A A A

Málastjóri í geđheilsuteymi

16.09 2020 | Hanna Ţóra Hauksdóttir

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða óskar eftir að ráða málastjóra til starfa við geðheilsuteymi stofnunarinnar með starfsstöð á Ísafirði.


Málastjóri starfar í nánu samstarfi við aðrar fagstéttir í heilsugæslu og geðheilbrigðisþjónustu á svæðinu. Starfið heyrir undir yfirlæknir heilsugæslu.
Í geðheilsuteymi er lögð áhersla á að veita persónubundinn stuðning og handleiðslu. Góður starfsandi er í teyminu og gott vinnuumhverfi. Unnið er eftir batahugmyndafræði þar sem einstaklingsmiðuð þjónusta ýtir undir styrkleika og bjargráð notenda. Unnið er að því að geðheilbrigðisþjónusta verði í boði í öllu umdæmi Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, meðal annars með fjarheilbrigðisþjónustu.

Ef þú hefur áhuga á uppbyggingu á faglegri geðheilbrigðisþjónustu, þá er þetta spennandi tækifæri.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

Veita ráðgjöf, stuðning og fræðslu til notenda og aðstandenda
Sinna málastjórn notenda geðheilsuteymis þe. hafa umsjón og yfirlit yfir meðferð og úrræði ákveðins notendahóps
Starfa í þverfaglegu teymi og stuðla að árangursríku teymisstarfi
Samþætta meðferð og leita leiða til að bæta líðan notenda
Skipulagning og þátttaka í fjölskyldufundum
Önnur verkefni tengd geðheilbrigðisþjónustu

 

Hæfnikröfur

Reynsla af ráðgjöf eða meðferðarvinnu í geðheilbrigðisþjónustu
Menntun innan félags- eða heilbrigðisvísinda
Góð færni í mannlegum samskiptum
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Jákvætt viðhorf og drifkraftur
Hæfni og áhugi á að vinna í teymi
Góð íslenskukunnátta og góð almenn tölvukunnátta skilyrði

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa um 250 manns sem veita almenna heilbrigðisþjónustu á heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði.
Heilsugæslustöðvar eru á Ísafirði og Patreksfirði og heilsugæslusel í öllum byggðakjörnum heilbrigðisumdæmisins.

Viðtöl verða tekin við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning hefur verið ákveðin. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 28.09.2020

 

Nánari upplýsingar veitir

Súsanna Björg Ástvaldsdóttir - susannaba@hvest.is - 450-4500

 

Sækja um starf

Vefumsjón