A A A

Skimun gengiđ vel á Patreksfirđi

24.04 2020 | Sigríđur Lára Gunnlaugsdóttir

 

Skimun Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða fyrir Covid-19 smiti, í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu, hefur farið fram á Patreksfirði fimmtudag og föstudag. Skimunin fór fram í félagsheimilinu og var þátttakendum beint um húsið í samræmi við sóttvarnarreglur. Þátttaka hefur verið mjög góð, rúmlega 400 sýni hafa verið tekin á þessum tveimur dögum og komust færri að en vildu.

 

Sýnatakan er unnin af starfsfólki Hvest á Patreksfirði, hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum/sjúkraliðanemum. Tekin eru sýni bæði úr nefkoki og hálskoki.

 

Hringt er í þá sem reynast bera smit ef einhverjir verða. Aðrir geta séð sína niðurstöðu inn á mínar síður á heilsuvera.is

Heildarniðurstöður úr skimuninni eru væntanlegar eftir helgi.

 

Meðfylgjandi eru myndir frá skimuninni.

 

Nokkrar myndir um ţróun Covid-19 á Vestfjörđum

21.04 2020 | Gylfi Ólafsson
 
Í gær var boðuð aflétting á höftum frá og með 27. apríl á Flateyri, Suðureyri, Súðavík og Þingeyri. Áfram verða hömlur á samskiptum fólks, skólahaldi og atvinnurekstri á Ísafirði, Hnífsdal og Bolungarvík um óákveðinn tíma. 
 
Hér á eftir koma fimm myndir sem varpa ljósi á stöðu mála. Sjá nótur um aðferðafræði neðst. 
 
Fyrsta myndin sýnir virk smit, fjölda sjúklinga sem hefur batnað og fjöldi sem hefur látist frá 27. mars til dagsins í gær. Á myndinni sést að virkum smitum fjölgaði hægt fram til 2. apríl þegar hópsmit kom upp og í kjölfarið hækkaði talan hratt. Nú á síðustu dögum hefur fólki sem fyrst smitaðist verið að batna, og er því hægt að vonast til þess að hápunkti sé náð í bili og bláa línan fari niður á við héðan í frá. 

 
Á mynd númer tvö eru virk smit sýnd á mynd með virkum smitum á landsvísu. Þar sést hversu langt faraldurinn var genginn á landsvísu áður en hann náði sér á strik á Vestfjörðum. Um tveggja vikna munur er á toppunum tveimur. 

 
Þriðja myndin sýnir uppsafnaðan fjölda smita eftir bæjarfélögum. Bolungarvík og Ísafjörður (vel að merkja ekki Ísafjarðarbær, heldur Ísafjörður og Hnífsdalur) bera þar höfuð og herðar yfir aðra staði á kjálkanum, bæði þegar allur faraldurinn er tekinn til og síðustu tvær vikur.

 
Fjórða myndin bregður þessum smitum í samhengi við íbúafjölda. Nálega 6% Bolvíkinga hafa sýkst af Covid-19, rúmlega 1% Ísfirðinga en nær engir í öðrum bæjum. Á landsvísu hefur um hálft prósent landsmanna sýkst. 

 
Fimmta myndin sýnir svo hlutfall Vestfirðinga af nýgreindum smitum. Nokkra daga hafa Vestfirðingar haft stóran hluta nýrra smita, sérstaklega 10. apríl og eftir það. Þann 19. apríl greindust bæði smit dagsins á Vestfjörðum. Til samanburðar er hlutfall Vestfirðinga af heildaríbúafjölda landsins sett inn á myndina. 

 
Um aðferðafræði
Ekki er fullkomið samræmi milli mynda hvað tölur varðar. Mismunur milli lögheimilis og dvalarstaðar er algengasta ástæða þess. Þá liggja gögn ekki alltaf fyrir niður á rétta dagsetningu. Einnig eru heilbrigðisumdæmi og lögregluumdæmi ekki þau sömu, sem getur skapað ósamræmi. Reynt hefur verið að minnka þetta. 
 
