A A A

Persˇnuverndarstefna

Persónuverndarstefna Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða var samþykkt á fundi framkvæmdastjórnar 9. mars 2021. 

 

Persónuvernd er mikilvæg í allri starfsemi Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og í því felst m.a. að starfsmenn virða mannhelgi allra þeirra sem leita til stofnunarinnar.

 

Í persónuverndarstefnu þessari er skýrt frá tilgangi skráningar persónuupplýsinga innan Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Greint er frá því hvaða persónuupplýsingar stofnunin vinnur, á hvaða grundvelli og í hvaða tilgangi vinnsla þeirra fer fram. Þá er jafnframt greint frá því hvernig varðveislu upplýsinga er háttað, hvort og þá hvert upplýsingunum er miðlað og hvernig öryggis þeirra er gætt. Þessi stefna tekur til vinnslu allra þeirra persónuupplýsinga sem Heilbrigðisstofnun Vestfjarða vinnur um skjólstæðinga sem til stofnunarinnar leita og aðstandanda þeirra, eftir því sem við á. Þá tekur stefnan jafnframt til vinnslu um umsækjendur um störf hjá stofnuninni, um tengiliði birgja, þá sem heimsækja stofnunina eða hafa með öðrum hætti samband við hana.

 

 

Sækja skrá (pdf)

 

 

Vefumsjˇn