Hjúkrunarfræðingur í skólahjúkrun
Hjúkrunarfræðingur í skólahjúkrun
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í skólahjúkrun í afleysingarstöðu frá 1. mars 2021 til 1. september 2021, eða skv. nánara samkomulagi. Gert er ráð fyrir að hjúkrunarfræðingurinn starfi á heilsugæslu frá skólalokum í byrjun júní til 1. september. Um er að ræða 100% stöðu með vinnutíma frá kl. 8 til 16 virka daga. Vinnustaðir eru grunnskólar í Ísafjarðarbæ, Bolungarvík og Súðavíkurhreppi, auk heilsugæslusviðs.
Helstu verkefni og ábyrgð
Viðvera í skólunum, móttaka og viðtöl við nemendur, kennara og skólastjórnendur Skólaskoðanir og bólusetningar Eftirfylgni með nemendum sem þurfa frekari aðstoð og þjónustu Fræðsluskylda í öllum bekkjum skólanna Samvinna við aðra, sem að heilsuvernd og velferð barna koma, eins og lækna, sálfræðinga, geðteymi, skóla- og félagsmálayfirvöld o.s.frv. Almenn störf hjúkrunarfræðings á heilsugæslusviði
Hæfnikröfur
Íslenskt hjúkrunarleyfi Frumkvæði og sjálfstæði í starfi Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum Starfsreynsla við heilsugæslu-, eða skólahjúkrun er æskileg
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Með umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá ásamt fylgibréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu. Ákvörðun um ráðningu í starfið byggist á viðtölum við umsækjendur og innsendum gögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar við ráðningu. Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 250 manns starfa á sjúkra-, heilsugæslu- og hjúkrunarsviði. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum, sem meðal annars sást í að stofnunin var hástökkvari stórra stofnana í könnun um stofnun ársins árið 2019.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 01.03.2021
Nánari upplýsingar veitir
Anette Hansen - anette@hvest.is - 450 4500