A A A

Endurnřjun lyfse­la

 

Frá og með mánudeginum 29. apríl 2019 eru tvær leiðir til að endurnýja lyfseðla hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða:

 

1. Heilsuvera

Á vefnum heilsuvera.is er hægt að endurnýja lyfseðla fljótt og hvenær sem er, með rafrænum skilríkjum. Einfaldar leiðbeiningar er að finna á YouTube. Fólk er hvatt til að nýta þessa leið.

 

2. Endurnýjun í síma

Virka daga milli kl. 10:00 til 11:00 er hægt að hringja í 450-4500 og velja 3.Einungis er hægt að endurnýja lyf sem fólk hefur áður fengið skrifað upp á hjá læknum Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

 

Í gegnum síma er ekki hægt að sækja um lyfjaendurnýjun á svefnlyfjum, sterkum verkjalyfjum, róandi lyfjum, metýlfenídatlyfjum og öðrum eftirritunarskyldum lyfjum. Þess í stað þarf að panta símatíma/viðtal hjá lækni.

 

Við úrvinnslu umsókna ganga umsóknir af Heilsuveru fyrir.

 

Fólk er hvatt til að sýna fyrirhyggju og óska eftir endurnýjun lyfja í tíma.

Við reynum að afgreiða beiðnir samdægurs, en annars innan tveggja virkra daga.

Vefumsjˇn