A A A

Nýtt ómtćki formlega afhent

31.08 2018 | Hörđur Högnason

Fimmtudaginn, 30. ágúst tók Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði formlega við nýju ómtæki af Mindray gerð. Kvenfélagið Sunna í Ísafjarðardjúpi hefur haft veg og vanda að fjársöfnun vegna tækisins, en með öllu kostar tækið yfir 10 milljónir króna. Meðal styrktaraðila var Úlfssjóður, sem lagði söfnuninni til rúmar þrjár milljónir króna.

 

Ómtækið er af fullkomnustu gerð, er með nokkra hausa (nema) sem nýtast við að skoða ýmsa hluta líkamans.

 

Álfhildur Jónsdóttir formaður Sunnu afhenti tækið, þakkaði samstarfið við söfnunina og óskaði stofnuninni alls hins besta.

 

Gylfi Ólafsson forstjóri þakkaði fyrir stuðninginn, en frjáls samskot eru mjög mikilvæg stofnuninni og sýna hversu jákvæðan hug íbúar bera til þess starfs sem hér fer fram.

 

Súsanna Ástvaldsdóttir, læknir, kynnti tækið, sagði það fullkomnustu gerðar og til mikilla bóta fyrir störf lækna. Fyrir utan hefðbundna skoðun á ófrískum konum, hjartaómun o.þ.h., þá er ómun sífellt meira notuð í skoðun á líffærum við bráð veikindi og alvarleg slys.

 

Sigríður Jónsdóttir, starfsmaður stofnunarinnar og mikil hvatamanneskja að söfnuninni, sést svo á einni myndinni gæða sér á kaffiveitingum sem bornar voru á borð í matsal stofnunarinnar að Torfnesi.

 

Ljósmyndir: Halldór Sveinbjörnsson.

Geđheilsuteymi tekur til starfa á HVEST

31.08 2018 | Hörđur Högnason
Magnús, Ragnheiđur og Hallgrímur
Magnús, Ragnheiđur og Hallgrímur

Magnús Baldursson sálfræðingur og Ragnheiður Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur hófu í dag störf á á HVEST. Þau munu, ásamt Hallgrími Kjartanssyni yfirlækni heilsugæslu, mynda nýtt geðheilsuteymi sem þjónar íbúum svæðisins.

Magnús mun koma tvisvar í mánuði tvo daga í senn og sinna ráðgjöf og meðferð skjólstæðinga ásamt frekari greiningu ef þörf er á. Hann hefur yfir 20 ára starfsreynslu sem sálfræðingur, bæði í og utan Reykjavíkur. Hann hefur m.a. unnið við stofurekstur, sem skólasálfræðingur og við greiningar og námskeiðahald á Þroska- og hegðunarmiðstöð heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Magnús er einnig starfandi sálfræðingur á heilsugæslu Garðabæjar. Eins og áður verða börn og ungmenni í forgangi hjá sálfræðingi, en hann kemur einnig að starfi mæðraverndar. Tilvísanir til sálfræðings fara í öllum tilfellum gegnum heimilislækna heilsugæslunnar.

Ragnheiður verður verkefnastjóri geðheilsuteymis og mun þar vinna að samhæfingu og eflingu geðheilbrigðisþjónustu á svæðinu sem HVEST þjónar. Að auki sinnir hún viðtölum og stuðningi við skjólstæðinga heilsugæslu. Ragnheiður hefur víða komið við í geðheilbrigðisþjónustu, m.a. á bráðadeild geðsviðs LSH, móttökudeildum og bráðaþjónustu. Hún hefur einnig unnið sem geðhjúkrunarfræðingur við Tækniskólann og um árabil sinnt ýmsum verkefnum er varða kynheilbrigði. Ragnheiður er einnig starfandi sem ráðgjafi á stofu í Reykjavík og við blaðaskrif um kynlíf og heilsu.

Magnús og Ragnheiður munu í vetur bjóða upp á HAM-námskeið á heilsugæslustöðinni fyrir fullorðna með áherslu á kvíða og depurð. Fleiri námskeið verða einnig í boði en dagsetningar og nánari upplýsingar verða auglýstar síðar.

Geðheilsuteymi HVEST er stofnað með það fyrir augum að efla þjónustu fyrir íbúa svæðisins. Teymið mun hafa yfirsýn yfir þjónustu sem er í boði og stuðla að því að hún nýtist sem best. Samskipti við aðrar stofnanir, fagaðila og meðferðarúrræði er varða geðheilbrigðismál verða í höndum verkefnisstjóra.

Gylfi Ólafsson nýr forstjóri HVEST

25.07 2018 | Hörđur Högnason

Gylfi Ólafsson hefur verið skipaður forstjóri HVEST. Hann tekur við starfinu af Kristínu B. Albertsdóttur.

 

Gylfi er heilsuhagfræðingur. Hann lauk B.Ed. gráðu sem grunnskólakennari frá Háskólanum á Akureyri, M.Sc. í hagfræði frá Stokkhólmsháskóla og hefur lagt stund á doktorsnám í heilsuhagfræði við Karolinska í Stokkhólmi frá árinu 2013.

Samhliða doktorsnámi hefur Gylfi starfað sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi í heilsuhagfræði, sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands, auk þess sem hann stofnaði og rak nýsköpunarfyrirtækið Víur í Bolungarvík árin 2013 – 2016. Gylfi var aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar fjármála- og efnahagsráðherra árið 2017.

 

Gylfi ólst upp á Ísafirði frá barnæsku. Hann er kvæntur Tinnu Ólafsdóttur og eiga þau 2 börn. Starfsfólk HVEST býður Gylfa og fjölskyldu velkomin í heimahagana aftur. Við óskum Gylfa til hamingju með starfið og væntum mikils af samstarfinu við hann í framtíðinni.

Heyrnarmćlingar á HVEST í júlí

28.06 2018 | Hörđur Högnason

Móttaka heyrnarfræðings HTÍ  
er á ÍSAFIRÐI 18.-20.júlí

Staðsetning:   v/heilbrigðisstofnunina

HEYRNARMÆLING – HEYRNARTÆKI RÁÐGJÖF – AÐSTOÐ OG STILLINGAR

BÓKANIR í síma  581 3855
og á vefsíðunni  www.hti.is

OPNUNARTÍMAR HEILSUGĆSLUNNAR Í SUMAR

30.05 2018 | Hörđur Högnason

Heilsugæslusel HVEST verða opin í sumar ásamt hefðbundinni læknamóttöku 8:00-16:00  á Ísafirði og Patreksfirði.

Opnunartímar eru sem hér segir:

Bolungavík , þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 9:00 -11:00

Þingeyri , mánudaga frá kl. 9:00 -11:00 og fimmtudaga 13:00 -15:00

Súðavík, þriðjudaga frá kl. 13:00 -15:00

Suðureyri, miðvikudaga frá kl. 10.20 -12:00

Flateyri, miðvikudaga frá kl. 13:00 -15:00

Bíldudal, fimmtudaga frá kl. 10:30 – 12:00 (ath breyttan tíma)

Tálknafirði, fimmtudaga frá kl. 13:00 – 15:00 (ath breyttan tíma)

 

Dagvakt hjúkrunarfræðinga á heilsugæslunni á Ísafirði er opin alla daga milli 8:00-15:30. Best er að hafa fyrst samband símleiðis til að fá ráðleggingar og/eða álit á sjúkdómseinkennum.

Upplýsingar og tímapantanir eru í síma 450 4500 á Ísafirði og 450 2000 á Patreksfirði.

Vefumsjón