A A A

Samfélagssmit 0,4% į noršanveršum Vestfjöršum

19.04 2020 | Gylfi Ólafsson
Frį skimun į Ķsafirši
Frį skimun į Ķsafirši
1 af 2
Skimað var fyrir Covid-19 veirunni á norðanverðum Vestfjörðum í liðinni viku í samstarfi Íslenskrar erfðagreiningar og Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Af 1713 sýnum eru 6 jákvæð eða tæplega 0,4%. Enn á eftir að greina nokkur sýni til viðbótar en ósennilegt er að þau breyti niðurstöðunni svo nokkru muni. Um þriðjungur íbúa á svæðinu komu til skimunar. 
 
Nokkur fjöldi fólks hefur farið í sóttkví í kjölfar þessara smita. Unnið er að smitrakningu í smitrakningarteymi í Reykjavík og héraði. Því mun ljúka í dag, sunnudag. 
 
„Þessar frábæru niðurstöður sýna að smitrakningin hefur verið að virka. Við höfum fundið fólkið sem er lasið og fólkið með veiruna hefur komið til okkar í sýnatöku. Þessar lágu tölur sýna að heilbrigðisstofnunin og samfélagið allt hefur staðið sig með miklum sóma,“ segir Súsanna Björg Ástvaldsdóttir umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum. 
 
„Síðustu daga hafa Vestfirðingar borið stóran hluta allra smita á landsvísu. Vonandi erum við smám saman að ná tökum á þessu hér við Djúp. Björninn er samt ekki unninn og við þurfum enn að halda fjarlægð, þvo og spritta hendur og fylgja öllu því sem búið er að kenna okkur síðustu vikurnar,“ segir Gylfi Ólafsson forstjóri. 
 
Skimað verður fyrir veirunni á Patreksfirði á fimmtudag 23. apríl og föstudag 24. apríl. Nánari upplýsingar um það eru á vef stofnunarinnar.
 
Upplýsingafundur var haldinn á Facebook með Bolvíkingum á föstudaginn var. Á mánudag kl. 15:00 verður sambærilegur fundur sendur út fyrir íbúa Ísafjarðarbæjar

Covid-skimun į Patreksfirši 23. og 24. aprķl

19.04 2020 | Gylfi Ólafsson
1 af 2
Ponizej po Polsku
English below
 
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu, stendur fyrir skimun á Patreksfirði fyrir Covid-19 smiti 23. og 24. apríl. 
 
Skimað verður í félagsheimilinu. Aðkoma er merkt á korti, en einstefna er inn og út úr húsinu til að halda 2 metra fjarlægð. 
 
Skimunin er fyrir einstaklinga sem ekki finna fyrir einkennum og er ókeypis. Einstaklingar í sóttkví eða einangrun skulu halda sig heima. Þeir sem finna til einhverra einkenna skulu hafa samband við 450-2000 til að fá tíma í sýnatöku hjá heilbrigðisstofnuninni.
 
Heilbrigðisstarfsfólk tekur sýni úr bæði hálskoki og nefkoki. Niðurstaða greiningarinnar verður birt á vefnum heilsuvera.is og hringt er í alla sem reynast bera smit.
 
Bóka þarf tíma á vef Íslenskrar erfðagreiningar, https://bokun.rannsokn.is/. Opnað verður fyrir bókanir þegar nær dregur. Best er að nota rafræn skilríki en hægt er einnig að nota kennitölu og símanúmer.
 

English

Íslensk erfðagreining (deCODE genetics) is screening for COVID-19 in the general population in Patreksfjörður and surroundings.
 
The objective is to learn about community spread of the virus. The testing is free of charge. You can register by visiting https://bokun.rannsokn.is/. The site accepts booking a few days in advance. Electronic ID or kennitala and telephone number are needed to register. 
 

Polski

Íslensk erfðagreining (deCODE genetics) i Instytut Zdrowia Westfjords prowadzą badania na Islandii, testując COVID-19. Zostanie przetestowany na Patreksfjordur w dniach 23 i 24 kwietnia.
Celem badania jest poznanie sposobu rozprzestrzeniania się wirusa w społeczności.
Testowanie jest bezpłatne. Możesz się zarejestrować, odwiedzając stronę internetową: https://bokun.rannsokn.is/. Rezerwacje wkrótce się otwierają. Konieczne jest posiadanie dowodu osobistego lub numeru ubezpieczenia społecznego i numeru telefonu.