Þá er hægt að benda á, að atvinnusóknarsvæðið er eitt og hið sama. Mörg smit eiga rót sína á vinnustöðum. Það er því ekki það sama að líta á lögheimili eða dvalarstað eða stað þar sem smitið átti sér stað.

Gjafir til starfsmanna

21.04 2020 | Sigríđur Lára Gunnlaugsdóttir
1 af 3

 

Frá því Covid-19 faraldurinn kom upp hefur verið mikið álag á starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða líkt og á öðrum heilbrigðisstarfsmönnum. Frá byrjun hefur verið unnið eftir nýjum reglum sem miðast að því að minnka samskipti til að varna því að smit breiðist út. Reglurnar breyttust og urðu strangari eftir því sem leið á faraldurinn. Þegar smit bárust svo vestur var það af miklum þunga og álag á starfsfólk jókst gríðarlega. Nokkur fjöldi starfsmanna stofnunarinnar datt úr vinnu vegna smita og sóttkvía og ómetanleg aðstoð bakvarða hefur hjálpað starfsfólki að halda stofnuninni gangandi á þessum erfiðu tímum. 

 

Það er ekki einungis faglært fólk sem kemur með þyrlu að sunnan til að hjálpa.  Bæjarbúar hafa einnig stokkið til og komið til vinnu. Þau eru fjölmörg handtökin sem vinna þarf og störfin margvísleg. Aukinn fjölda þarf í umönnun þar sem vaktakerfi breytast, ræstingar eru stórauknar og þrif með öðrum hætti en áður. Umsýsla ýmiskonar og aðföng eru margfalt meiri en á venjulegum dögum og með færri komum á heilsugæslu aukast til muna samskipti á neti og í síma og þeim þarf að sinna. Starfsfólki hefur því fjölgað og vinnudagur margra er langur sem síðan krefst aukinnar vinnu launadeildar.

 

Heilbrigðisstofnun er eins og maskína þar sem allir hlutar þurfa að vera í lagi til að starfsemin gangi upp. Með góðri skipulagningu stjórnenda og eljusemi allra starfsmanna hefur það tekist hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða síðustu vikur.

Starfsmenn hafa fundið hlýhug og þakklæti víða frá. Bæjarbúar sýna það með ýmsu móti. Kvenfélagið Hvöt, einstaklingar og ýmis fyrirtæki hafa sent gjafir sem sannarlega hafa komið sér vel þegar vinnudagur lengist og kaffi og matartímar eru teknir á hlaupum. 

Þökkum við kærlega fyrir okkur. 

 

Þau fyrirtæki sem stutt hafa starfið eru:

Hamraborg

Jakob Valgeir

Bónus Ísafirði

Góa

Kaffitár

Ölgerðin

Sóley Organics

Nói Siríus

Lava Cheese

Socks2Go

Bioeffect

Fitness Sport

Breytingar á takmörkunum vegna Covid-19

20.04 2020 | Gylfi Ólafsson

Ponizej po Polsku
English below

 

Aðgerðastjórn almannavarna á Vestfjörðum hefur ákveðið í samráði við sóttvarnalækni, landlækni og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra næstu skref í afléttingu takmarkana.

 

Ísafjörður, Bolungarvík og Hnífsdalur

Takmarkanir sem settar voru 1. apríl verða enn óbreyttar eftir 26. apríl um óákveðinn tíma.

Síðustu vikuna hefur stór hluti þeirra smita sem greinst hafa á landinu verið á Vestfjörðum. Umdæmið sker sig nú úr á landsvísu bæði vegna fjölda dauðsfalla og fjölda smitaðra. Smitin eru þó nær eingöngu í Bolungarvík og á Ísafirði. Í skimun fyrir sjúkdómnum komu upp tilfelli sem ekki áttu sér skýra smitsögu.

