A A A

Second COVID-screening in Ísafjörđur — Seinni landamćraskimun

14.08 2020 | Gylfi Ólafsson
1 af 2
Íslenska fyrir neðan
All travelers coming from abroad need to undergo second COVID-screening 4-6 days after arriving to Iceland. It is possible to undergo this screening in Ísafjörður.
The screening takes place on weekdays at 10:00.
Book in advance by calling 450-4500, either the day before or the same morning (we start answering the phone at 08:00). You can also send us a line on the chat in the bottom-right corner of www.hvest.is.
Screening happens outside by the basement (see map and picture). You can arrive both by foot and by car.
The screening is free of charge.
Please, don't enter the hospital itself. The patients and hospital staff need to be kept safe.
Regarding Patreksfjörður: Currently, we cannot offer this screening test in Patreksfjörður. However, if you have already gone through second screening, and you have any reason to think you might have Covid, call us and we set up a screening test. This can be either because you feel symptoms associated with the disease or someone you have been in contact with tests positive.
See https://www.covid.is/english for further information.
 

Seinni landamæraskimun

Allir sem koma frá útlöndum skulu nú fara í tvær landamæraskimanir, þá seinni 4-6 dögum eftir komu til landsins. Þessi skimun er meðal annars framkvæmd á Ísafirði. 
Skimunin fer fram virka daga kl. 10:00. 
Bókaðu fyrirfram með því að hringja í 450-4500 eða með því að nota netspjallið í hægra horninu á vefnum okkar. 
Skimunin fer fram utandyra við kjallara sjúkrahússins (sjá myndir). Hægt er að koma gangandi eða á bíl. Skimunin er ókeypis. 
Ekki koma inn á sjúkrahúsið. Við þurfum saman að minnka alla mögulega smithættu inni á stofnuninni. 
Enn sem komið er ekki hægt að bjóða upp á landamæraskimunina á Patreksfirði. Almenn sýnataka er þó í boði. Það þýðir að ef þú hefur lokið seinni skimun og hefur minnsta grun um að vera með veiruna, t.d. vegna einkenna eða að einhver sem þú hefur verið í samskiptum við hefur greinst, skaltu hafa samband þú kemst í sýnatöku hið snarasta. 
 

Kvensjúkdómalćknir verđur á Ísafirđi 17. ágúst til 4. september

11.08 2020 | Sigríđur Lára Gunnlaugsdóttir
 
Hjörtur Haraldsson kvensjúkdómalæknir verður með móttóku á heilsugæslustöðinni á Ísafirði frá 17. ágúst til 4. september. Hann mun einnig framkvæma aðgerðir eftir þörfum.
 
Tímapantanir í síma 450-4500 milli kl. 8 og 16 alla virka daga.

Viđbragđ vegna nýrra COVID-19 smita

30.07 2020 | Gylfi Ólafsson

Uppfært 18. nóvember 2020

 

1.       Almennt

Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á verklagi okkar til að minnka líkur á smitum, en teljum þó að hægt sé að veita nær alla almenna heilbrigðisþjónustu. Það krefst þess að allir sem koma á stofnunina, sem sjúklingar, gestir eða starfsmenn, fari að öllu með gát.

 

Ekki koma á stofnunina ef þú ert

  • í einangrun eða sóttkví
  • að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku
  • með flensulíkeinkenni (sjá neðar), eða
  • varst erlendis fyrir minna en 14 dögum (sjá þó fyrir neðan um landamæraskimun)

 

2.       Heimsóknir til sjúklinga á bráðadeildum og íbúa á hjúkrunarheimilum

Um heimsóknir á bráðadeild og hjúkrunarheimili á Ísafirði, Bolungarvík, Patreksfirði og Þingeyri gilda talsverðar takmarkanir. Þær breytast ört og eru þá kynntar aðstandendum með beinum hætti. Almenna reglan er að aðstandendur mega skiptast á viku í senn og koma einn í einu, einu sinni á dag. Mælst er til þess að fólk komi ekki í heimsókn hafi það verið á svæðum þar sem smit hafa greinst nýverið.

 

3.       Ferðareglur sjúklinga og íbúa á hjúkrunarheimilum

  • Bráðadeild: Ekki er æskilegt að sjúklingar yfirgefi stofnunina meðan á innlögn stendur.
  • Hjúkrunarheimilin:Íbúar á hjúkrunarheimilum mega fara út, en ekki er æskilegt að þeir sæki mannfögnuði utan heimilisins eða séu meðal margs fólks.

 

4.       Landamæraskimun

Seinni próf landamæraskimunar fara fram á Ísafirði og Patreksfirði. Heilsugæslurnar veita nánari upplýsingar.

