Slysadeild /göngudeild
Slysadeildin er staðsett á 1. hæð vesturálmu (gengið til hægri inn af
anddyri). Á deildinni eru slysastofa, skiptistofa, viðtalsstofa, auk
innkeyrslu fyrir sjúkrabíla og geymslu fyrir hópslysabúnað og annan
neyðarbúnað. Slysadeildin nýtist jafnframt sem göngudeild skurðdeildar
og fyrir endurkomur eftir slys. Fastir starfsmenn eru fjórir, auk
ræstitæknis og eru þeir jafnframt starfsmenn skurðdeildar.
Gestasérfræðingar í háls-, nef- og eyrnalækningum, bæklunarlækningum og
kvensjúkdómum hafa sér aðstöðu á göngudeildinni, þegar þurfa þykir.
Á skiptistofu er staðsett ómtæki spítalans. Það er einkum notað af röntgendeild og heilsugæslustöð, en einnig af gestasérfræðingum.
Árið 2003 voru um 736 komur á slysadeild og 1303 göngudeildar- og endurkomur.
Á deildinni er vaktþjónusta allan sólarhringinn.
Á skiptistofu er staðsett ómtæki spítalans. Það er einkum notað af röntgendeild og heilsugæslustöð, en einnig af gestasérfræðingum.
Árið 2003 voru um 736 komur á slysadeild og 1303 göngudeildar- og endurkomur.
Á deildinni er vaktþjónusta allan sólarhringinn.