A A A

Skur­deild

Skurðstofur - Svæfing

Skurðdeild er staðsett á 1. hæð vesturálmu (gengið til hægri inn af anddyri). Á deildinni eru 2 skurðstofur, uppvöknun, sótthreinsun og búningsherbergi starfsmanna og ferlisjúklinga. Fastir starfsmenn eru 5, auk ræstitæknis. Auk þess nýta gestasérfræðingar í háls-, nef- og eyrnalækningum, bæklunarlækningum og kvensjúkdómum sér skurðdeildina til aðgerða.

Árið 2003 voru gerðar um 428 skurðaðgerðir og 177 speglanir. Svæfingar og hryggdeyfingar voru 256 og aðrar deyfingar 172.

Á deildinni er vaktþjónusta allan sólarhringinn.

Helstu aðgerðir

  • Kviðsjáraðgerðir, s.s. gallblöðrutaka og greiningaraðgerðir.
  • Almennar skurðlækningar, s.s. kviðslitsaðgerðir, æðahnútaaðgerðir, endaþarmsaðgerðir og aðgerðir vegna húðmeina.
  • Þvagfæraaðgerðir, s.s. blöðruspeglanir og alm. aðgerðir á þvagfærum.
  • Bæklunarskurðaðgerðir, s.s. brotaaðgerðir og neglingar, táskekkjuaðgerðir, liðspeglanir og axlaraðgerðir.
  • Slysaaðgerðir.
  • Háls- nef- og eyrnaaðgerðir, s.s. háls- og nefkirtlatökur, rör í eyru og ýmis konar nefaðgerðir.
  • Kvensjúkdómaaðgerðir, s.s. ýmsar stærri aðgerðir tengdar kvensjúkdómum, eins og legnám, brottnám eggjastokka og eggjaleiðara, upphengingar á þvagblöðru, legi og endaþarmi, legréttingar ofl.
  • Ýmsar smærri aðgerðir vegna kvensjúkdóma, s.s. kviðarholsspeglanir, blöðruspeglanir, útskaf, ófrjósemisaðgerðir, fóstureyðingar ofl.
  • Keisaraskurðir, bráðakeisarar og bráðaaðgerðir eftir fæðinar.
[mynd 1 v]
Vefumsjˇn