A A A

R÷ntgendeild

Á röntgendeild eru gerðar helstu beinamyndatökur, lungnamyndir, kviðarholsyfirlit og aðrar rannsóknir. Þar má nefna þvagfærarannsóknir, ortopantomografiurannsóknir, grindarmælingar og tölvusneiðmyndir. Einnig eru tekin hjartalínurit á deildinni.
Geislafræðingar sjá um gæðaeftirlit fyrir röntgentæki og tölvusneiðmyndatæki. Að auki sér starfsfólk deildarinnar um tímagjöf og aðra þjónustu við ómstofuna. Við þetta bætist sú pappírs- og skrifstofuvinnu er við kemur röntgen.
Deildin sinnir röntgenrannsóknum, tölvusneiðmyndatökum, hjartalínuritum og ómskoðunum innan spítalans í samráði við aðrar deildir. Röntgendeildin framkvæmir 2.000 – 3.000 rannsóknir árlega.
Geislafræðingar eru við frá kl. 8 - 16 virka daga, en sinna einnig bráðavakt utan dagvinnutíma æski læknir þess.

Hvað gerist þegar þú ferð í röntgenmyndatöku?

 1. Þú eða læknir þinn hefur samband við röntgendeildina og pantar tíma í myndatöku.
 2. Þú kemur í myndatöku með röntgenbeiðni frá lækni, og ferillinn er eftirfarandi:
  • Myndirnar eru teknar
  • Nafn þitt sett á þær
  • Myndirnar eru settar í laserlesara sem færir þá inn í tölvuna
  • Þú ferð fram í móttökuna og greiðir fyrir myndatökuna – og þá er þínum hluta lokið
  • Myndatakan er bókuð í tölvu fyrir talningu á röntgenrannsóknum
 3. Myndirnar þínar eru sendar í skjalageymslu í tölvunni.
 4. Læknar skoða allar myndir á röntgenfundum sem haldnir eru tvisvar í viku.
 5. Yfirlæknir sjúkrahússins les umsagnir um myndirnar á spólu.
 6. Farið er með röntgenbeiðnirnar og spólu til ritara.
 7. Ritari skrifar umsagnir frá yfirlækni.
 8. Yfirlæknir les yfir umsagnir og kvittar undir.
 9. Umsögnum er raðað í skjalasafnið og læknir þinn fær afrit.
  • Þá er hluta röntgendeildar lokið
 10. Þú hefur svo samband við lækninn þinn í símatímanum og hann fræðir þig um útkomu myndatökunnar og ráðleggur þér um framhaldið.
 11. Ritarar ganga frá afritum af umsögnum í skjalasafni heilsugæslunar og sjúkrahússins.

Tenglar

Vefumsjˇn