.

 

6.       Aðrar breytingar

Bóka þarf tíma í blóðprufur á rannsóknadeild á Ísafirði. Hringið í 860-0655 á dagvinnutíma til að panta tíma.

Þessar reglur munu taka gildi strax, 30. júlí 2020.

 

 

Símanúmer og nánari upplýsingar

Netspjallið hér til hægri er opið á dagvinnutíma. 

Almennt númer: 450 4500

 

Berg í Bolungarvík: 450-4595

Eyri á Ísafirði: 450-4568 (Tangi: 450-4531, Dokka; 450-4532, Krókur; 450-4533)

Tjörn á Þingeyri: 456-8141

Bráðadeild Ísafirði: 450-4565

Sjúkra- og hjúkrunardeild Patreksfirði: 450-2023

 

https://www.covid.is/flokkar/fordast-smit

Leitađ ađ tannlćkni fyrir Vestfirđinga

11.06 2020 | Gylfi Ólafsson

Vestfirðingar þurfa fleiri tannlækna, bæði á Ísafjörð og Patreksfjörð. Nú býðst frábært tækifæri fyrir tannlækni að koma í þá útvistarparadís sem Vestfirðir eru.

 

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða hefur ekkert hlutverk í veitingu á tannlæknaþjónustu. Eina formlega aðkoman er að tannlæknastofur á heilsugæslunum á Ísafirði og Patreksfirði eru leigðar til sjálfstæðra tannlækna. Þó er það svo að forstjóri er í lið 1.9 í heilbrigðisstefnu til 2030 gerður „umdæmisstjórar heilbrigðismála innan síns umdæmis“, og við viljum því leggja okkar lóð á vogarskálirnar við að tryggja tannheilsu íbúa. Í þessu skyni hefur forstjóri verið í sambandi síðustu misseri við bæjarstjóra í umdæminu, Tannlæknafélag Íslands og yfirtannlækni í Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu.

 

Dýrafjarðargöng tengja Vestfirði saman

Sigurjón Guðmundsson hætti nýverið sökum aldurs. Hann skilur eftir sig fullbúna stofu og hérað sem þarf tannlækni við hlið Viðars Konráðssonar. Auglýst hefur verið meðal íslenskra tannlækna án árangurs. Á Patreksfirði háttar því svo til að fólksfjöldinn í nágrenninu er ekki nægur til að standa undir heilu stöðugildi tannlæknis, einkum þegar litið er til þess að tannheilsu Íslendinga hefur almennt farið mjög fram. Með tilkomu Dýrafjarðarganga standa vonir til að tannlæknir búsettur í námunda við Ísafjörð geti einnig sinnt Patreksfirði.

 

Nú teljum við að tilefni sé til að leita til erlendra tannlækna—og vegna leyfismála einkum evrópskra—og benda þeim á kosti þess að sinna tannlækningum á Vestfjörðum. Af því tilefni var búið til myndband og lítil upplýsingasíða sem sett hefur verið í birtingu á Facebook meðal evrópskra tannlækna.

 

Þar sem allur búnaður er til staðar er þetta tækifæri sérstaklega hentugt fólki sem skammt er á veg komið á ferlinum.

Enginn áhugasamur tannlæknir ætti að hika við hafa samband við Sigurjón tannlækni til að fá frekari upplýsingar.

Gjafir frá Stöndum saman Vestfirđir, komnar í notkun

5.06 2020 | Sigríđur Lára Gunnlaugsdóttir

 

Hópurinn Stöndum saman Vestfirðir, söfnuðu í vetur fyrir nýjum tækjabúnaði fyrir Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Meðal þess sem keypt var fyrir söfnunarféð voru fjórar súrefnissíur. Ein sían er fyrir Sjúkrahúsið á Patreksfirði og er komin í notkun þangað. Súrefnissíur eru notaðar ef þörf er á langtíma súrefnismeðferð. Það er rafknúin vél sem þjappar saman súrefni úr andrúmsloftinu. Tilgangur meðferðar er að koma í veg fyrir fylgikvilla súrefnisskorts og lengja líf.

