A A A

H÷r­ur H÷gnason hŠttir eftir 38 ßra samfellt starf

7.01á2020 | Gylfi Ëlafsson
H÷r­ur ß kaffistofu gamla sj˙krah˙ssins Ý ßg˙st 1984 (af baksÝ­u DV a­ dŠma). Ůarna var nřja sj˙krah˙si­ risi­ en starfsemin flutti ekki a­ fullu fyrr en 1989.
H÷r­ur ß kaffistofu gamla sj˙krah˙ssins Ý ßg˙st 1984 (af baksÝ­u DV a­ dŠma). Ůarna var nřja sj˙krah˙si­ risi­ en starfsemin flutti ekki a­ fullu fyrr en 1989.
1 af 5

Það var 1. september 1981 sem Hörður Högnason, þá 29 ára hjúkrunarfræðingur, kom í fast starf hjá Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði, sem þá var rekið í gamla sjúkrahúsinu. Þá hafði hann verið nokkrum sinnum afleysingamaður meðfram skóla en ákvað að ráða sig til skamms tíma. Eins og oft vill verða ílentist hann og tók síðar hann við af móður sinni sem framkvæmdastjóri hjúkrunar í stofnun sem haft hefur a.m.k. fimm kennitölur. Hann hefur starfað fyrir stofnunina óslitið síðan, ef frá eru taldir nokkrir mánuðir þar sem hann var við sjálfboðaliðastörf á stríðsskurðspítala í Tælandi árið 1983.

 

Prófskírteinið, sem undirritað var af skólastjóra hjúkrunarskólans 13. september 1979, bar þess merki að þá var óalgengt að karlar sinntu hjúkrun; þar er misritað að hún hafi stundað verklegt nám á ýmsum stöðum og hlotið fyrir það prýðilega einkunn.

Hörður hefur alltaf haft í nógu að snúast. Meðfram störfum sem framkvæmdastjóri hjúkrunar—sem í gegnum tíðina hefur innifalið mörg hlutverk sem nú falla til dæmis á innkaupastjóra, launafulltrúa og deildarstjóra—hefur hann verið svæfingarhjúkrunarfræðingur stofnunarinnar. Sem slíkur hefur hann verið meira og minna á bakvakt alla sína starfstíð. Alltaf var Hörður með skrúfvél á skrifborðinu sínu því að mörgu er að hyggja á stórri stofnun. Þá hefur hann verið virkur í félagslífi, sjálfboðaliðastörfum og bæjarmálum.

 

Nýjungagirni hefur alltaf verið rík í Herði, og hann hefur verið duglegur að sækja sér endurmenntun, bæði í störfum sínum fyrir stofnunina og sem sjálfboðaliði Rauða krossins. Meðal skírteina í þykkri ferilskrá hefur fyrirsögnina „Hjúkrunarstjórnun á tímum niðurskurðar“ fyrir námskeið sem hann sat árið 1995. Ljóst er að það námskeið hefur komið í góðar þarfir fyrir það sem eftir kom.

 

Hörður var kvaddur við athöfn 4. desember og lauk formlega störfum um áramótin. Í ræðu sinni sagði Gylfi Ólafsson forstjóri að Hörður væri vinamargur, jákvæður, ljúfur, góður og maður sátta. Honum væri mjög annt um stofnunina, starfsfólk hennar og skjólstæðinga. Alla tíð hefði verið litið upp til hans, auðvelt væri að leita til hans og samstarfsfólk sammála um að hann væri góður kennari. Í gegnum áföll og hræringar innan og utan stofnunar var Hörður stólpi sem hægt var að treysta á.

 

Hörður sagði í kveðjuræðu sinni að tíminn hafi liðið hratt og að vinnan hafi verið skemmtileg, krefjandi og gefandi; vinnustaðurinn góður og samstarfsfólkið afbragðsgott. Hann sagði að framtíð stofnunarinnar væri björt, og óskaði eftirmönnum sínum góðs gengis; Hildur Elísabet Pétursdóttir tók við af Herði sem framkvæmdastjóri hjúkrunar og Sara Guðmundsdóttir sem svæfingarhjúkrunarfræðingur.

