A A A

Tvćr stöđur sálfrćđinga hjá Heilbrigđisstofnun Vestfjarđa

24.05 2018 | Hörđur Högnason

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða auglýsir til umsóknar tvær stöður sálfræðinga við heilsugæslu stofnunarinnar.  Verið er að efla geðheilbrigðisþjónustuna í anda Geðheilbrigðisáætlunar Velferðarráðuneytisins til 2020. Æskilegt er að viðkomandi sálfræðingar geti hafið störf sem fyrst, eða samkvæmt samkomulagi.

 

Um er að ræða tvær stöður í 75% starfshlutfalli, annars vegar við greiningu og meðferð barna og ungmenna að 18 ára aldri og svo hins vegar fyrir fullorðna frá 18 ára aldri. Báðir vinna eftir forgangsröðun m.t.t. til eðli vanda og veikinda. Forgangsröðun tekur mið af staðbundnum aðstæðum og er gerð í samvinnu við geðheilsuteymi heilsugæslunnar. Aðalstarfsstöðin er á Heilsugæslunni Ísafirði, en gert ráð fyrir móttöku sálfræðings í 2-3 daga í hverju mánuði á Heilsugæslunni á Patreksfirði, sem starfandi sálfræðingar sinna til skiptis.

Boðið er upp á aðstöðu fyrir viðkomandi sálfræðinga til þess að sinna sjálfstæðri klínískri móttöku í 20% starfi.

 

Helstu viðfangsefni og ábyrgð:

 • Sálfræðingar starfa í náinni samvinnu með læknum og hjúkrunarfræðingum heilsugæslunnar, sem og við skóla og félagsþjónustu á viðkomandi svæði. Mikið samstarf er einnig við Barna-og Unglingageðdeild Landspítalans.
 • Tilvísun frá lækni er skilyrði fyrir þjónustu sálfræðings.
 • Í starfinu felst móttaka sjúklinga á heilsugæslustöðinni á Ísafirði og Patreksfirði.
 • Starfar sjálfstætt og í þverfaglegu teymi með sjúklinga og við uppbyggingu geðheilbrigðisþjónustu á Vestfjörðum.
 • Næsti yfirmaður er yfirlæknir heilsugæslu.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Hafa lokið klínísku námi í sálfræði og hafa starfsleyfi frá Embætti landlæknis.
 • Hafa þekkingu og reynslu á gagnreyndum aðferðum.
 • Hafa reynslu af greiningu og meðferð annars vegar barna og hins vegar fullorðinna með geðrænan vanda.
 • Viðkomandi þarf að búa yfir mjög góðum samskiptahæfileikum, vera jákvæður og sýna öðrum virðingu í hvívetna.
 • Hafa áhuga, getu og faglegan metnað til að bæði starfa sjálfstætt og í teymi.
 • Hafi góða almenna tölvukunnáttu.
 • Íslenskukunnátta er skilyrði
 • Hafa áhuga á þróun og uppbyggingu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða

 

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi milli fjármálaráðherra og Sálfræðingafélag Íslands og stofnanasamningi Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

Nánari upplýsingar um starfið veitir María Ólafsdóttir yfirlæknir heilsugæslu HVest, mariao@hvest.is  eða í s: 450 4500.  

Umsóknarfrestur er til og með 18. júní 2018. Í umsóknum skal taka fram hvort viðkomandi sæki um stöðu fyrir meðferð á börðnum eða fullorðna. Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá ásamt staðfestu afrit af opinberu starfsleyfi og skilað rafrænt á netfangið; mariao@hvest.is .

NEOPUFF OG FLEIRI TĆKI

15.05 2018 | Hörđur Högnason

Á Fæðingadeild HVEST á Ísafirði er nú komin í brúk Neopuff öndunarvél fyrir nýbura. Um er að ræða súrefnisblandara og tæki sem dælir lofti í nýburann undir jöfnum þrýstingi, en með handstjórn á magni loftsins í stað þess að gera það með öndunarbelg. Tækið er mjög auðvelt í notkun og til mikilla þæginda, þegar hjálpa þarf nýbura með fyrstu andartökin.

 

Tækið er gefið af Oddfellowstúkunni nr. 6, Gesti á Ísafirði. Fleiri tæki sem stúkan gefur hafa verið að koma í hús undanfarið. Má þar nefna 2 vökvadælur á Bráðadeildina, handhægan CRP mæli fyrir vaktlækni Heilsugæslunnar, háa, rafdrifna göngugrind fyrir Endurhæfingardeildina og von er á lyfjameðferðarstól og borði fyrir Bráðadeildina. Við á HVEST erum innilega þakklát fyrir þessa rausn og þann hlýhug í okkar garð, sem Oddfellowstúkan sýnir með þessum gjöfum.

