A A A

Eldhús

Eldhús heilbrigðisstofnunarinnar er niðri í kjallara, en matsalurinn þar beint fyrir ofan með útsýni yfir Pollinn. Matsalur starfsmanna er á fyrstu hæð, en matsalur sjúklinga þar beint fyrir ofan.

 

Eldhúsið sér um að þjónusta sjúklinga og starfsfólk stofnunarinnar í mat og drykk.

 

Matur sjúklinga

Morgunmatur fer upp á deildir kl 8:30, en hádegismatur fyrir sjúklinga fer frá eldhúsi kl. 11:30, og er skammtað á diska í matsal sjúklinga, eða borið inn á herbergi. Síðdegiskaffið fer frá eldhúsinu kl. 14, kvöldmatur kl. 17 og kvöldkaffið fer upp á deildir kl. 17.

 

Matur starfsmanna

Eldhúsið er opið virka daga frá 7:00 til 15:00, en boðið er upp á morgunmat kl. 9-10 og hádegismat kl. 12-13, en á öðrum tímum er hægt að fara í drykkjarvél þar sem alltaf má fá kaffi, te og kakó.

Stođdeildir

Vefumsjón