A A A

Fyrirkomulag vegna mislingabólusetningu į heilsugęslu į Heilbrigšisstofnun Vestfjarša

15.03 2019 |

Upplýsingar varðandi mislinga birtast á heimasíðu Embætti landlæknis www.landlaeknir.is

 

Vegna mikilla fyrirspurna varðandi mislingabólusetningar: skv landlækni eru tíu þúsund skammtar af bóluefni komnir í dreifingu á heilbrigðisstofnanir um land allt. Unnið er nú að því að skipuleggja framkvæmd bólusetningar og verður það tilkynnt hér á heimasíðu HVEST þegar þær liggja fyrir.

 

Ekki þarf að hringja, einstaklingar verða boðaðir í bólusetningu. Bólusett verður niður í 12 mánaða, forgangsraðað verður í bólusetningu.

 

Skv leiðbeiningum Sóttvarnarlæknis sem gefið var út 15.3.2019:

Framkvæmd bólusetninga

Sóttvarnalæknir hefur í samráði við umdæmis- og svæðislækna ákveðið eftirfarandi:

  1. Á svæðum þar sem mislingar hafa verið að greinast eins og á Austfjörðum og á höfuðborgarsvæðinu þá verður lögð áhersla á að allir/flestir óbólusettir á aldrinum 6 mánaða til 49 ára (fæddir eftir 1970) fái eina bólusetningu. Bólusettir einstaklingar á aldrinum 6-12 mánaða þurfa bólusetningu nr. 2 við 18 mánaða aldur. Eldri en 12 mánaða þurfa bara eina bólusetningu (og svo aftur við 12 ára).
  2. Útsettir einstaklingar fái bólusetningu innan 72 klst. eftir útsetningu fyrir mislingum til að minnka líkur á veikindum.
  3. Útsettir einstaklingar og náinn umgangshópur þeirra sem fer í sóttkví fái bólusetningu jafnvel þó að þeir hafi verið bólusettir áður.
  4. Ekki á að bólusetja einstaklinga eldri en 49 ára (fæddir fyrir 1970) þar sem miklar líkur eru á að þeir hafi fengið mislinga á sínum tíma.
  5. Á svæðum þar sem mislingar hafa ekki greinst er mælt með bólusetningu óbólusettra einstaklinga 12 mánaða og eldri (ekki 6-12 mánaða).
  6. Ekki er talin ástæða til að bólusetja börn yngri en 12 mánaða sérstaklega vegna ferðalaga erlendis, nema í undantekningartilvikum til landa þar sem mislingar eru algengir en eftirfarandi 10 lönd eru með hæstu tíðni mislinga skv. upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni: Madagaskar, Úkraína, Indland, Brasilía, Filipseyjar, Venesúela, Taíland, Pakistan, Yemen og Ísrael.
  7. Með ofangreindum tilmælum er ekki verið að breyta almennum bólusetningum á Íslandi. Reglubundnar bólusetningar gegn mislingum eru áfram við 18 mánaða aldur og seinni sprauta við 12 ára aldur.
  8. Rétt er að árétta að staðfest eggjaofnæmi er ekki frábending gegn bólusetningu nema ef viðkomandi er með sögu um lífshættuleg ofnæmisviðbrögð.

 

Spurningar og svör varðandi mislinga https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item36797/Spurningar-og-svor-vardandi-mislinga

Skrįning į heilsugęslustöšvar

20.12 2018 | Svavar Žór Gušmundsson

Um síðustu mánaðamót var sett í gang rafræn keyrsla hjá Landlækni sem leiðrétti skráningar einstaklinga á heilsugæslustöðvar. Allir Íslendingar eru skráðir á heilsugæslustöð í sínu umdæmi en dæmi hafa verið um að þeirri skráningu hafi verið áfátt og því var ráðist í að leiðrétta hana á landsvísu. Slík skráning er nauðsynleg því nú mun fjöldi skjólstæðinga hjá heilsugæslustöð verða tengd að nokkru leyti við framlög til hennar. Það er því mikilvægt að þessi skráning sé rétt.

Nú ætti þessi skráning að vera orðin nokkuð nærri lagi en þó þurfa allir að ganga úr skugga um að þeir séu skráðir á rétta heilsugæslustöð. Til að gera það þarf að fara á vefinn og inn á slóðina www.sjukra.is en það er vefur Sjúkratrygginga Íslands. Síðan þarf að skrá sig inn í Réttindagátt skjólstæðinga sem er að finna á forsíðunni. Til þess að geta skráð sig þar inn, þarf viðkomandi að hafa rafræn skilríki. Hér er slóð á leiðbeiningar um það hvort að fólk sé skráð á rétta heilsugæslu (í sínu umdæmi/nálægt lögheimili) og þá hvernig hægt er að breyta þeirri skráningu ef þarf.