Gj÷f frß Zonta kl˙bbinum Fj÷rgyn

17.12á2019 | H÷r­ur H÷gnason

Zontaklúbburin Fjörgyn kom færandi hendi þ. 17. desember s.l. og afhenti Úlfssjóði að gjöf 500.000 krónur, sem eiga að fara í fjármögnun á tæki eða búnaði fyrir Fæðingadeild HVEST á Ísafirði. Stofnunin reiðir sig að miklu leiti á gjafir sem þessa til tækjakaupa og munar því mikið um þennan rausnarskap Zonta kvenna, sem við þökkum kærlega fyrir.

Skipulagsbreytingar ß Patreksfir­i

8.11á2019 | Gylfi Ëlafsson
Rekstrarstjˇrn ß Patreksfir­i skv. nřju skipuriti
Rekstrarstjˇrn ß Patreksfir­i skv. nřju skipuriti

Kynntar hafa verið skipulagsbreytingar á starfsstöð Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Patreksfirði. Breytingarnar fela í sér styrkingu á stjórnun stofnunarinnar og hafa það markmið að tryggja stuðning við starfsfólk og auka slagkraft til gæðastarfs og umbóta. Þá felast í breytingunum bæði áhersla á aukið sjálfstæði starfsstöðvarinnar en á sama tíma betri samþættingu við stofnunina í heild.

 

Á Patreksfirði er sjúkrahús með 2 sjúkrarýmum og 11 hjúkrunarrýmum, heilsugæslustöð, endurhæfingarstöð og sjúkraflutningar. Starfsemin sameinaðist í Heilbrigðisstofnun Vestfjarða árið 2014.

 

Ný rekstrarstjórn

Ný rekstrarstjórn verður til í breytingunum. Hjúkrunarstjóri, sem hingað til hefur verið helsti stjórnandi starfsstöðvarinnar, verður formaður rekstrarstjórnar. Í henni sitja þrír aðrir stjórnendur; deildarstjóri legudeildar, rekstrarstjóri og verkefnastjóri heilsugæslu.

 

Deildarstjóri legudeildar og verkefnastjóri heilsugæslu munu verða mannaðar hjúkrunarfræðingum sem færast til í starfi. Staða deildarstjóra rekstrar er ný, þar sem undir falla ræsting, þvottar, eldhús, ritarar og umsjón með innkaupum og fasteignum.

Hjúkrunarstjóri er fulltrúi starfsstöðvarinnar í framkvæmdastjórn stofnunarinnar í heild. Aðrir meðlimir í framkvæmdastjórn hafa seturétt á fundum rekstrarstjórnar, en að öðru leyti er rekstrarstjórninni ætlað að vera sjálfstæð og sinna öllum daglegum rekstri.

 

Deildarstjórarnir tveir munu nú sitja hálfsmánaðarlega fundi stjórnenda allrar stofnunarinnar. Hingað til hefur einungis einn fulltrúi frá Patreksfirði setið ýmsa fundi stjórnenda og samþættist starfsemin því enn frekar með þessum breytingum.

 

Breytingar til batnaðar

Í ár var Heilbrigðisstofnun Vestfjarða sú stóra stofnun sem hækkaði mest milli ára í könnuninni um stofnun ársins. Er stofnunin nú meðal hæstu heilbrigðisstofnananna. Sérstaklega hækkaði stofnunin þegar kom að stjórnun, starfsanda, ímynd stofnunar, ánægju og stolti.

 

Skipulagsbreytingarnar eru liður í stærra verkefni sem snýr einmitt að eflingu stjórnunar. Þessi áhersla á hliðstæður bæði í nýrri stjórnendastefnu ríkisins og heilbrigðisstefnu til 2030. Með því er stefnt að auknum gæðum fyrir skjólstæðinga, bættum starfsaðstæðum og slagkrafti til stöðugra umbóta.

 

Tvær auglýsingar

Birtar hafa verið úr tvær starfsauglýsingar. Annars vegar verður auglýst staða rekstrarstjóra og hins vegar staða almenns hjúkrunarfræðings sem sinna mun störfum á legudeild og heilsugæslu. Auglýsingarnar er að finna á Starfatorgi.

Infl˙ensubˇlusetningar hausti­ 2019

10.10á2019 | Kristjana Milla Snorradˇttir

Inflúensubólusetningar hefjast þann 14. október nk. og lýkur þann 29. nóvember.

Bólusett er alla virka daga frá kl: 10:00 – 11:30 & 14:00 – 15:30 á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði.   

                                   

Á stöðvum utan Ísafjarðar verður bólusett á opnunartíma heilsugæslusela í Bolungarvík, Suðureyri, Súðavík og Þingeyri.

