A A A

NEOPUFF OG FLEIRI TĆKI

15.05 2018 | Hörđur Högnason

Á Fæðingadeild HVEST á Ísafirði er nú komin í brúk Neopuff öndunarvél fyrir nýbura. Um er að ræða súrefnisblandara og tæki sem dælir lofti í nýburann undir jöfnum þrýstingi, en með handstjórn á magni loftsins í stað þess að gera það með öndunarbelg. Tækið er mjög auðvelt í notkun og til mikilla þæginda, þegar hjálpa þarf nýbura með fyrstu andartökin.

 

Tækið er gefið af Oddfellowstúkunni nr. 6, Gesti á Ísafirði. Fleiri tæki sem stúkan gefur hafa verið að koma í hús undanfarið. Má þar nefna 2 vökvadælur á Bráðadeildina, handhægan CRP mæli fyrir vaktlækni Heilsugæslunnar, háa, rafdrifna göngugrind fyrir Endurhæfingardeildina og von er á lyfjameðferðarstól og borði fyrir Bráðadeildina. Við á HVEST erum innilega þakklát fyrir þessa rausn og þann hlýhug í okkar garð, sem Oddfellowstúkan sýnir með þessum gjöfum.

Nýr yfirmatráđur ráđin á HVEST Ísafirđi

7.05 2018 | Hörđur Högnason
Gestur Ívar Elíasson
Gestur Ívar Elíasson

Gestur Ívar Elíasson hefur verið ráðinn yfirmatráður HVEST frá og með 1. ágúst n.k. Hann tekur við af Birgi Jónssyni, sem hefur stýrt eldhúsum HVEST hvellum rómi og af myndarbrag í 21 ár. Gestur Ívar hefur verið hægri hönd og staðgengill Birgis s.l. 16 ár. Hann er kjötiðnaðarmaður og matartæknir að mennt, með langa og víðtæka reynslu við fagmeðhöndlun matvæla, matreiðslu og framreiðslu matar.

 

Um leið og Gestur er boðinn velkominn í nýtt starf, þá er Birgi þakkað fyrir afskaplega skemmtilegt og fræðandi samstarf í 2 áratugi. Hans verður sárt saknað þegar hann hættir síðsumars.

 

Þó Gestur eigi ekki eftir að galdra fram góðan mat á jafn hljómmikinn og ærslafullan hátt og Birgir, þá gefur hann Birgi ekkert eftir í eldamennskunni með sínu rólynda og elskulega fasi.

Kristín Björg Albertsdóttir, forstjóri, lćtur af störfum

7.05 2018 | Hörđur Högnason
Kristín Björg Albertsdóttir
Kristín Björg Albertsdóttir

Kristín Björg Albertsdóttir, forstjóri HVEST, lætur af störfum 1. júlí n.k. Hún tók við af Þresti Óskarssyni 1. nóvember 2016 og hafði áður verið forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Óhætt er að segja að starf hennar hér hafi verið viðburðaríkt, mjög annasamt og erfitt. Það vildi okkur á HVEST þó til happs, að Kristín er vel menntaður reynslubolti, afskaplega vinnusöm og nákvæm í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Tók hún af festu á mörgum erfiðum málum, sem þurftu úrlausnar við. Stofnunin var óheppin með ráðningar á fjármálastjórum, sem olli því að Kristín þurfti lengi vel sinna því starfi líka, á sama tíma og mikil endurskoðun átti sér stað á rekstri stofnunarinnar. Þá þurfti nýráðinn mannauðsstjóri einnig að hætta af fjölskylduástæðum, en Framkvæmdastjórn hafði bundið miklar vonir við það nýja starf. Kristín kann þá list, að slaka á og róa huga og hönd með þeim aðferðum sem jóga og hugleiðsla kenna. Það hlýtur að koma í góðar þarfir í dagsins önn.   

 

Það verður sjónarsviptir af Kristínu, enda erfitt að fylla það skarð, sem hún skilur eftir sig. Er henni þakkað af alhug fyrir samstarfið á HVEST og óskað allra heilla í framtíðinni. Kristín hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Sólheima í Grímsnesi og hlakkar til að takast á við ný verkefni á þeim góða stað.

Nýr mannauđs- og rekstrarstjóri ráđinn

7.05 2018 | Hörđur Högnason
Hjalti Sölvason, mannauđs- og rekstrarstjóri
Hjalti Sölvason, mannauđs- og rekstrarstjóri

Hjalti Sölvason hefur verið ráðinn mannauðs- og rekstrarstjóri HVEST til 1 árs frá 14. maí n.k. Kemur hann í stað Önnu Grétu Ólafsdóttur, sem þurfti að láta af störfum eftir stutta viðveru á Ísafirði af fjölskylduástæðum.

 

Hjalti er kerfisfræðingur að mennt, með MBA gráðu í viðskiptafræði frá Edinborgarháskóla og próf í verðbréfaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík, auk annars. Hann hefur víðtæka reynslu í ráðgjafar-, stjórnunar- og mannauðstörfum tengdum menntun sinni, nú síðast sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi á sviði sölu, markaðs- og rekstrarmála erlendis.

 

Fyrir utan mannauðsmálin, mun Hjalti taka að sér nýtt starf rekstrarstjóra stoðdeilda HVEST og annarra starfssviða, sem áður heyrðu undir fjármálastjóra.

 

Hjalti er boðinn velkominn til starfa og hlökkum við til að fá til liðs við okkur mann með hans víðtæku reynslu.

Nýr framkvćmdastjóri lćkninga ráđinn á HVEST

7.05 2018 | Hörđur Högnason
Andri Konráđsson
Andri Konráđsson

Andri Konráðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri lækninga á HVEST frá 1. september n.k. Tekur hann við af Hallgrími Kjartanssyni, sem verður áfram yfirlæknir heilsugæslusviðs HVEST. Hallgrímur gegndi því starfi meðfram framkvæmdastjórastarfinu, en lét það í hendur Maríu Ólafsdóttur, heilsugæslulækni, sem ráðin var til þess starfs tímabundið í 1 ár, en er nú á förum innan skamms.

 

Andri er mörgum hér vestra að góðu kunnur, en hann var læknir á heilsugæslusviði HVEST á Ísafirði á árunum 2001-2003. Hann er sérfræðingur í almennum skurðlækningum og hefur starfað sem slíkur í Stavanger í Noregi undanfarin 10 ár, síðustu 2 árin sem yfirlæknir. Hann mun því starfa sem skurðlæknir á HVEST meðfram framkvæmdastjórastarfinu. Skurðlækningarnar eru ákveðin kjölfesta í þjónustu HVEST og er forsenda fyrir margri annarri heilbrigðisþjónustu, eins og fæðingum til dæmis.

 

Almennir skurðlæknar með víðtæka skurðreynslu eru ekki á hverju strái, sérstaklega ef litið er til þarfa landsbyggðarsjúkrahúss. Við bjóðum Andra velkominn til starfa í haust og teljum okkur heppin að hafa fengið svo góðan fagmann til HVEST.

Vefumsjón