Lausir tķmar ķ skimun föstudaginn 17. aprķl

16.04 2020 | Sigrķšur Lįra Gunnlaugsdóttir

Vegna góðrar aðsóknar í skimun Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og Íslenskrar erfðagreiningar hefur tekist að bæta við nokkrum tímum. Skimunin er fyrir einstaklinga sem ekki finna fyrir einkennum og er ókeypis. Einstaklingar í sóttkví eða einangrun skulu halda sig heima. Þeir sem finna til einhverra einkenna skulu hafa samband við 450-4500 til að fá tíma í sýnatöku hjá heilbrigðisstofnuninni.

 

Heilbrigðisstarfsfólk tekur sýni úr bæði hálskoki og nefkoki. Niðurstað greiningarinnar verður birt á vefnum heilsuvera.is og hringt er í alla sem reynast bera smit.

 

Bóka þarf tíma á vef Íslenskrar erfðagreiningar, https://bokun.rannsokn.is/.

 

Best er að nota rafræn skilríki en hægt er einnig að nota kennitölu og símanúmer.

 

Skimað verður á sunnanverðum Vestfjörðum á næstu dögum eða vikum.

Stöšufundir um covid-19 fyrir ķbśa į noršanveršum Vestfjöršum

16.04 2020 | Sigrķšur Lįra Gunnlaugsdóttir

 

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Bolungarvík, Ísafjarðarbær og lögreglan á Vestfjörðum halda stöðufund um covid 19 fyrir íbúa í Ísafjarðarbæ og Bolungarvík á næstu dögum. Fundirnir verða sendir út á facebook og á þeim verður farið yfir stöðuna og spurningum svarað. 

 

Bolungarvík:

Fundur verður haldinn föstudaginn 17. apríl kl. 15. Gerður hefur verið viðburður á Facebook fyrir Bolungarvík hér. Þar verður fundurinn sendur út beint. Hægt er að senda fyrirspurnir inn á fundinn en best væri að senda þær inn fyrir fund þannig að hægt verði að undirbúa svör. Fyrirspurnir eru sendar inn í gegnum síðuna/viðburðinn á facebook.

 

Dagskrá fundar í Bolungarvík:

1. Framsöguerindi:

  • Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri
  • Gylfi Ólafsson forstjóri Hvest
  • Súsanna Björg Ástvaldsdóttir yfirlæknir heilsugæslu Hvest
  • Karl Ingi VIlbergsson lögreglustjóri

2. Umræður og fyrirspurnir

 

Ísafjarðarbær

Fundur verður haldinn mánudaginn 20. apríl kl. 15.  Gerður hefur verið viðburður á Facebook fyrir Ísafjarðarbæ hér. Þar verður fundurinn sendur út beint. Hægt er að senda fyrirspurnir inn á fundinn en best væri að senda þær inn fyrir fund þannig að hægt verði að undirbúa svör. Fyrirspurnir eru sendar inn í gegnum síðuna/viðburðinn á facebook.

 

Dagskrá fundar í Ísafjarðarbæ:

1. Framsöguerindi

  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Gylfi Ólafsson forstjóri Hvest
  • Súsanna Björg Ástvaldsdóttir yfirlæknir heilsugæslu Hvest
  • Karl Ingi Vilbergsson lögreglustjóri lögreglunnar á Vestjörðum

2. Umræður og fyrirspurnir

 

Íbúar í Bolungarvík og Ísafjarðarbæ eru hvattir til að taka þátt. Upplýsingaflæði er sterkt vopn í baráttunni við veiruna og við erum jú öll almannavarnir.

Skimun hafin į Ķsafirši og Bolungarvķk

15.04 2020 | Sigrķšur Lįra Gunnlaugsdóttir

Hafin er skimun fyrir Covid-19 veirunni meðal íbúa á norðanverðum Vestfjörðum. Skimunin sem er samstarfsverkefni Íslenskrar erfðagreiningar og Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, stendur í þrjá daga og lýkur föstudaginn 17. apríl.

 

Sýnin eru tekin við Björgunarsveitarhúsið í Bolungarvík og á Ísafirði í Kampaskemmunni, Crossfitstöðinni, skoðunarstöð Frumherja og við kjallara sjúkrahússins í Ísafirði.

 

Góð þátttaka er hér á svæðinu og bókaðist fljótt í flesta tíma. Enn eru örfáir tímar lausir, skráning fer fram á bokun.rannokn.is. Ahugið að skimunin er fyrir einstaklinga sem ekki finna fyrir einkennum og er ókeypis. Einstaklingar í sóttkví eða einangrun skulu halda sig heima.

 

Verkefnið er unnið af starfsfólki Hvest ásamt sjálfboðaliðum. Meðfylgjandi eru myndir sem Haukur Sigurðsson tók á skimunarstöðum á Ísafirði á miðvikudagsmorgun.

Vefumsjón