 

Flateyri:  Bólusett verður á Flateyri þann 16.10.2019 frá kl: 13:30 -14:30.  Staðsetning: Bryggjukaffi.

 

Nauðsynlegt er að panta tíma í bólusetningu í síma:

 450-4500

 

 

Allir sem fá bólusetningu þurfa að greiða komugjald á heilsugæslustöðina, en einstaklingar 60 ára og eldri, og þeir sem tilheyra eftirtöldum áhættuhópum, fá bóluefnið sér að kostnaðarlausu. Munið að framvísa afsláttar- og/eða örorkuskírteini við komuna.


Sóttvarnalæknir mælist til þess að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetningar:

  • Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
  • Öll börn og fullorðnir einstaklingar sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og          lifrarsjúkdóma, sykursýki, illkynja sjúkdóma og aðra ónæmisbælandi sjúkdóma.
  • Heilbrigðisstarfsmenn sem annast sjúklinga í áhættuhópum hér að ofan.                                                    
  • Þungaðar konur.

Einnig er mælt með því að sömu einstaklingar séu bólusettir á 10 ára fresti gegn lungnabólgu.

NŠg og n˙tÝmaleg hj˙krunarrřmi ß Vestfj÷r­um samkvŠmt nřrri ߊtlun

25.09á2019 | Gylfi Ëlafsson
Sj˙krah˙si­ ß Patreksfir­i
Sj˙krah˙si­ ß Patreksfir­i
1 af 3

Gagngerar endurbætur á hjúkrunarrýmum á Patreksfirði og ný 10 rýma eining við hjúkrunarheimilið Eyri á Ísafirði eru komin á framkvæmdaáætlun yfirvalda. Með þessum tveimur verkefnum er þörfum fyrir hjúkrunarrými á Vestfjörðum til fyrirsjáanlegrar framtíðar mætt.

 

Í morgun birti heilbrigðisráðuneytið nýja samantekt um stöðu framkvæmdaáætlunar um uppbyggingu hjúkrunarrýma og framhald þeirrar áætlunar til ársins 2024. Meðal þeirra fjögurra verkefna sem koma ný inn á áætlun eru gagngerar endurbætur á hjúkrunarrýmum á Patreksfirði til að bæta aðbúnað, og 10 ný rými á Ísafirði.

 

Á Patreksfirði eru hjúkrunarrými nú í húsnæði sem er úr sér gengið og ekki í samræmi við nútímakröfur. Þannig eru mörg tveggja manna herbergi og eitt þriggja manna. Lengi hefur verið beðið eftir úrbótum, en ekki gert ráð fyrir fjölgun rýma. Hjúkrunarrýmin eru rekin samhliða sjúkrarýmum og þó áfram verði samrekstur eru kröfur sem gerðar eru til þessara tveggja eininga mismunandi og þarf aðbúnaður að taka tillit til þess. Einnig er komin þörf á talsverðar endurbætur á eldhúsi og ýmsum húsakosti. Ekki hefur verið ákveðið hvort og hvernig byggt verður við núverandi húsnæði. Áætlað er að framkvæmdum ljúki 2023. 

 

Á Ísafirði opnaði hjúkrunarheimilið Eyri um áramótin 2015-16 með þremur tíu rýma einingum og leysti þá af hólmi öldrunardeildina á sjúkrahúsinu. Alltaf var ljóst að þörf yrði fyrir fjórðu eininguna og var húsið hannað með það í huga að hafa pláss fyrir hana á lóðinni. Hjúkrunarheimilið var byggt með svokallaðri leiguleið, þar sem Ísafjarðarbær á og rekur húsnæðið og leigir Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Ekki er lengur byggt með leiguleiðinni. Áætlað er að framkvæmdum ljúki 2024. 

Næstu skref eru þau að Framkvæmdasýsla ríkisins fær verkefnin tvö til undirbúnings. Þar þarf meðal annars að eiga samráð við sveitarfélög á svæðunum.  

 

„Reiknilíkön hafa lengi sýnt aukna þörf fyrir hjúkrunarrými á Ísafirði, og léleg aðstaða á Patreksfirði hefur verið öllum ljós og óviðunandi. Við klippum ekki á borðana á morgun enda mörg úrlausnarefni eftir, en bæði loforð og tímaáætlun gera alla áætlanagerð einfaldari,“ segir Gylfi Ólafsson forstjóri. 

 

Vefumsjˇn