Kvensjúkdómalæknir verður á Ísafirði 17. ágúst til 4. september
Viðbragð vegna nýrra COVID-19 smita
Uppfært 18. nóvember 2020
1. Almennt
Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á verklagi okkar til að minnka líkur á smitum, en teljum þó að hægt sé að veita nær alla almenna heilbrigðisþjónustu. Það krefst þess að allir sem koma á stofnunina, sem sjúklingar, gestir eða starfsmenn, fari að öllu með gát.
Ekki koma á stofnunina ef þú ert
- í einangrun eða sóttkví
- að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku
- með flensulíkeinkenni (sjá neðar), eða
- varst erlendis fyrir minna en 14 dögum (sjá þó fyrir neðan um landamæraskimun)
2. Heimsóknir til sjúklinga á bráðadeildum og íbúa á hjúkrunarheimilum
Um heimsóknir á bráðadeild og hjúkrunarheimili á Ísafirði, Bolungarvík, Patreksfirði og Þingeyri gilda talsverðar takmarkanir. Þær breytast ört og eru þá kynntar aðstandendum með beinum hætti. Almenna reglan er að aðstandendur mega skiptast á viku í senn og koma einn í einu, einu sinni á dag. Mælst er til þess að fólk komi ekki í heimsókn hafi það verið á svæðum þar sem smit hafa greinst nýverið.
3. Ferðareglur sjúklinga og íbúa á hjúkrunarheimilum
- Bráðadeild: Ekki er æskilegt að sjúklingar yfirgefi stofnunina meðan á innlögn stendur.
- Hjúkrunarheimilin:Íbúar á hjúkrunarheimilum mega fara út, en ekki er æskilegt að þeir sæki mannfögnuði utan heimilisins eða séu meðal margs fólks.
4. Landamæraskimun
Seinni próf landamæraskimunar fara fram á Ísafirði og Patreksfirði. Heilsugæslurnar veita nánari upplýsingar.
5. Almenn skimun
Ekki vera feimin við að koma í skimun ef þú finnur fyrir minnstu einkennum. Það er ókeypis. Við höldum áfram að taka sýni á Ísafirði og Patreksfirði. Ef þú ert með eitthvað af eftirfarandi einkennum að koma í sýntöku sem fyrst: kvef, hálsbólga, hósti, hiti, beinverkir, minnkað bragð/lyktarskyn að koma í sýnatöku. Tilkynna þarf komu með símtali í afgreiðslu og þá fást nánari upplýsingar um tíma, stað og fyrirkomulag.
6. Aðrar breytingar
Bóka þarf tíma í blóðprufur á rannsóknadeild á Ísafirði. Hringið í 860-0655 á dagvinnutíma til að panta tíma.
Símanúmer og nánari upplýsingar
Netspjallið hér til hægri er opið á dagvinnutíma.
Almennt númer: 450 4500
Berg í Bolungarvík: 450-4595
Eyri á Ísafirði: 450-4568 (Tangi: 450-4531, Dokka; 450-4532, Krókur; 450-4533)
Tjörn á Þingeyri: 456-8141
Bráðadeild Ísafirði: 450-4565
Sjúkra- og hjúkrunardeild Patreksfirði: 450-2023
Leitað að tannlækni fyrir Vestfirðinga
Vestfirðingar þurfa fleiri tannlækna, bæði á Ísafjörð og Patreksfjörð. Nú býðst frábært tækifæri fyrir tannlækni að koma í þá útvistarparadís sem Vestfirðir eru.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða hefur ekkert hlutverk í veitingu á tannlæknaþjónustu. Eina formlega aðkoman er að tannlæknastofur á heilsugæslunum á Ísafirði og Patreksfirði eru leigðar til sjálfstæðra tannlækna. Þó er það svo að forstjóri er í lið 1.9 í heilbrigðisstefnu til 2030 gerður „umdæmisstjórar heilbrigðismála innan síns umdæmis“, og við viljum því leggja okkar lóð á vogarskálirnar við að tryggja tannheilsu íbúa. Í þessu skyni hefur forstjóri verið í sambandi síðustu misseri við bæjarstjóra í umdæminu, Tannlæknafélag Íslands og yfirtannlækni í Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu.
Dýrafjarðargöng tengja Vestfirði saman
Sigurjón Guðmundsson hætti nýverið sökum aldurs. Hann skilur eftir sig fullbúna stofu og hérað sem þarf tannlækni við hlið Viðars Konráðssonar. Auglýst hefur verið meðal íslenskra tannlækna án árangurs. Á Patreksfirði háttar því svo til að fólksfjöldinn í nágrenninu er ekki nægur til að standa undir heilu stöðugildi tannlæknis, einkum þegar litið er til þess að tannheilsu Íslendinga hefur almennt farið mjög fram. Með tilkomu Dýrafjarðarganga standa vonir til að tannlæknir búsettur í námunda við Ísafjörð geti einnig sinnt Patreksfirði.
Nú teljum við að tilefni sé til að leita til erlendra tannlækna—og vegna leyfismála einkum evrópskra—og benda þeim á kosti þess að sinna tannlækningum á Vestfjörðum. Af því tilefni var búið til myndband og lítil upplýsingasíða sem sett hefur verið í birtingu á Facebook meðal evrópskra tannlækna.
Þar sem allur búnaður er til staðar er þetta tækifæri sérstaklega hentugt fólki sem skammt er á veg komið á ferlinum.
Enginn áhugasamur tannlæknir ætti að hika við hafa samband við Sigurjón tannlækni til að fá frekari upplýsingar.
Gjafir frá Stöndum saman Vestfirðir, komnar í notkun
Hópurinn Stöndum saman Vestfirðir, söfnuðu í vetur fyrir nýjum tækjabúnaði fyrir Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Meðal þess sem keypt var fyrir söfnunarféð voru fjórar súrefnissíur. Ein sían er fyrir Sjúkrahúsið á Patreksfirði og er komin í notkun þangað. Súrefnissíur eru notaðar ef þörf er á langtíma súrefnismeðferð. Það er rafknúin vél sem þjappar saman súrefni úr andrúmsloftinu. Tilgangur meðferðar er að koma í veg fyrir fylgikvilla súrefnisskorts og lengja líf.
Á myndinni má sjá ánægt starfsfólk sjúkrahúsinu á Patró með nýju súrefnissíuna.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða þakkar þann stuðning sem nærsamfélagið hefur sýnt stofnuninni og starfsfólki hennar.