Á myndinni má sjá ánægt starfsfólk sjúkrahúsinu á Patró með nýju súrefnissíuna. 

 

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða þakkar þann stuðning sem nærsamfélagið hefur sýnt stofnuninni og starfsfólki hennar.

 

 

 

Aflétting heimsóknarbanns

28.05 2020 | Sigríđur Lára Gunnlaugsdóttir

 

Hægt og rólega er starfsemi Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða að komast aftur í eðlilegt horf. Það gleður okkur sérstaklega að nú styttist í afléttingu heimsóknarbanns á deildum og hjúkrunarheimilum stofnunarinnar. Þar sem norðursvæði Vestfjarða kom verr út úr faraldrinum verða tilslakanir viku seinna á ferðinni þar en á suðursvæði. 

Heimsóknarbanni verður aflétt að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og ef allt gengur vel. Þá er íbúum heimilt að fara í bílferðir, heimsóknir og sinna afþreyingu utan heimilis. Tekið er mið af smitum í samfélaginu og fleiri þáttum við frekari ákvarðanir.

 

Á Patreksfirði verður heimsóknarbanni aflétt að fullu þann 2. júní. Fram að þeim tíma eru heimsóknir takmarkaðar og eru aðstandendur hvattir til að hafa samráð sín á milli með heimsóknir, ekki þarf að panta sérstaklega tíma. Frekari reglur og ábendingar hafa verið sendar aðstandendum í tölvupósti.

 
Á Norðursvæði; bráðadeildinni á Ísafirði og hjúkrunarheimilunum Bergi, Tjörn og Eyri, verður heimsóknarbanni aflétt að fullu frá og með 8. júní. Vikuna 1. - 7. júní eru þrjá heimsóknir leyfðar til íbúa. Um þær heimsóknir gilda ákveðnar reglur sem sendar hafa verið til aðstandenda í tölvupósti.
 

Áfram gildir samt sú regla að alls ekki á að koma í heimsókn ef:

1. Þú ert í sóttkví
2. Þú ert í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku
3. Þú hefur verið í einangrun og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift
4. Þú ert með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang, skert bragð og lyktarskyn o.fl.)
5. Ef komið er erlendis frá, þurfa að líða amk 2 vikur áður en komið er í heimsókn

 

Sumarstörf fyrir námsmenn hjá Hvest

27.05 2020 | Sigríđur Lára Gunnlaugsdóttir

 

Fjölbreytt og áhugaverð sumarstörf fyrir námsmenn eru í boði hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Störfin eru hluti af atvinnuátaki stofnunarinnar í samstarfi við Vinnumálastofnun og eru 9 störf í boði. Tvö störf eru á suðursvæði við sjúkrahúsið á Patreksfirði og sjö störf á norðursvæði við sjúkrahús og heilsugæslu á Ísafirði og hjúkrunarheimilin á Þingeyri, Ísafirði og Bolungarvík. 

Umsóknarfrestur er til 10. júní. Námsmenn eru hvattir til að sækja um og bætast í öflugan hóp starfsmanna Hvest.

Frekari upplýsingar og umsóknarferli eru á vef Vinnumálastofnunar; fyrir suðursvæði og fyrir norðursvæði.

 

Á suðursvæði eru tvö störf:

 

Mótun verkferla á starfsstöð án lífeindafræðinga. Eitt starf. 

Á sjúkrahúsinu og heilsugæslunni á Patreksfirði er ekki starfandi lífeindafræðingur og vegna smæðar stofnunarinnar stendur það ekki undir sér. Áður starfaði þar þó lífeindafræðingur. Þar starfa hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og verktökulæknar, og nokkuð er af tækjum til mælinga og greininga. Fara þarf í gegnum þau tæki og þann búnað sem er á staðnum, farga því sem ekki á lengur við, gera leiðbeiningar fyrir þau tæki sem til staðar eru og skrifa verkferla

 

Átak í geymslu skriflegra gagna og sjúkraskráa. Eitt starf. 

