A A A

T÷lvudeild

Tölvukerfi stofnunarinnar er nokkuð víðfeðmt. Netþjónar eru fjórir, aðalnetþjónn er svokallaður Blade-netþjónn frá Hewlett-Packard sem keyrir á Windows 2008 Server stýrikerfi. Innan hans vinna 4 netþjónar á gervi-umhverfi (Virtual Machines) en pláss er fyrir sex þannig þjóna í kassanum sjálfum. Þarna er Windows 2008 Terminal-netþjónn sem stjórnar öllum tengingum að utan, þ.e. Bolungavík, Flateyri, Suðureyri, Súðavík og Þingeyri, þá Windows 2003  -Exchange netþjónn sem stjórnar tölvupósti stofnunarinnar og netþjónn sem heldur utan um sjúkraskráningarkerfið Sögu en þar eru allar upplýsingar um sjúklinga skráðar inn. Síðan eru sérstakir netþjónar fyrir loftræstikerfið auk annars smálegs og svo netþjónn sem stjórnar öryggismyndavélum hússins.

Útstöðvar eru 68 talsins, 46 innan veggja stofnunarinnar á Ísafirði en 22 eru staðsettar á þjónustustöðvum í Bolungavík, Flateyri, Suðureyri, Súðavík og Þingeyri, auk heimahjúkrunar og skólahjúkrunar. Þær keyra allar á Windows XP.

Prentarar eru 38 af ýmsum gerðum. Þjónusta þarf allar þessar vélar og notendur þeirra í allri almennri notkun, en nokkuð meira umstang er í kringum netþjóna, sem eru hjarta kerfisins, s.s. uppfærslur, öryggisafrit, eftirlit með diskaplássi, virkni o.þ.h. Starfsmaður deildarinnar er til staðar frá kl. 8:00-16:00 alla virka daga.

Svavar Þór Guðmundsson, starfsmaður deildarinnar, hefur MCP-próf (Microsoft Certified Professional).

Sto­deildir

Vefumsjˇn