A A A

Ungbarnavernd

Tilgangur ungbarnaverndar er að fylgjast reglulega með heilsu og framförum á þroska barna og veita foreldrum stuðning þannig að börnum séu búin bestu mögulega uppvaxtarskilyrði á hverjum tíma. Fjöldi vitjana á fyrstu mánuðum barnsins er miðaður við þarfir fjölskyldunnar.

Í ungbarnaeftirliti er fylgst með vexti og þroska barnsins frá fæðingu til skólaaldurs og foreldrum veitt fræðsla og ráðgjöf. Hjúkrunarfræðingur vitjar foreldra og barns fyrstu vikurnar eftir fæðingu. Heilsugæslulæknar og hjúkrunarfræðingur sjá um skoðanir og ónæmisaðgerðir í ungbarnaeftirliti en einnig eru öll börn skoðuð af barnalækni á vissum aldursskeiðum.

Vitjanir til barna og komur barna á heilsugæslustöð, fræðsla og ónæmisaðgerðir

Börn eru skoðuð á þeim aldri sem getið er um í töflunni hér fyrir neðan. Þeim er svo fylgt betur eftir ef þörf krefur, annað hvort með vitjunum heim eða komu á heilsugæslustöð. Í hvert skipti sem barn kemur í ungbarnaeftirlit er það viktað, lengd þess og höfuðmál (til 18 mánaða aldurs)ver mæld og niðurstöður færðar inn á vaxtalínurit í heilsufarsskrá.

Eftirlit og ónæmisaðgerðir til 5 ára aldurs


Aldur

Hver / hvar

Fræðsla og ráðgjöf

Ónæmisaðgerðir

7-10 daga H heima Upplýsingar um ung- og smábarnavernd. Brjósta-/pelagjöf. Helstu slysavarnir. Ef reykt er á heimilinu þá frætt um börn og óbeinar reykingar. Barnamappa kynnt og afhent  
2ja-3ja vikna H heima Brjósta-/pelagjöf. Hreyfing og hvíld móður. Líðan foreldra eftir barnsburð Þroski og örvun barns. Nánar um slysavarnir.  
3ja-4ra vikna H heima Kynlíf eftir fæðingu og getnaðarvarnir. Reykingar í umhverfi barns. A og D vítamín.  
6 vikna H og L á hgst. Þroski og örvun barns. Brjósta-/pelagjöf  
9 vikna H heima/á hgst. Upprifjun á fyrri fræðslu eða fræðsla um efni sem ekki vannst tími til áður. Upplýsingar um ónæmisaðgerðir. Líðan foreldra eftir barnsburð.  
3ja mánaða H og L á hgst. Brjósta-/pelagjöf. Þroski og örvun barns. Upplýsingar um aukaverkanir eftir bólusetningu. PaDT + Hib + IPV
5 mánaða H á hgst. Brjósta-/pelagjöf, önnur næring. Svefn og svefnvandamál. Líðan móður. Hreyfiþroski barns. PaDT + Hib + IPV
6 mánaða H og L á hgst. Mataræði. Slysavarnir. Tanntaka. Neis Vac – C
8 mánaða H á hgst. Tannvernd. Mataræði. Þroski og örvun barns. Málörvun. Neis Vac – C
10 mánaða H og L á hgst. Svefn. Agi og ástrík leiðsögn. Skór.  
12 mánaða H á hgst. Þroski og örvun barns. Slysavarnir. PaDT + Hib + IPV
18 mánaða H og L á hgst. Slysavarnir. Hreinlætisvenjur. Agi. Upplýsingar um aukaverkanir eftir bólusetningu. Hreyfing og leikir. Örnun barns. Reykingar og áfengis og vímuefnanotkun í umhverfi barns. MMR
3 ½ árs H og L á hgst. Slysavarnir. Sjónvarpsáhorf. Líkamleg áreitni. Mataræði. Tannvernd. Svefnvenjur. Reykingar og áfengis- og vímuefnanotkun í umhverfi barns.  
5 ára H og L á hgst. Útivist og hreyfing. Slysavarnir PaDT
H = Hjúkrunarfræðingur
L = Læknir
hgst. = Heilsugæslustöð
PaDT + Hib + IPV = Kíkhósti, barnaveiki, stífkrampi, haemophilius nfluenzae b, mænusótt
MMR = Rauðir hundar, mislingar, hettusótt
PaDT = Kíkhósti, barnaveiki, stífkrampi

Tenglar

Vefumsjón