A A A

Aflétting heimsóknarbanns

28.05 2020 | Sigríđur Lára Gunnlaugsdóttir

 

Hægt og rólega er starfsemi Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða að komast aftur í eðlilegt horf. Það gleður okkur sérstaklega að nú styttist í afléttingu heimsóknarbanns á deildum og hjúkrunarheimilum stofnunarinnar. Þar sem norðursvæði Vestfjarða kom verr út úr faraldrinum verða tilslakanir viku seinna á ferðinni þar en á suðursvæði. 

Heimsóknarbanni verður aflétt að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og ef allt gengur vel. Þá er íbúum heimilt að fara í bílferðir, heimsóknir og sinna afþreyingu utan heimilis. Tekið er mið af smitum í samfélaginu og fleiri þáttum við frekari ákvarðanir.

 

Á Patreksfirði verður heimsóknarbanni aflétt að fullu þann 2. júní. Fram að þeim tíma eru heimsóknir takmarkaðar og eru aðstandendur hvattir til að hafa samráð sín á milli með heimsóknir, ekki þarf að panta sérstaklega tíma. Frekari reglur og ábendingar hafa verið sendar aðstandendum í tölvupósti.

 
Á Norðursvæði; bráðadeildinni á Ísafirði og hjúkrunarheimilunum Bergi, Tjörn og Eyri, verður heimsóknarbanni aflétt að fullu frá og með 8. júní. Vikuna 1. - 7. júní eru þrjá heimsóknir leyfðar til íbúa. Um þær heimsóknir gilda ákveðnar reglur sem sendar hafa verið til aðstandenda í tölvupósti.
 

Áfram gildir samt sú regla að alls ekki á að koma í heimsókn ef:

1. Þú ert í sóttkví
2. Þú ert í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku
3. Þú hefur verið í einangrun og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift
4. Þú ert með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang, skert bragð og lyktarskyn o.fl.)
5. Ef komið er erlendis frá, þurfa að líða amk 2 vikur áður en komið er í heimsókn

 

Sumarstörf fyrir námsmenn hjá Hvest

27.05 2020 | Sigríđur Lára Gunnlaugsdóttir

 

Fjölbreytt og áhugaverð sumarstörf fyrir námsmenn eru í boði hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Störfin eru hluti af atvinnuátaki stofnunarinnar í samstarfi við Vinnumálastofnun og eru 9 störf í boði. Tvö störf eru á suðursvæði við sjúkrahúsið á Patreksfirði og sjö störf á norðursvæði við sjúkrahús og heilsugæslu á Ísafirði og hjúkrunarheimilin á Þingeyri, Ísafirði og Bolungarvík. 

Umsóknarfrestur er til 10. júní. Námsmenn eru hvattir til að sækja um og bætast í öflugan hóp starfsmanna Hvest.

Frekari upplýsingar og umsóknarferli eru á vef Vinnumálastofnunar; fyrir suðursvæði og fyrir norðursvæði.

 

Á suðursvæði eru tvö störf:

 

Mótun verkferla á starfsstöð án lífeindafræðinga. Eitt starf. 

Á sjúkrahúsinu og heilsugæslunni á Patreksfirði er ekki starfandi lífeindafræðingur og vegna smæðar stofnunarinnar stendur það ekki undir sér. Áður starfaði þar þó lífeindafræðingur. Þar starfa hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og verktökulæknar, og nokkuð er af tækjum til mælinga og greininga. Fara þarf í gegnum þau tæki og þann búnað sem er á staðnum, farga því sem ekki á lengur við, gera leiðbeiningar fyrir þau tæki sem til staðar eru og skrifa verkferla

 

Átak í geymslu skriflegra gagna og sjúkraskráa. Eitt starf. 

Á sjúkrahúsinu á Patreksfirði er varðveisla ýmissa gagna, þ.m.t. eldri sjúkraskráa, í ólestri. Fara þarf í gegnum skjalasöfn á staðnum; flokka og kortleggja. Einnig þarf að undirbúa grisjun sem fara þarf fram eftir sérstökum ferlum. Starfsmaður þyrfti að vera sjálfstæður. Vinnutími er sveigjanlegur.

