2 1/2 árs skoðun barna
Við viljum minna foreldra á mikilvægi þess að mæta með börnin sín í 2 1/2 árs skoðun.
Flest börn eiga skráðan tíma rúmlega 2 1/2 árs. I 2 1/2 árs skoðun er lagt mat á þroska barnsins, hæð og þyngd barnsins mæld.
Barnið kemur í fylgd með foreldri/forráðamanni í skoðunina. Reynt er að gera viðtalstíma áhugaverðann og auðveldann fyrir barnið. Gera má ráð fyrir að skoðunin taki allt að 45 mín.
Við viljum benda foreldrum að taka ekki systkini með í skoðunina þar sem það getur haft truflandi áhrif á barnið.