Krabbameinsleit
Nú er krabbameinsleit komin yfir til heilsugæslunnar. Árleg brjóstaskoðun fer fram á landsbyggðinni eins og fram kemur á vefsíðu heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Búið er að setja inn tímasetningar fyrir skipulagða leit á nokkrum stöðum úti á landi og enn á eftir finna tímasetningar fyrir fleiri staði á landinu sem von er á eftir sumarið. Við munum setja inn upplýsingar um leið og þær berast til okkar.
Hægt að lesa meira á heimasíðu heilsugæslunnar á www.heilsugaeslan.is
Skipulög leit að forstigum leghálskrabbameins er framkvæmd á heilsugæslunni á Ísafirði. Erla Rún Sigurjónsdóttir ljósmóðir sér um skoðanirnar og allar konur sem hafa fengið boð um að mæta í skoðun geta pantað tíma í gegnum skiptiborð sjúkrahússins í síma 450-4500.
- Frekari upplýsingar um brjóstakrabbamein má finna hér: í þessum bæklingi frá landlækni um brjóstakrabbamein.
- Frekari upplýsingar um leghálskrabbamein má finna hér: Skimun vegna frumubreytinga í leghálsi.
Polskie
Badanie przesiewowe w kierunku raka piersi
Badanie przesiewowe w kierunku zmian komórkowych szyjki macicy
English
Screening for abnormal cells in the cervix