Covid-skimun á Patreksfirði 23. og 24. apríl
English
Polski
Lausir tímar í skimun föstudaginn 17. apríl
Vegna góðrar aðsóknar í skimun Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og Íslenskrar erfðagreiningar hefur tekist að bæta við nokkrum tímum. Skimunin er fyrir einstaklinga sem ekki finna fyrir einkennum og er ókeypis. Einstaklingar í sóttkví eða einangrun skulu halda sig heima. Þeir sem finna til einhverra einkenna skulu hafa samband við 450-4500 til að fá tíma í sýnatöku hjá heilbrigðisstofnuninni.
Heilbrigðisstarfsfólk tekur sýni úr bæði hálskoki og nefkoki. Niðurstað greiningarinnar verður birt á vefnum heilsuvera.is og hringt er í alla sem reynast bera smit.
Bóka þarf tíma á vef Íslenskrar erfðagreiningar, https://bokun.rannsokn.is/.
Best er að nota rafræn skilríki en hægt er einnig að nota kennitölu og símanúmer.
Skimað verður á sunnanverðum Vestfjörðum á næstu dögum eða vikum.
Stöðufundir um covid-19 fyrir íbúa á norðanverðum Vestfjörðum
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Bolungarvík, Ísafjarðarbær og lögreglan á Vestfjörðum halda stöðufund um covid 19 fyrir íbúa í Ísafjarðarbæ og Bolungarvík á næstu dögum. Fundirnir verða sendir út á facebook og á þeim verður farið yfir stöðuna og spurningum svarað.
Bolungarvík:
Fundur verður haldinn föstudaginn 17. apríl kl. 15. Gerður hefur verið viðburður á Facebook fyrir Bolungarvík hér. Þar verður fundurinn sendur út beint. Hægt er að senda fyrirspurnir inn á fundinn en best væri að senda þær inn fyrir fund þannig að hægt verði að undirbúa svör. Fyrirspurnir eru sendar inn í gegnum síðuna/viðburðinn á facebook.
Dagskrá fundar í Bolungarvík:
1. Framsöguerindi:
- Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri
- Gylfi Ólafsson forstjóri Hvest
- Súsanna Björg Ástvaldsdóttir yfirlæknir heilsugæslu Hvest
- Karl Ingi VIlbergsson lögreglustjóri
2. Umræður og fyrirspurnir
Ísafjarðarbær
Fundur verður haldinn mánudaginn 20. apríl kl. 15. Gerður hefur verið viðburður á Facebook fyrir Ísafjarðarbæ hér. Þar verður fundurinn sendur út beint. Hægt er að senda fyrirspurnir inn á fundinn en best væri að senda þær inn fyrir fund þannig að hægt verði að undirbúa svör. Fyrirspurnir eru sendar inn í gegnum síðuna/viðburðinn á facebook.
Dagskrá fundar í Ísafjarðarbæ:
1. Framsöguerindi
- Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
- Gylfi Ólafsson forstjóri Hvest
- Súsanna Björg Ástvaldsdóttir yfirlæknir heilsugæslu Hvest
- Karl Ingi Vilbergsson lögreglustjóri lögreglunnar á Vestjörðum
2. Umræður og fyrirspurnir
Íbúar í Bolungarvík og Ísafjarðarbæ eru hvattir til að taka þátt. Upplýsingaflæði er sterkt vopn í baráttunni við veiruna og við erum jú öll almannavarnir.
Skimun hafin á Ísafirði og Bolungarvík
Hafin er skimun fyrir Covid-19 veirunni meðal íbúa á norðanverðum Vestfjörðum. Skimunin sem er samstarfsverkefni Íslenskrar erfðagreiningar og Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, stendur í þrjá daga og lýkur föstudaginn 17. apríl.
Sýnin eru tekin við Björgunarsveitarhúsið í Bolungarvík og á Ísafirði í Kampaskemmunni, Crossfitstöðinni, skoðunarstöð Frumherja og við kjallara sjúkrahússins í Ísafirði.
Góð þátttaka er hér á svæðinu og bókaðist fljótt í flesta tíma. Enn eru örfáir tímar lausir, skráning fer fram á bokun.rannokn.is. Ahugið að skimunin er fyrir einstaklinga sem ekki finna fyrir einkennum og er ókeypis. Einstaklingar í sóttkví eða einangrun skulu halda sig heima.
Verkefnið er unnið af starfsfólki Hvest ásamt sjálfboðaliðum. Meðfylgjandi eru myndir sem Haukur Sigurðsson tók á skimunarstöðum á Ísafirði á miðvikudagsmorgun.