Krabbameinsleit
Skipulög leit að forstigum leghálskrabbameins er nú orðið í boði í hverjum mánuði á heilsugæslunni á Ísafirði. Erla Rún Sigurjónsdóttir ljósmóðir sér um skoðanirnar og allar konur sem hafa fengið boð um að mæta í skoðun geta pantað tíma í gegnum skiptiborð sjúkrahússins í síma 450-4500.
Krabbameinsfélagið stendur einnig árlega fyrir krabbameinsleit á Ísafirði. Er þá bæði leitað að forstigum leghálskrabbameins og brjóstakrabbameins. Leitin tekur 4-5 daga.
- Frekari upplýsingar um brjóstakrabbamein má fá í þessum bæklingi um brjóstakrabbamein.
- Spurningar og svör um leghálskrabbamein.