A A A

Yfirlćknir heilsugćslu

12.03 2020 | Kristjana Milla Snorradóttir

Við leitum að drífandi einstaklingi til að sinna starfi yfirlæknis heilsugæslu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Yfirlæknir stýrir daglegum rekstri heilsugæslunnar á Ísafirði, þar sem aðalstarfsstöð er, og ber faglega ábyrgð á heilsugæsluþjónustu allrar stofnunarinnar. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri lækninga.

 

Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa um 250 manns sem veita almenna heilbrigðisþjónustu á heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Heilsugæslustöðvar eru á Ísafirði og Patreksfirði og heilsugæslusel í öllum byggðakjörnum heilbrigðisumdæmisins.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Yfirumsjón með daglegri starfsemi heilsugæslu á Ísafirði
 • Fagleg ábyrgð á heilsugæsluþjónustu allrar stofnunarinnar
 • Mannaforráð með læknum á heilsugæslu á Ísafirði, þ.m.t. verktökum
 • Umsjón með námi læknanema, kandídata og sérnámslækna
 • Almenn störf heimilislæknis ásamt vinnu á öðrum deildum stofnunar eftir samkomulagi
 • Ábyrgð á utanspítalaþjónustu og hlutverk umdæmislæknis sóttvarna eftir samkomulagi
 • Áætlanagerð, umbætur og þróun starfsemi

Hæfniskröfur

 • Íslenskt lækningaleyfi og sérfræðileyfi í heimilislækningum
 • Framúrskarandi samskiptafærni og góð leiðtogafærni
 • Frumkvæði og faglegur metnaður
 • Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
 • Drifkrafur og árangursmiðað viðhorf

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.

 

Umsóknarfrestur er til og með 24. mars 2020.

 

Tekið er á móti umsóknum rafrænt á vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Með umsókn skal fylgja ferilskrá ásamt fylgibréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi.

Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Andri Konráðsson framkvæmdastjóri lækninga á netfanginu andri@hvest.is og í síma 450 4500.

 

Smellið hér til að sækja um starf.

Vefumsjón