A A A

Rß­leggingar fyrir ver­andi mŠ­ur me­ mja­magrindarˇ■Šgindi

Almennar ráðleggingar

Þegar þú stendur: Stattu alltaf jafnt í báða fætur.

Þegar þú situr: Krossleggðu aldrei fæturna (með annað hnéð yfir hitt). Sittu vel uppi á stólsetunni og hafðu stuðning við hrygginn.

Þegar þú gengur: Hafðu skrefin stutt. Lyftu ekki mjöðminni þegar skref er tekið, heldur beygðu hnéð. Auðveldara verður að muna þetta ef þú notar þröngt (undir)pils.

Þegar þú berð þunga hluti: Reyndu að skipta því sem þú berð þannig að þunginn sé nokkurn veginn jafn í báðum höndum.

Skófatnaður: Notaðu skó með stífum hælkappa og lágum hæl eða flötum sóla. Notaðu ekki háa hæla. Hælkappinn ætti að ná fram á miðjan fót. Gangurinn verður stöðugri og komist verður hjá óþarfa hreyfingu á mjaðmagrindinni. Geri sinadráttur í fótvöðvum vart við sig er rétt að forðast að nota flata sóla, trétöflur, svokallaða jarðskó og útþvælda skó.

Stuðningur: Meðgöngubelti geta í sumum tilfellum verið til hjálpar.

Líkamshreyfing: Forðastu þær hreyfingar sem valda snúningi og skekkju á mjaðmagrindina.

Dæmi

Fara upp í og úr rúminu, inn og út úr bíl: Baklega, beygðu hnén vel, veltu þér á hliðina (slökun mikilvæg). Dragðu beygð hnén að kviðnum og rístu upp frá hlið. Hjálpaðu með höndunum. Haltu lærunum samhliða. Þrýstu hnjánum saman. Sestu niður með þyngdarpunktinn aftarlega, lyftu fótunum samhliða og snúðu þér í sætinu.

Ganga hægt í stigum: Stígðu fyrst með annan fótinn á tröppuna, beygðu hnéð en forðastu að lyfta mjöðminni. Færðu hinn fótinn upp á sömu tröppu og beygðu síðan hnéð og færðu fótinn upp á næstu tröppu o.s.frv.

Sitja við vinnu: Sveiflaðu fótunum sem minnst, reyndu að hreyfa líkamann eins og hnén væru föst saman.
Vefumsjˇn