 

 

Á norðursvæði eru 7 störf:

 

Átak í mannauðsmálum: Eitt starf. 

Á mannauðssviði eru mörg verkefni sem bíða vinnufúsra handa. Sérstaklega eru málefni sem snúa að móttöku nýliða og starfslokum og verkefni sem tengjast fræðslumálum. Stytting vinnuvikunnar er framundan og til þess að það gangi vel fyrir sig þarf undirbúningurinn að vera góður.

 

Innleiðing Power BI og gerð ferla við söfnun og geiningu tölulegra gagna. Eitt starf. 

Meðal áherslumála hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er að nýta gögn til gagns; að nýjar upplýsingar um stofnunina séu aðgengilegar og þeim beitt til að taka betri ákvarðanir og bæta þjónustuna. Þessi gögn koma úr ýmsum áttum, t.d. fjárhagskerfi, starfsemiskerfum og starfsmannakerfi. Mikil vinna er fólgin í að finna til gögnin, skilja hvað þau merkja, gera ferla sem sameina gögn á einn stað og birta þau þannig að engin hætta sé á að viðkvæm gögn fari lengra en þeim er ætlað. Verkið er komið af stað, en enn er mikið verk fyrir höndum. Unnið er í samvinnu við forstjóra, fjármálastjóra og heilbrigðisgagnafræðinga. Vinnutími er sveigjanlegur.

 

Hreyfi og skemmtistjóri á hjúkrunarheimilum. Tvö störf. 

Starfið er nýtt, hreyfi- og skemmtistjóri hefur frumkvæði að hreyfingu og skemmtunum fyrir íbúa á hjúkrunarheimilium Hvest eftir getu íbúa. Miðað er við einstaklingsmiðaða hreyfingu og nálgun, megin markmið þessa starfs er að auka gleði- og samverustundir íbúa. Dæmi um hreyfingu og samverustundir geta verið t.d. göngutúrar, hjólatúrar, dorgveiði og setja niður sumarblóm. Dæmi um samverustundir: Undirbúa sumarhátíð, mögulega fá íbúa til að lesa sögur, leika í leikriti, syngja og spila. Dæmi um skemmtilegar heimsóknir: Fá hunda, kisur, kanínur, hesta og heimalinga í heimsókn á hjúkrunarheimilin. Hreyfi- og skemmtistjórar hafa möguleika á að vinna saman.

 

Skjalavarsa og málaská, Covid-gögn og sögulegar heimildir. 3 störf. 

Þörf er á átaksverkefni í málum sem tengjast skjölum og gögnum stofnunarinnar. a) Skjalavarsla og málaskrá er ekki með þeim hætti sem best er á kosið. Halda þarf áfram kortalagningu og flokkun skjala og gagna í vörslu stofnunarinnar. Undirbúa þarf innleiðingu á nýju skjalakerfi. b) Apríl var undirlagður af COVID og að mörgu leyti merkilegir atburðir sem áttu sér stað. Safna þarf saman þeim gögnum og setja upp tímalínu atburða sem unnið verður með þegar viðbrögðin verða gerð upp. c) Flokkun, skráning og skönnun á sögulegum gögnum úr starfsemi stofnunarinnar og forvera hennar. Gert er ráð fyrir allt að þremur stöðugildum sem skipta með sér verkum og hafa með sér samstarf eftir reynslu, þekkingu og aðstæðum.

