A A A

Ráđsmađur - sumarafleysing

3.04 2020 | Kristjana Milla Snorradóttir

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða leitar að jákvæðum og sjálfstæðum einstakling til sumarafleysingar í stöðu ráðsmanns á Ísafirði. Um er að ræða fullt starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst og unnið til 15. ágúst eða samkvæmt samkomulagi.

 

Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa um 250 manns en stofnunin veitir almenna heilbrigðisþjónustu á þremur sviðum: heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði og er vinnustaðurinn stór og líflegur.

Ráðsmaður sinnir eftirliti og viðhaldi á eignum og tækjum hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði og annars staðar hjá stofnuninni eftir þörfum. Jafnframt sinnir ráðsmaður öðrum verkum sem til falla í daglegum rekstri stofnunarinnar. Helstu verkefni eru: Eftirlit, smærri viðgerðir, birgðahald, vöruflutningar, almennur akstur og önnur tilfallandi verkefni.

 

Hæfniskröfur

Iðnmenntun er æskileg. Viðkomandi þarf að vera laghentur, samviskusamur, geta unnið sjálfstætt, haft frumkvæði í störfum og haft góða samskiptahæfni. Almenn ökuréttindi eru skilyrði.

 

Frekari upplýsingar um starfið

Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélags.

 

Umsóknarfrestur er til og með 16. apríl.

 

Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá. Umsóknum er skilað rafrænt á vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða; undir valmyndinni laus störf.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hrannar Örn Hrannarsson, fjármálastjóri í síma 660-3372 og á netfanginu hrannar@hvest.is

 

Smellið hér til að sækja um starf

 

Vefumsjón