Bráðadeild
Bráðadeildin er legudeild með leyfi fyrir 15 rúmum á 15 sjúkrastofum fyrir öll bráð sjúkdómstilfelli allra aldurshópa á sviði hand- og lyflækninga, endurhæfingar, hvíldarinnlagna, fæðingahjálpar, geðlækninga og fíknisjúkdóma. Þrjár stofur þar af eru á Fæðingardeild.
Fæðingadeild með þremur rúmum er rekin í starfstengslum við deildina, og annast starfsfólk bráðadeildar umönnun sængurkvenna og nýbura utan vinnutíma ljósmæðra.
Hjúkrunarfræðingar bráðadeildar sinna einnig móttöku á slysadeild og aðstoða þar ef hægt er og á þarf að halda utan dagvinnutíma.
Sjá nánari upplýsingar um Bráðadeildina og sérskipulagða endurhæfingu undir "Fræðsla".