A A A

Sérnámslćknar í heimilislćkningum

26.04 2021 | Hanna Ţóra Hauksdóttir

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á norðanverðum Vestfjörðum auglýsir lausa til umsóknar sérnámsstöðu í heimilislækningum. Sérnámsstaðan veitist frá 15.8.2021 eða eftir nánara samkomulagi og með fyrirvara um samþykki Inntöku og framgangsnefndar (samkvæmt viðmiðunarreglum/marklýsingu). 


Sérnámið:

Sérnám í heimilislækningum hefur verið starfrækt í fjölda ára á Íslandi og hefur Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins verið leiðandi í sérfræðináminu.

Sérnámið byggir á marklýsingu Félags íslenskra heimilislækna https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item33037/vidurkenning-a-marklysingu-fyrir-sernam-i-heimilislaekningum-a-islandi-

Sérnámið fer fram undir virkri handleiðslu handleiðara sem er sérfræðingur í heimilislækningum og fylgir sérnámslækni eftir allan námstímann.
Sérnámslæknir skipuleggur nám sitt í samráði við handleiðara og kennslustjóra sérnáms.

Námið fer fram á heilsugæslustöð í 3 ár og á sjúkrahúsi í 2 ár. Starfshlutfall er 100%

Kostir sérnáms: 

Einstaklingsmiðuð námsáætlun
Starfsnám undir virkri handleiðslu reyndra sérfræðinga
Blokkasamningur við Landspítala varðandi spítalahluta sérnámsins
Hópkennsla hálfan dag í viku
Þátttaka í rannsóknar- eða gæðastarfi
Sameiginlegar námsferðir innanlands sem utan
Rafræn sérnámsmappa sem heldur utan um framgang í námi

 

Nánari upplýsingar um sérnámið veitir Elínborg Bárðadóttir, kennslustjóri sérnáms, netfang alma.e.svavarsdottir@heilsugaeslan.is, sími 585-1800 / 585-1300

 

Helstu verkefni og ábyrgð

 

Almennar lækningar og heilsuvernd
Vaktþjónusta
Nám samhliða starfi
Rannsóknar og gæðastarf

 

Hæfniskröfur

 

Íslenskt lækningaleyfi
Að hafa lokið kandidatsári eða sambærilegu námi
Mjög góðir samskiptahæfileikar, fagmennska og jákvæðni
Hæfni og vilji til að vinna náið með skjólstæðingum og samstarfsfólki
Frumkvæði, faglegur metnaður og geta til að starfa sjálfstætt
Áreiðanleiki, samviskusemi og vandvirkni
Lausnamiðuð hugsun og vinnubrögð
Vilji til þátttöku í þverfaglegri teymisvinnu
Íslenskukunnátta nauðsynleg

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfar á þremur fagsviðum; heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Á starfssvæðinu eru tvær heilsugæslustöðvar og sjúkrahús, á Ísafirði og Patreksfirði. Þá eru hjúkrunarheimili í Bolungarvík og Þingeyri og heilsugæslusel í öllum byggðakjörnum á svæðinu. 

 

Með umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá ásamt fylgibréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu.

Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum, umsögnum og viðtölum við umsækjendur. Tekið er mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar við ráðningu.

 

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 17.05.2021

 

Nánari upplýsingar veitir

Súsanna Björg Ástvaldsdóttir - susannaba@hvest.is - 450 4500

 

Smelltu hér til að sækja um starfið

Vefumsjón