Nýr yfirmatráđur ráđin á HVEST Ísafirđi

7.05 2018 | Hörđur Högnason
Gestur Ívar Elíasson
Gestur Ívar Elíasson

Gestur Ívar Elíasson hefur verið ráðinn yfirmatráður HVEST frá og með 1. ágúst n.k. Hann tekur við af Birgi Jónssyni, sem hefur stýrt eldhúsum HVEST hvellum rómi og af myndarbrag í 21 ár. Gestur Ívar hefur verið hægri hönd og staðgengill Birgis s.l. 16 ár. Hann er kjötiðnaðarmaður og matartæknir að mennt, með langa og víðtæka reynslu við fagmeðhöndlun matvæla, matreiðslu og framreiðslu matar.

 

Um leið og Gestur er boðinn velkominn í nýtt starf, þá er Birgi þakkað fyrir afskaplega skemmtilegt og fræðandi samstarf í 2 áratugi. Hans verður sárt saknað þegar hann hættir síðsumars.

 

Þó Gestur eigi ekki eftir að galdra fram góðan mat á jafn hljómmikinn og ærslafullan hátt og Birgir, þá gefur hann Birgi ekkert eftir í eldamennskunni með sínu rólynda og elskulega fasi.

Kristín Björg Albertsdóttir, forstjóri, lćtur af störfum

7.05 2018 | Hörđur Högnason
Kristín Björg Albertsdóttir
Kristín Björg Albertsdóttir

Kristín Björg Albertsdóttir, forstjóri HVEST, lætur af störfum 1. júlí n.k. Hún tók við af Þresti Óskarssyni 1. nóvember 2016 og hafði áður verið forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Óhætt er að segja að starf hennar hér hafi verið viðburðaríkt, mjög annasamt og erfitt. Það vildi okkur á HVEST þó til happs, að Kristín er vel menntaður reynslubolti, afskaplega vinnusöm og nákvæm í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Tók hún af festu á mörgum erfiðum málum, sem þurftu úrlausnar við. Stofnunin var óheppin með ráðningar á fjármálastjórum, sem olli því að Kristín þurfti lengi vel sinna því starfi líka, á sama tíma og mikil endurskoðun átti sér stað á rekstri stofnunarinnar. Þá þurfti nýráðinn mannauðsstjóri einnig að hætta af fjölskylduástæðum, en Framkvæmdastjórn hafði bundið miklar vonir við það nýja starf. Kristín kann þá list, að slaka á og róa huga og hönd með þeim aðferðum sem jóga og hugleiðsla kenna. Það hlýtur að koma í góðar þarfir í dagsins önn.   

 

Það verður sjónarsviptir af Kristínu, enda erfitt að fylla það skarð, sem hún skilur eftir sig. Er henni þakkað af alhug fyrir samstarfið á HVEST og óskað allra heilla í framtíðinni. Kristín hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Sólheima í Grímsnesi og hlakkar til að takast á við ný verkefni á þeim góða stað.

Nýr mannauđs- og rekstrarstjóri ráđinn

7.05 2018 | Hörđur Högnason
Hjalti Sölvason, mannauđs- og rekstrarstjóri
Hjalti Sölvason, mannauđs- og rekstrarstjóri

Hjalti Sölvason hefur verið ráðinn mannauðs- og rekstrarstjóri HVEST til 1 árs frá 14. maí n.k. Kemur hann í stað Önnu Grétu Ólafsdóttur, sem þurfti að láta af störfum eftir stutta viðveru á Ísafirði af fjölskylduástæðum.

 

Hjalti er kerfisfræðingur að mennt, með MBA gráðu í viðskiptafræði frá Edinborgarháskóla og próf í verðbréfaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík, auk annars. Hann hefur víðtæka reynslu í ráðgjafar-, stjórnunar- og mannauðstörfum tengdum menntun sinni, nú síðast sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi á sviði sölu, markaðs- og rekstrarmála erlendis.

 

Fyrir utan mannauðsmálin, mun Hjalti taka að sér nýtt starf rekstrarstjóra stoðdeilda HVEST og annarra starfssviða, sem áður heyrðu undir fjármálastjóra.

 

Hjalti er boðinn velkominn til starfa og hlökkum við til að fá til liðs við okkur mann með hans víðtæku reynslu.

Vefumsjón