A A A

Bakvarđasveit Heilbrigđisstofnunar Vestfjarđa

31.03 2020 | Sigríđur Lára Gunnlaugsdóttir

Heilbrigðisstofnun jVestfjarða leitar nú að fólki til að skrá sig í bakvarðasveit Heilbrigðisþjónustu Vestfjarða. Alltaf getur eitthvað komið upp á. Þjónusta hefur nú þegar raskast nokkuð vegna viðbragða við Covid-19, en mögulegt er að hún raskist enn meira ef sjúklingar eða starfsfólk þurfa að fara í sóttkví, einangrun eða sýkjast af veirunni. 

Við leitum að fólki sem getur stokkið inn með skömmum fyrirvara í styttri eða lengri tíma og í hvaða starfshlutfalli sem er.

Starfsemin er á Patreksfirði, Þingeyri, Bolungarvík og Ísafirði. Störfin eru í aðhlynningu á hjúkrunarheimilum, aðstoð í eldhúsi, ræstingu og fleiru sem til fellur.

Sendu okkur línu á netfangið hvest@hvest.is með upplýsingum um nafn, menntun, reynslu, í hvaða póstnúmeri þú býrð og annað sem þú telur þörf á að komi fram.

Við minnum á að öll laus störf hjá okkur eru auglýst á Starfatorgi. Fyrir fólk með heilbrigðismenntun gildir einnig bakvarðasveit heilbrigðisþjónustu ( https://www.stjornarradid.is/…/Bakvardasveit-heilbrigdisth…/). Auk þess má benda á bakvarðasveit velferðarþjónustu (https://forms.office.com/Pages/ResponsePage.aspx…) sem hugsuð er fyrir velferðarþjónustu sveitarfélaga á landsvísu

Starfsmenn Hvest í viđtali í Landanum

23.03 2020 | Sigríđur Lára Gunnlaugsdóttir

Í Landaþættinum sem sýndur var síðasta sunnudag er umfjöllun um viðbrögð við heilablóðfalli. Fjallað er um verkefnið "Slag innan tímamarka" þar sem unnið er eftir samræmdum verkferlum um allt land. Í innslaginu er meðal annars rætt við starfsfólk Hvest um hvernig þetta verkefni hefur reynst. Umjöllunin um heilablóðfall byrjar á 01:58 og viðtölin við Súsönnu, Örn og Guðbjörgu koma rúmri mínútu síðar.

 

Þáttinn í heild sinni má sjá hér: https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/landinn/29058/8l3ph7

 

 

 

 

 

Talsverđar breytingar á ţjónustu vegna COVID-19

20.03 2020 | Gylfi Ólafsson

Á næstu dögum verða gerðar enn frekari breytingar á þjónustu og starfsemi Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Þetta er gert til að lágmarka hættu á útbreiðslu COVID-19 og vernda viðkvæma starfsemi og skjólstæðinga okkar. 

 

Helstu atriðin eru þau að síma- og netþjónusta verður efld til muna, en heimsóknir á heilsugæslur, slysadeild og aðrar deildir bannaðar nema með bókaðan tíma. 

 

Nánari upplýsingar. 

70 Patreksfirđingar í sóttkví

16.03 2020 | Gylfi Ólafsson
Sjúkrahúsiđ á Patreksfirđi
Sjúkrahúsiđ á Patreksfirđi
Stór hópur Patreksfirðinga sem verið hefur á ferðalagi á skilgreindu hættusvæði er nú kominn eða á leiðinni heim. Um 20 manns komu 15. mars og um 50 koma 17. mars. Allir þurfa að fara í sóttkví við komuna. Hópurinn var í skemmtiferð á vegum fyrirtækis síns. 
 
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða hefur verið í sambandi við fararstjóra hópsins, sem segir alla einkennalausa. Haft verður samband við alla við komuna til landsins til að skerpa á fyrirmælum um sóttkví.  
 
Ófærð hefur sett strik í ferðalög fyrri hópsins hér innanlands og mögulegt er að seinni hópurinn verði einnig í basli við að koma sér heim vegna veðurs. Þrátt fyrir þetta er mikilvægt að reglur um sóttkví verði haldnar til að minnka líkur á smiti. 
 
Enginn hefur greinst með Covid-smit í umdæminu. Ný vefsíða, Covid.is, birtir gagnlegar upplýsingar fyrir almenning um allt sem viðkemur veirunni. Þar eru einnig tölulegar upplýsingar eins nýjar og hægt er. 

Fréttir af Covid-19

13.03 2020 | Gylfi Ólafsson
Frá bráđadeild á Ísafirđi
Frá bráđadeild á Ísafirđi

Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða hefur verið gripið til margvíslegra aðgerða til að bæði hindra dreifingu Covid-veirunnar og undirbúa viðbragð okkar við fyrsta smiti. Enn sem komið er hefur enginn í umdæminu greinst með smit. Nýjustu tölur um smit og sóttkví verður hægt að sjá á nýjum vef embættis landlæknis og almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra, covid.is

 

Of langt mál er að telja upp allar aðgerðir og þær breytast frá degi til dags, en stærsta breytingin er sennilega heimsóknabann sem tók gildi í gær. Hafa sjúklingar, heimilisfólk og almenningur sýnt aðgerðunum mikinn skilning. Við vinnum að leiðum til að koma til móts við heimilisfólk og aðstandendur, til dæmis með myndfundabúnaði, en allar ábendingar eru vel þegnar. 

 

Stofnunin hefur sett á fót sérstaka stjórn sem hittist a.m.k. annan hvern dag og yfirfer stöðu mála og aðgerðir. Sérstaklega gott samstarf er við aðrar stofnanir og aðra viðbragðsaðila.  

 

 

Vefumsjón