 

5.       Almenn skimun

Ekki vera feimin við að koma í skimun ef þú finnur fyrir minnstu einkennum. Það er ókeypis. Við höldum áfram að taka sýni á Ísafirði og Patreksfirði. Ef þú ert með eitthvað af eftirfarandi einkennum að koma í sýntöku sem fyrst: kvef, hálsbólga, hósti, hiti, beinverkir, minnkað bragð/lyktarskyn að koma í sýnatöku. Tilkynna þarf komu með símtali í afgreiðslu og þá fást nánari upplýsingar um tíma, stað og fyrirkomulag.

 

6.       Aðrar breytingar

Bóka þarf tíma í blóðprufur á rannsóknadeild á Ísafirði. Hringið í 860-0655 á dagvinnutíma til að panta tíma.

 

Símanúmer og nánari upplýsingar

Netspjallið hér til hægri er opið á dagvinnutíma. 

Almennt númer: 450 4500

 

Berg í Bolungarvík: 450-4595

Eyri á Ísafirði: 450-4568 (Tangi: 450-4531, Dokka; 450-4532, Krókur; 450-4533)

Tjörn á Þingeyri: 456-8141

Bráðadeild Ísafirði: 450-4565

Sjúkra- og hjúkrunardeild Patreksfirði: 450-2023

 

https://www.covid.is

Leitađ ađ tannlćkni fyrir Vestfirđinga

11.06 2020 | Gylfi Ólafsson

Vestfirðingar þurfa fleiri tannlækna, bæði á Ísafjörð og Patreksfjörð. Nú býðst frábært tækifæri fyrir tannlækni að koma í þá útvistarparadís sem Vestfirðir eru.

 

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða hefur ekkert hlutverk í veitingu á tannlæknaþjónustu. Eina formlega aðkoman er að tannlæknastofur á heilsugæslunum á Ísafirði og Patreksfirði eru leigðar til sjálfstæðra tannlækna. Þó er það svo að forstjóri er í lið 1.9 í heilbrigðisstefnu til 2030 gerður „umdæmisstjórar heilbrigðismála innan síns umdæmis“, og við viljum því leggja okkar lóð á vogarskálirnar við að tryggja tannheilsu íbúa. Í þessu skyni hefur forstjóri verið í sambandi síðustu misseri við bæjarstjóra í umdæminu, Tannlæknafélag Íslands og yfirtannlækni í Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu.

 

Dýrafjarðargöng tengja Vestfirði saman

Sigurjón Guðmundsson hætti nýverið sökum aldurs. Hann skilur eftir sig fullbúna stofu og hérað sem þarf tannlækni við hlið Viðars Konráðssonar. Auglýst hefur verið meðal íslenskra tannlækna án árangurs. Á Patreksfirði háttar því svo til að fólksfjöldinn í nágrenninu er ekki nægur til að standa undir heilu stöðugildi tannlæknis, einkum þegar litið er til þess að tannheilsu Íslendinga hefur almennt farið mjög fram. Með tilkomu Dýrafjarðarganga standa vonir til að tannlæknir búsettur í námunda við Ísafjörð geti einnig sinnt Patreksfirði.

 

Nú teljum við að tilefni sé til að leita til erlendra tannlækna—og vegna leyfismála einkum evrópskra—og benda þeim á kosti þess að sinna tannlækningum á Vestfjörðum. Af því tilefni var búið til myndband og lítil upplýsingasíða sem sett hefur verið í birtingu á Facebook meðal evrópskra tannlækna.

 

Þar sem allur búnaður er til staðar er þetta tækifæri sérstaklega hentugt fólki sem skammt er á veg komið á ferlinum.

Enginn áhugasamur tannlæknir ætti að hika við hafa samband við Sigurjón tannlækni til að fá frekari upplýsingar.

Gjafir frá Stöndum saman Vestfirđir, komnar í notkun

5.06 2020 | Sigríđur Lára Gunnlaugsdóttir

 

Hópurinn Stöndum saman Vestfirðir, söfnuðu í vetur fyrir nýjum tækjabúnaði fyrir Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Meðal þess sem keypt var fyrir söfnunarféð voru fjórar súrefnissíur. Ein sían er fyrir Sjúkrahúsið á Patreksfirði og er komin í notkun þangað. Súrefnissíur eru notaðar ef þörf er á langtíma súrefnismeðferð. Það er rafknúin vél sem þjappar saman súrefni úr andrúmsloftinu. Tilgangur meðferðar er að koma í veg fyrir fylgikvilla súrefnisskorts og lengja líf.

Á myndinni má sjá ánægt starfsfólk sjúkrahúsinu á Patró með nýju súrefnissíuna. 

 

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða þakkar þann stuðning sem nærsamfélagið hefur sýnt stofnuninni og starfsfólki hennar.

 

 

 

Vefumsjón