 

Dýrafjörður, Önundarfjörður, Súgandafjörður og Súðavíkurhreppur
Sérstakar takmarkanir sem settar voru á 5. apríl falla úr gildi. Áfram gilda sömu takmarkanir og á landsvísu. Þar sem bæirnir eru hluti af atvinnusóknarsvæði norðanverðra Vestfjarða, hvetjum við fólk þó áfram til að fara með sérstakri gát.

 

Næstu skref
Aðgerðastjórn almannavarna fundar á degi hverjum og metur stöðuna og þörfina fyrir hertum aðgerðum. Búast má við að tekin verði frekari ákvörðun á grundvelli niðurstaðna úr sýnatökum og smitrakningu í byrjun næstu viku.

Tilkynning verður gefin út um leið og ástæða er til.

 

Zmiany w ograniczeniach z powodu Covid-19

Wydział Ochrony Ludności i Zarządzania na Fiordach Zachodnich w porozumieniu z Szefem Epidemiologii oraz Wydziałem Ludności i Zarządzania Kryzysowego w Kraju podjeli następne kroki w zniesieniu ograniczeń.

 

Ísafjörður, Bolungarvík, Hnífsdalur

Ograniczenia które zostały ustalone 31. Marca i 1. Kwietnia pozostają bez zmian po 26. kwietnia na czas nieokreślony.
W ubiegłych tygodniach duża część zakażeń wykrytych w kraju miała miejsce na Fiordach Zachodnich. Obszar wyróżnia się obecnie na poziomie krajowym zarówno względem liczby zgonów, jak i liczy zarażonych osób. Jednak zakażenie występuje prawie i wyłącznie w Bolungarvíku i Ísafjörður. W badaniach pod kątem choroby zdarzały się przypadki, które nie miały wyraźnej historii zarażeń.

 

Flateyri, Suðureyri, Súðavík, Þingeyri
Szczegółowe ograniczenia które zostały wydane 5. kwietnia zostają odwołane. Lecz nadal obowiązują ogólne zalecenia i ograniczenia, te same co na terenie całego kraju . Ponieważ miasta są częścią miejsc prac na Fiordach Zachodnich, zachęcamy nadal ludzi o szczególną ostrożność.
Następne kroki

 

Nie podjęto jeszcze żadnych decyzji o ograniczeniach które mają wejść 4. maja. Ewolucja pandemii w sumie zadecyduje o tym czy będzie można iść za krajem jak zostaną zmniejszone ograniczenia, nie można wykluczyć tego że ograniczenia będą zmniejszane wolniej niż w innych miejscowościach.

 

Wydział Ochrony Ludności i Zarządzania spotyka się codziennie, aby ocenić status i potrzebę zahartowanych operacji. Można oczekiwać dalszych decyzji na podstawie wyników próbkowania i śledzenia infekcji na początku przyszłego tygodnia.

Powiadomienie zostanie wydane, gdy tylko będzie taka potrzeba.

 

Changes in restrictions imposed due to Covid-19 in the Westfjords

Restrictions were put in place 1st April and 5th April. These applied to, among other things, schools, gatherings of all kinds and the operation of shops in the Westfjords.

 

For Flateyri, Suðureyri, Súðavík and Þingeyri, these restrictions will be lifted in the morning of 27th April. Nationwide restrictions still apply.

 

For Bolungarvík, Hnífsdalur and Ísafjörður, restrictions will still apply until further notice. A large proportion of confirmed cases nationwide have been in these towns, requiring the prolongation of the restrictions.

Annađ andlát á Bergi

20.04 2020 | Gylfi Ólafsson
Kona sem bjó á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík lést í gær 19. apríl. Hún var á níræðisaldri og var smituð af Covid-19. Þetta er annað andlátið á Bergi sem tengt er farsóttinni. 
 
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða vottar aðstandendum samúð. Starfmönnum og heimilisfólki óskum við skjóts bata og samfélaginu þökkum við aðstoð og velvilja. Heimilið er enn að langmestu leyti rekið af fólki úr bakvarðasveitum. 
Vefumsjón