A A A

FramkvŠmdastjˇri hj˙krunar

26.09á2019 | Kristjana Milla Snorradˇttir

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 250 manns starfa á sjúkra-, heilsugæslu- og hjúkrunarsviði. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum, sem meðal annars sást í að stofnunin var hástökkvari stórra stofnana í könnun um stofnun ársins árið 2019.

 

Við leitum að metnaðarfullum, jákvæðum og framsýnum leiðtoga til að leiða hjúkrun á stofnuninni. Framkvæmdastjóri hjúkrunar heyrir undir forstjóra og er hluti af framkvæmdastjórn þar sem lögð er áhersla á fagleg vinnubrögð, umbætur í rekstri og ánægju starfsmanna. Framkvæmdastjóri hjúkrunar ber faglega og rekstrarlega ábyrgð á sínu sviði. Starfið veitir tækifæri til að þróa og samhæfa hjúkrun á deildum þvert á sérhæfingu og starfsstöðvar.

 

Það er kraftur í samfélögunum fyrir vestan. Einstök náttúra einkennir svæðið, íþróttalíf er fjölbreytt og gróskumikið menningarstarf fer fram allt árið um kring, sérstaklega á sviði tónlistar. Fjölbreytt atvinnutækifæri eru á svæðinu, og börnin njóta sín í skólunum.

 

Helstu viðfangsefni og ábyrgð

 • Ábyrgð á að móta sýn og markmið hjúkrunar á stofnuninni
 • Virk þátttaka í stefnumótun, markmiðasetningu og árangursmælingum fyrir stofnunina
 • Fagleg forysta í hjúkrun og starfsþróun hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra, sjúkraliða og ófaglærðra í umönnun
 • Samhæfing í hjúkrun á deildum þvert á sérhæfingu og starfsstöðvar
 • Mannaforráð yfir deildarstjórum hjúkrunar og annarra sem heyra beint undir framkvæmdastjóra hjúkrunar
 • Ábyrgð á mannauðsmálum hjúkrunarsviðs í samstarfi við stjórnendur
 • Efling faglegrar þróunar og menntunar heilbrigðisstétta í samvinnu við aðra stjórnendur
 • Er innkaupastjóra til ráðgjafar um kaup á hjúkrunarvörum og tengdum varningi
 • Frumkvæði og virk þátttaka í ýmsum nefndum, teymum og stjórnum, m.a. vegna kjarasamninga, viðbragðsáætlana, öryggismála
 • Gert er ráð fyrir að framkvæmdastjóri hjúkrunar geti sinnt klínískri vinnu að hluta

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Íslenskt hjúkrunarleyfi
 • Viðbótar- eða framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er æskileg
 • Farsæl stjórnunarreynsla
 • Góðir leiðtoga- og samskiptahæfileikar
 • Brennandi áhugi á umbótarstarfi og breytingarstjórnun innan heilbrigðisstofnunarinnar
 • Áreiðanleiki, frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi

Frekari upplýsingar

Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Æskilegt er að störf hefjist 1. janúar 2020 eða eftir nánara samkomulagi. Ráðið er í stöðuna til fimm ára.

 

Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt fylgibréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu. Umsóknum er skilað rafrænt á vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

 

Stöðunefnd framkvæmdastjóra hjúkrunar metur hæfni umsækjenda, skv. 36. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007.

 

Starfshlutfall er 100%.

Umsóknarfrestur er til 14. október 2019.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Gylfi Ólafsson forstjóri í síma 450-4500 og á netfanginu gylfi@hvest.is 

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði.

 

Smelltu hér til að sækja um starfið

 

Vefumsjˇn