Á sjúkrahúsinu á Patreksfirði er varðveisla ýmissa gagna, þ.m.t. eldri sjúkraskráa, í ólestri. Fara þarf í gegnum skjalasöfn á staðnum; flokka og kortleggja. Einnig þarf að undirbúa grisjun sem fara þarf fram eftir sérstökum ferlum. Starfsmaður þyrfti að vera sjálfstæður. Vinnutími er sveigjanlegur.

 

 

Á norðursvæði eru 7 störf:

 

Átak í mannauðsmálum: Eitt starf. 

Á mannauðssviði eru mörg verkefni sem bíða vinnufúsra handa. Sérstaklega eru málefni sem snúa að móttöku nýliða og starfslokum og verkefni sem tengjast fræðslumálum. Stytting vinnuvikunnar er framundan og til þess að það gangi vel fyrir sig þarf undirbúningurinn að vera góður.

 

Innleiðing Power BI og gerð ferla við söfnun og geiningu tölulegra gagna. Eitt starf. 

Meðal áherslumála hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er að nýta gögn til gagns; að nýjar upplýsingar um stofnunina séu aðgengilegar og þeim beitt til að taka betri ákvarðanir og bæta þjónustuna. Þessi gögn koma úr ýmsum áttum, t.d. fjárhagskerfi, starfsemiskerfum og starfsmannakerfi. Mikil vinna er fólgin í að finna til gögnin, skilja hvað þau merkja, gera ferla sem sameina gögn á einn stað og birta þau þannig að engin hætta sé á að viðkvæm gögn fari lengra en þeim er ætlað. Verkið er komið af stað, en enn er mikið verk fyrir höndum. Unnið er í samvinnu við forstjóra, fjármálastjóra og heilbrigðisgagnafræðinga. Vinnutími er sveigjanlegur.

 

Hreyfi og skemmtistjóri á hjúkrunarheimilum. Tvö störf. 

Starfið er nýtt, hreyfi- og skemmtistjóri hefur frumkvæði að hreyfingu og skemmtunum fyrir íbúa á hjúkrunarheimilium Hvest eftir getu íbúa. Miðað er við einstaklingsmiðaða hreyfingu og nálgun, megin markmið þessa starfs er að auka gleði- og samverustundir íbúa. Dæmi um hreyfingu og samverustundir geta verið t.d. göngutúrar, hjólatúrar, dorgveiði og setja niður sumarblóm. Dæmi um samverustundir: Undirbúa sumarhátíð, mögulega fá íbúa til að lesa sögur, leika í leikriti, syngja og spila. Dæmi um skemmtilegar heimsóknir: Fá hunda, kisur, kanínur, hesta og heimalinga í heimsókn á hjúkrunarheimilin. Hreyfi- og skemmtistjórar hafa möguleika á að vinna saman.

 

Skjalavarsa og málaská, Covid-gögn og sögulegar heimildir. 3 störf. 

Þörf er á átaksverkefni í málum sem tengjast skjölum og gögnum stofnunarinnar. a) Skjalavarsla og málaskrá er ekki með þeim hætti sem best er á kosið. Halda þarf áfram kortalagningu og flokkun skjala og gagna í vörslu stofnunarinnar. Undirbúa þarf innleiðingu á nýju skjalakerfi. b) Apríl var undirlagður af COVID og að mörgu leyti merkilegir atburðir sem áttu sér stað. Safna þarf saman þeim gögnum og setja upp tímalínu atburða sem unnið verður með þegar viðbrögðin verða gerð upp. c) Flokkun, skráning og skönnun á sögulegum gögnum úr starfsemi stofnunarinnar og forvera hennar. Gert er ráð fyrir allt að þremur stöðugildum sem skipta með sér verkum og hafa með sér samstarf eftir reynslu, þekkingu og aðstæðum.
Fyrri síđa
1
234567626364Nćsta síđa
Síđa 1 af 64
Vefumsjón

Innskráning