A A A

JafnrÚttisstefna Heilbrig­isstofnunar Vestfjar­a

 

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða fylgir þeim lögum og reglum sem snerta jafnréttismál og gilda á hverjum tíma. Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er lögð áhersla á að allt starfsfólk sé metið að verðleikum og njóti jafnra tækifæra á vinnustaðnum. Starfsfólki er ekki mismunað á grundvelli kyns, kynþáttar eða þjóðernis, kynhneigð, aldurs, trúar, fötlunar, skoðana eða annarra þátta. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða skapar vettvang til virkrar umræðu og vitundar um jafnréttismál.

 

Jafnréttisstefnan nær til allra starfsmanna Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og ber sérhverjum starfsmanni að framfylgja henni.

Megináherslur í jafnréttismálum eru:

 1. Heilbrigðissstofnun Vestfjarða er vinnustaður þar sem allir einstaklingar óháð kyni eiga jafna möguleika til starfa og lögð er áhersla á að flokka ekki ákveðin störf sem sérstök karla- eða kvennastörf.
 2. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða greiðir konum og körlum jöfn laun og sömu kjör fyrir jafnverðmæt störf.
 3. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er vinnustaður þar sem starfsfólk getur samræmt vinnu og fjölskyldulíf. Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er stuðlað að jafnvægi milli fjölskyldu- og atvinnulífs.
 4. Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er einelti, fordómar, kynbundinn eða kynferðisleg áreitni ekki liðin.
 5. Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er þess gætt að allir einstaklingar óháð kyni hafi sömu tækifæri til starfsþróunar, náms og fræðslu.

Stefnan ásamt jafnréttisáætlun skal yfirfarin eigi sjaldnar en á þriggja ára fresti. Á hverju ári eru settir fram árangursmælikvarðar sem koma fram í jafnréttisáætlun. Farið er yfir árangurmælikvarða með framkvæmdastjórn í tengslum við rýni stjórnenda sem fer fram árlega í tengslum við ytri úttekt jafnlaunavottunar. Framkvæmdastjórn metur hvort ástæða er til að breyta stefnu, aðgerðaráætlun eða mælikvörðum.

 

Jafnréttisnefnd Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða
 • Skal stofnuð fyrir apríl 2020.
 • Er skipuð þremur starfsmönnum af báðum kynjum, þar sem einn er fulltrúi stjórnenda.
 • Hlutverk nefndar er að:
  • Fylgja eftir jafnréttismarkmiðum og -áætlun í samvinnu við mannauðsstjóra.
  • Leggja fram tillögur um hvernig megi stuðla að auknu jafnrétti innan stofnunarinnar.
  • Leggja fram tillögu að nýrri aðgerðaráætlun, í síðasta lagi tveimur mánuðum áður en gildistími fyrri áætlunar rennur út.
  • Skapa umræðu um og stuðla að aukinni þekkingu um jafnréttismál innan stofnunar.
  • Fundar a.m.k. tvisvar sinnum á ári.
  • Heldur fundargerðir sem lagðar eru fram til framkvæmdastjórnar.
Vefumsjˇn