A A A

Prestsţjónusta

Prestsþjónusta er veitt á sjúkrahúsinu samkvæmt sérstökum samningi milli HSÍ og sóknarprestsins á Ísafirði. Prestsþjónustan er þríþætt:

Í fyrsta lagi er vikuleg heimsóknarþjónusta, sem felst í því að á hverjum mánudegi kemur prestur og heimsækir inniliggjandi sjúklinga. Klukkan 15:30 er hann svo við helgistund í kapellunni, en starfsfólk bráðadeildar og Eyrar aðstoðar íbúa og sjúklinga við að komast niður í kjallarann þar sem kapellan er staðsett. Ennfremur geta sjúklingar eða aðstandendur þeirra óskað eftir að prestur líti til þeirra í heimsókn til samtals og stuðnings. Prestarnir í Ísafjarðarprestakalli skiptast á að sinna sjúkrahúsinu, en skipulag þjónustunnar er í höndum sóknarprestsins á Ísafirði.

Í öðru lagi sinnir sóknarprestur neyðarþjónustu. Alltaf er einhver prestur á bakvakt gagnvart sjúkrahúsinu og hægt er að kalla hann út hvenær sem þörf er á sálgæslu eða stuðningi prests, til dæmis vegna andláts, slysa eða náttúruhamfara.

Í þriðja lagi kemur prestur á þremur stórhátíðum – á jólum, páskum og hvítasunnu – og messar með kór og organista í salnum uppi á annarri hæð.

Önnur ţjónusta

Vefumsjón