A A A

Írorkumat

Örorkumat samkvæmt almannatryggingalögum er tvenns konar. Metin er almenn örorka samkvæmt lífeyristryggingum en læknisfræðileg örorka á grundvelli slysatrygginga almannatrygginga.

Hvernig fer örorkumat fram?

Almenn Örorka
Umsækjandi fyllir út umsóknareyðublað. Læknir umsækjanda fyllir út örorkuvottorð. Þar eiga að koma fram upplýsingar um sjúkdóma eða fötlun, hjúskaparstöðu, menntun og störf umsækjanda, starf maka og fleiri félagsleg atriði.

Tryggingalæknir metur örorku umsækjanda á grundvelli upplýsinga í læknisvottorði.

Við mat eru tekjur síðasta og líðandi árs m.a. hafðar til hliðsjónar, en jafnframt tekið mið af verkkunnáttu, starfsreynslu o.fl.

Gildistími er mismunandi, t.d. eitt ár, þjú ár, fimm ár. Að gildistíma liðnum þarf að fara fram endurmat nema örorkumat sé varanlegt.

Biðtími eftir niðurstöðu mats er allt að sex vikur eftir að umsókn og læknisvottorð hafa borist.

Örorkustig
75% örorka eða meiri: Örorkulífeyrir. Umsækjandi telst alveg eða að mestu óvinnufær.

50 – 65% örorka: Örorkustyrkur. Vinnufærni er talsvert skert eða sjúkdómsástand hefur í för með sér verulegan aukakostnað.

Örorka minni en 50%: Engar örorkubætur.

Greiðsla örorkulífeyris eða örorkustyrks fellur niður við 67 ára aldur og við tekur ellilífeyrir.

Örorka vegna slysa
Slysatryggingar almannatrygginga ná til viðurkenndra vinnuslysa, íþróttaslysa og afleiðinga læknisaðgerða á opinberum stofnunum (en ekki einkastofum lækna). Varanleg örorka vegna slyss er metin þegar sýnt þykir að hinn slasaði nái ekki frekari bata eða heilsu. Metin er svokölluð læknisfræðileg örorka. Stuðst er við staðlaðar örorkumatskröfur, þar sem ákveðnir áverkar eru metnir til örorkustigs í hundraðshlutum. Sams konar áverkar eru metnir til sama hundraðshluta.

Sá slasaði er alla jafna boðaður í viðtal og skoðun til tryggingalæknis en áður þurfa að liggja fyrir nauðsynlegar upplýsingar um afleiðingar slyssins. Í undantekningartilvikum er örorka vegna slysa metin á grundvelli læknisvottorða eingöngu, án skoðunar tryggingalæknis.

Afleiðingar bótaskylds slyss eru einungis metnar, en ekki örorka vegna sjúkdóma sem viðkomandi kann að hafa verið haldinn fyrir slys. Matið er óháð tekjum og félagslegum aðstæðum. Ekki er litið til þess hver áhrif örorkan hefur á getu til að afla tekna.

Biðtími eftir niðurstöðu mats vegna bótaskyldra slysa er 2-4 vikur frá því að læknisskoðun fer fram.

Örorkustig
50% örorka eða meiri: Örorkubætur greiddar mánaðarlega til 67 ára aldurs.

10 – 49% örorka: Eingreiðsla örorkubóta.

9% örorka eða minni: Engar örorkubætur.

Læknadeild Tryggingastofnunar ríkisins annast örorkumat og veitir nánari upplýsingar í síma 560 4420.
Vefumsjˇn