A A A

Hjúkrunarfrćđingur í heimahjúkrun - sumarafleysing

28.02 2020 | Kristjana Milla Snorradóttir

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing til sumarafleysinga í heimahjúkrun sumarið 2020. Hluti af sumri kæmi einnig til greina.

 

Hjúkrunarfræðingar í heimahjúkrun veita hjúkrun í heimahúsum vegna langvinnra sjúkdóma, andlegrar og líkamlegrar skerðingar. Hjúkrunarfræðingur styður við einstaklinga og aðstandendur þeirra ásamt því að skipuleggja og veita þá hjúkrun sem þörf er á hverju sinni.

  

Hæfnikröfur

 • Íslenskt hjúkrunarleyfi

 • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
 • Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum
 • Starfsreynsla æskileg

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert auk stofnanasamnings.

 

Umsóknum er skilað rafrænt á vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Með umsókn skal fylgja ferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi.  Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2020. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning hefur verið ákveðin.

 

Möguleiki er á að stofnunin aðstoði við öflun íbúðarhúsnæðis.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Heiða Björk Ólafsdóttir deildarstjóri í síma 450 4500 og á netfanginu heidabjork@hvest.is.

 

Hér er hægt að sækja um starfið 

Hjúkrunarfrćđingar á legudeild - sumarafleysingar

28.02 2020 | Kristjana Milla Snorradóttir

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði óskar að ráða hjúkrunarfræðinga til sumarafleysinga frá 1. júní 2020, eða eftir nánara samkomulagi.

 

Verkefnin á deildinni eru afar fjölbreytt. Um er að ræða almenn störf hjúkrunarfræðings á blandaðri akút legudeild. Starfsfólk deildarinnar sinnir auk þess sængurkonum og nýburum utan dagvinnu ljósmóður, annast göngudeild fyrir krabbameinslyfjagjafir og aðrar sérhæfðar lyfjagjafir auk þess að aðstoða við slysamóttöku á slysadeild utan dagvinnu.

 

Hér er gott tækifæri fyrir reynslumikinn hjúkrunarfræðing sem langar að breyta um umhverfi. Þetta er einnig kjörin staða fyrir þá sem vilja öðlast fjölbreytta reynslu í alhliða hjúkrun. Á deildinni starfar öflugur hópur um 25 hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og er þar góður starfsandi sem einkennist af samheldni, vináttu, metnaði og gleði.

  

Hæfnikröfur

 • Íslenskt hjúkrunarleyfi
 • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
 • Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert auk stofnanasamnings.

 

Umsóknum er skilað rafrænt á vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Með umsókn skal fylgja ferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi.  Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2020. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning hefur verið ákveðin.

 

Möguleiki er á að stofnunin aðstoði við öflun íbúðarhúsnæðis.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Þórunn Pálsdóttir deildarstjóri í síma 450 4500 og á netfanginu thorunn@hvest.is.

 

Hér er hægt að sækja um starfið 

 

Mannauđs- og rekstrarstjóri

26.02 2020 | Kristjana Milla Snorradóttir

Við leitum að framsýnum, jákvæðum og drífandi leiðtoga til að leiða mannauðs- og rekstrarsvið Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

 

Mannauðs- og rekstrarstjóri heyrir undir forstjóra og er hluti af framkvæmdastjórn. Lögð er áhersla á fagleg vinnubrögð, umbætur í rekstri og ánægju starfsmanna. Mannauðs- og rekstrarstjóri ber ábyrgð á að þróa, viðhalda og samræma verklag í mannauðstengdum verkefnum á stofnuninni. Einnig ber mannauðs- og rekstrarstjóri ábyrgð á rekstrarsviði á Ísafirði, en undir það heyrir eldhús, ræsting og móttöku- og læknaritarar.

 

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 250 manns starfa á fjórum megin starfsstöðvum í Bolungarvík, á Ísafirði, Þingeyri og Patreksfirði. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum, sem meðal annars sást í að stofnunin var hástökkvari stórra stofnana í könnun um stofnun ársins árið 2019.

 

Helstu viðfangsefni og ábyrgð

 • Ábyrgð á að móta og leiða faglega mannauðsstjórnun
 • Tryggja faglegt verklag við ákvarðanatöku og framkvæmd um mannauðsmál
 • Virk þátttaka í stefnumótun, markmiðasetningu og árangursmælingum fyrir stofnunina
 • Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur og annað starfsfólk þegar kemur að mannauðsmálum
 • Mannaforráð með rekstrarsviði á Ísafirði
 • Frumkvæði og virk þátttaka í ýmsum nefndum og teymum, svo sem er varða öryggi, gæði jafnrétti og stofnanasamninga

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi; framhaldsmenntun æskileg
 • Farsæl reynsla af stjórnun og mannauðsstjórnun
 • Áhugi og reynsla af umbótarstarfi og breytingarstjórnun
 • Góðir leiðtoga- og samskiptahæfileikar
 • Áreiðanleiki, frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi

 

Frekari upplýsingar

Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.

 

Æskilegt er að störf hefjist í maí 2020, eða eftir nánara samkomulagi. Umsóknarfrestur er til og með 12. mars 2020.

 

Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt fylgibréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu. Umsóknum er skilað rafrænt á vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

 

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði.

 

Nánari upplýsingar um starfið veita

Gylfi Ólafsson forstjóri í síma 450 4500 og á netfanginu gylfi@hvest.is 

Kristjana Milla Snorradóttir fráfarandi mannauðs- og rekstrarstjóri í síma 450 4500 og á netfanginu milla@hvest.is

 

Hér er hægt að sækja um starfið

 

Skólahjúkrunarfrćđingur

12.02 2020 | Kristjana Milla Snorradóttir

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í skólahjúkrun í afleysingarstöðu frá 1. apríl 2020 til 1. september 2021, eða skv. nánara samkomulagi.  Um er að ræða 100% stöðu með vinnutíma frá kl. 8 til 16 virka daga. Vinnustaðir eru grunnskólar í Ísafjarðarbæ, Bolungarvík og Súðavíkurhreppi, auk heilsugæslusviðs.

                              

Helstu verkefni skólahjúkrunarfræðings eru

 • Viðvera í skólunum, móttaka og viðtöl við nemendur, kennara og skólastjórnendur Skólaskoðanir og bólusetningar
 • Eftirfylgni með nemendum sem þurfa frekari aðstoð og þjónustu
 • Fræðsluskylda í öllum bekkjum skólanna
 • Samvinna við aðra, sem að heilsuvernd og velferð barna koma, eins og lækna, sálfræðinga, geðteymi, skóla- og félagsmálayfirvöld o.s.frv.
 • Almenn störf hjúkrunarfræðings á heilsugæslusviði

Hæfniskröfur

 • Íslenskt hjúkrunarleyfi
 • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
 • Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum
 • Starfsreynsla við heilsugæslu-, eða skólahjúkrun er æskileg

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.

 

Umsóknarfrestur er til og með 2. mars 2020.
 
Umsóknum er skilað rafrænt á vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Með umsókn skal fylgja ferilskrá ásamt fylgibréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi.

 

Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði.

 

Nánari upplýsingar veita

Anette Hansen, deildarstjóri, í síma 450 4500 og á netfanginu anette@hvest.is

Helena Jónsdóttir, skólahjúkrunarfræðingur, í síma 860 7452 og á netfanginu helena@hvest.is

 

Hér er hægt að sækja um starfið

 

Fyrri síđa1
2
Nćsta síđa
Síđa 2 af 2
Vefumsjón