Starfsfólk heilsugæslunnar á Ísafirði hefur nú þegar lagt mikla vinnu í að skrá einstaklinga á heilsugæslustöðvar í þeirra heimabæjarkjörnum en alltaf má gera betur. Við biðjum skjólstæðinga okkar því um að ganga úr skugga um þessa skráningu. Svo verður að minnast á það, að nú er sífellt algengara að upplýsingar um marga þá hluti sem að okkur snúa, þ.m.t. heilsu okkar, séu á rafrænu formi. Til að nálgast þær, t.d. þetta framangreinda og líka grunnupplýsingar úr sjúkraskrám okkar inni á www.heilsuvera.is svo eitthvað sé nefnt, verður fólk að hafa rafræn skilríki. Eru því allir hvattir til að verða sér úti um slík skilríki en það er t.d. hægt að gera í viðskiptabanka hvers og eins.

Hildur Elķsabet fyrirmyndarstjórnandi įrsins 2018

6.12 2018 | Höršur Högnason
Hildur og Sandra, formašur SLFĶ
Hildur og Sandra, formašur SLFĶ
1 af 2

Sjúkraliðafélag Íslands hefur útnefnt Hildi Elísabetu Pétursdóttur fyrirmyndarstjórnanda ársins 2018. Hildur er deildarstjóri hjúkrunarheimilanna Eyrar á Ísafirði og Bergs í Bolungarvík og hefur verið frá opnun beggja heimila.

 

Þetta er í fimmta skipti sem Sjúkraliðafélagið stendur fyrir útnefningunni, sem hefur það að markmiði að styðja við og draga fram það sem vel er gert í mannauðsstjórnun. Verðlaunin voru afhent í sal Eyrar þriðjudaginn 4. desember.

 

Við afhendingu verðlaunanna sagði Sandra B. Franks formaður Sjúkraliðafélags Íslands að í umsögn um Hildi sé bent meðal annars á framúrskarandi eiginleika hennar í mannlegum samskiptum og hversu vel hún nýtir faglega hæfni og færni sjúkraliða í störfum sínum.

 

Gylfi Ólafsson forstjóri sagði við þetta tilefni að Hildur væri vel að verðlaununum komin, hún væri öflugur stjórnandi sem hefði lánast að gera öfluga liðsheild meðal starfsfólks.

 

Hildur sagði við móttöku verðlaunanna að starfsfólkið skipti öllu máli. Svona stofnanir megi líta á sem keðju, þar sem hver hlekkur er mikilvægur. Eyri og Berg hafi alltaf verið heppin með starfsfólk og það hafi gert starf hennar auðvelt.

 

Hildur Elísabet hefur unnið hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eða fyrirrennurum stofnunarinnar með litlum hléum síðan 1997 þegar hún útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands. Hún lauk diplómanámi í hjúkrun hjarta- og lungnasjúklinga árið 2006 og meistaragráðu í hjúkrunarstjórnun árið 2011.

Breytt lög um lķffęragjöf

4.12 2018 | Svavar Žór Gušmundsson

Þann 1. janúar nk. munu lög um líffæragjafir breytast þannig að þá munu allir íslenskir ríkisborgarar verða sjálfkrafa líffæragjafar. Vilji fólk ekki gefa líffæri sín, verður það að haka í sérstakan reit í Heilsuveru eða á síðu Landlæknisembættisins til þess að gera afstöðu sína heyrinkunnuga í heilbrigðiskerfinu. Noti fólk ekki tölvu þarf það að láta heimilislækni sinn vita og hann/hún gerir viðeigandi ráðstafanir. 

Hér til hægri er búið að koma fyrir hnappi, Við gefum líf, sem vísar á síðu Landlæknisembættisins þar sem hægt er að fræðast nánar um þetta.

Inflśensubólusetningar haustiš 2018

27.09 2018 | Svavar Žór Gušmundsson

Inflúensubólusetningar hefjast þann 1. október nk. en þeim lýkur þann 30. nóvember.

 

Bólusett verður á Heilsugæslustöðinni Torfnesi á Ísafirði og er opið alla virka daga kl. 14:30 til 15:30. Bólusett verður á öðrum heilsugæslustöðvum (Bolungarvík, Flateyri, Suðureyri, Súðavík og Þingeyri) á opnunartíma þeirra. Þar þarf að panta tíma svo að vitað sé um magn bóluefnis í hvert sinn.

 

Einnig er bólusett á heilsugæslustöðinni á Patreksfirði. Þar er betra að bóka tíma og fá tíma samdægurs. Ekki er sérstaklega boðið upp á bólusetningar á Bíldudal og Tálknafirði, en þeir sem eiga ekki heimangengt ættu að hafa samband við heilsugæsluna og þá er lausn fundin á því. 

 

Allir sem fá bólusetningu þurfa að greiða komugjald á heilsugæslustöðina, en einstaklingar 60 ára og eldri, og þeir sem tilheyra eftirtöldum áhættuhópum, fá bóluefnið sér að kostnaðarlausu. Munið að framvísa afsláttar- og/eða örorkuskírteini við komuna.


Sérstaklega mælir sóttvarnalæknir með að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við bólusetningarnar:

 

- einstaklingar 60 ára og eldri

- einstaklingar með langvinna hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdóma, sykursýki, illkynja sjúkdóma og aðra ónæmisbælandi sjúkdóma.

- heilbrigðisstarfsfólk sem annast sjúklinga í áhættuhópum hér að ofan.

- þungaðar konur

 

Uppfært 17. október með upplýsingum um suðursvæðið. 

Vefumsjón