Námskeiđ fyrir vettvangsliđa

22.05 2020 | Sigríđur Lára Gunnlaugsdóttir
Ţátttakendur á námskeiđinu ásamt Gylfa Ólafssyni forstóra Heilbrigđisstofnunar Vestfjarđa og Sigurđi A. Jónssyni slökkviliđsstjóra á Ísafirđi
Ţátttakendur á námskeiđinu ásamt Gylfa Ólafssyni forstóra Heilbrigđisstofnunar Vestfjarđa og Sigurđi A. Jónssyni slökkviliđsstjóra á Ísafirđi

 

Í morgun hófst námskeið fyrir vettvangsliða á Ísafirði. Eftir snjóflóðin á Flateyri í byrjun árs var ákveðið að boða til slíkra námskeiða bæði á suðursvæði og norðursvæði Vestfjarða. Fékkst sérstök fjárveiting frá heilbrigðisráðuneytinu til að halda námskeiðin. Ekki var næg þátttaka á suðursvæðinu að þessu sinni en þeim sem sóttu um þaðan var boðið að taka þátt á norðursvæði með niðurgreiðslu á ferðakostnaði.

 

Vettvangsliðar eru sjálfboðaliðar sem brúa bilið frá fyrsta viðbragði og skyndihjálp þar til frekari hjálp berst á svæðið.

Marmkiðið er að samfélag sem einangrast vegna utanaðkomandi þátta svo sem veðurs eða ófærðar, verði betur í stakk búið til að bregðast við í neyð og sinna bráðatilfellum þegar liðið getur langur tími þar til önnur sérhæfð þjónusta berst. Þannig geta þorp sem eru langt frá sjúkrahúsi eða eiga á hættu að lokast af, sinnt brýnustu heilsufarsvandamálum sem upp geta komið.

 

Þátttakendur á námskeiðinu eru frá Tálknafirði, Þingeyri, Suðureyri, Súðavík og Flateyri og er það Sjúkraflutningaskólinn á Akureyri sem sér um námskeiðið.

 

Ţakklćti

22.05 2020 | Sigríđur Lára Gunnlaugsdóttir

Síðustu þrjá mánuði hefur verið mikið álag á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða vegna COVID19 veirunnar. Starfsmenn hafa margir unnið mun meira en starfskylda býður og við aðstæður sem kalla á nýtt verklag og venjur. Smitgát hefur verið rauði þráðurinn í öllum störfum. Þennan tíma hefur verið ómetanlegt fyrir starfsfólk að finna hlýjan hug og fá góðar kveðjur frá nærsamfélaginu. Nú í vikunni kom þessi fallegi blómvöndur með þökkum til starfsfólks fyrir að standa vaktina.

 

Rétt er samt að minna á að slagurinn er ekki unninn og vill starfsfólk Hvest hvetja íbúa til að sinna áfram smitgát:. 

  • Gæta vel að hreinlæti, þvo hendur reglulega með sápu og nota handspritt. Forðast snertingu við augu, nef og munn.
  • Hósta og hnerra í krepptan olnboga eða í pappír.
  • Forðast náið samneyti við einstaklinga með hósta og almenn kvefeinkenni
  • Sýna aðgát í umgengni við algenga snertifleti á fjölförnum stöðum svo sem handrið, snertiskjái, greiðsluposa og hurðarhúna.
  • Heilsa frekar með brosi en handabandi eða faðmlagi.

Opnunartími endurhćfingardeildar á Ísafirđi

19.05 2020 | Sigríđur Lára Gunnlaugsdóttir

Þriðjudaginn 2. júní er stefnt að því að starfsemi endurhæfingardeildarinnar á Ísafirði verði aftur með eðlilegum hætti. Meðferðir sjúkraþjálfara hefjast að nýju og æfingarsalur verður opinn fyrir aðila utan úr bæ. Einnig verður sundlaugin opin og heiti potturinn.

Hópæfingar fyrir eldri borgara á Hlíf hefjast aftur í september.

 

Almennur opnunartími deildarinnar er 8:00 til 16:00. 

 

Æfingarsalur er opinn alla virka daga frá 8:00-10:00 og 11:30-15:45

 

Sundlaug er opin 

Mánudaga og miðvikudaga frá 8:00-14:00

Þriðjudaga og föstudaga er frá kl. 8:00-15.30

Fimmtudaga frá 8:00-11:30 og 12:30-15:30

 

Vefumsjón