A A A

Nýr mannauđs- og rekstrarstjóri ráđinn

7.05 2018 | Hörđur Högnason
Hjalti Sölvason, mannauđs- og rekstrarstjóri
Hjalti Sölvason, mannauđs- og rekstrarstjóri

Hjalti Sölvason hefur verið ráðinn mannauðs- og rekstrarstjóri HVEST til 1 árs frá 14. maí n.k. Kemur hann í stað Önnu Grétu Ólafsdóttur, sem þurfti að láta af störfum eftir stutta viðveru á Ísafirði af fjölskylduástæðum.

 

Hjalti er kerfisfræðingur að mennt, með MBA gráðu í viðskiptafræði frá Edinborgarháskóla og próf í verðbréfaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík, auk annars. Hann hefur víðtæka reynslu í ráðgjafar-, stjórnunar- og mannauðstörfum tengdum menntun sinni, nú síðast sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi á sviði sölu, markaðs- og rekstrarmála erlendis.

 

Fyrir utan mannauðsmálin, mun Hjalti taka að sér nýtt starf rekstrarstjóra stoðdeilda HVEST og annarra starfssviða, sem áður heyrðu undir fjármálastjóra.

 

Hjalti er boðinn velkominn til starfa og hlökkum við til að fá til liðs við okkur mann með hans víðtæku reynslu.

Nýr framkvćmdastjóri lćkninga ráđinn á HVEST

7.05 2018 | Hörđur Högnason
Andri Konráđsson
Andri Konráđsson

Andri Konráðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri lækninga á HVEST frá 1. september n.k. Tekur hann við af Hallgrími Kjartanssyni, sem verður áfram yfirlæknir heilsugæslusviðs HVEST. Hallgrímur gegndi því starfi meðfram framkvæmdastjórastarfinu, en lét það í hendur Maríu Ólafsdóttur, heilsugæslulækni, sem ráðin var til þess starfs tímabundið í 1 ár, en er nú á förum innan skamms.

 

Andri er mörgum hér vestra að góðu kunnur, en hann var læknir á heilsugæslusviði HVEST á Ísafirði á árunum 2001-2003. Hann er sérfræðingur í almennum skurðlækningum og hefur starfað sem slíkur í Stavanger í Noregi undanfarin 10 ár, síðustu 2 árin sem yfirlæknir. Hann mun því starfa sem skurðlæknir á HVEST meðfram framkvæmdastjórastarfinu. Skurðlækningarnar eru ákveðin kjölfesta í þjónustu HVEST og er forsenda fyrir margri annarri heilbrigðisþjónustu, eins og fæðingum til dæmis.

 

Almennir skurðlæknar með víðtæka skurðreynslu eru ekki á hverju strái, sérstaklega ef litið er til þarfa landsbyggðarsjúkrahúss. Við bjóðum Andra velkominn til starfa í haust og teljum okkur heppin að hafa fengið svo góðan fagmann til HVEST.

Blóđsöfnun á HVEST Ísafirđi 3. og 4. apríl

3.04 2018 | Hörđur Högnason

Blóðsöfnun verður á

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða

Ísafirði 2. hæð

Þriðjudaginn 3.apríl

frá kl. 12:00-18:00 og

miðvikudaginn 4. apríl

frá kl. 08:30-14:00.

Nýir og virkir gjafar velkomnir.

Móttaka hjá kvensjúkdómalćkni 6. mars

27.02 2018 | Hörđur Högnason

Jón Torfi Gylfason, sérfræðingur í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp, verður með móttöku á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði þriðjudaginn 6. mars n.k. eftir kl. 16.

Tímapantanir eru í s: 450 4500 virka daga frá kl. 8-16.

HNE lćknir međ móttöku 24.-26. janúar

15.01 2018 | Hörđur Högnason

Ólafur Guðmundsson, háls-, nef- og eyrnalæknir, verður með móttöku á HVEST frá 24.-26. janúar.

Tímapantanir í s: 450 4500.

Vefumsjón