A A A

„Fullt af tćkifćrum fyrir vestan“ - Viđtal viđ Gylfa, Andra og Millu í hlađvarpi LSH

14.06 2019 | Ragnheiđur Eiríksdóttir

Nýverið fékk Heilbrigðisstofnunin góða heimsókn frá samskiptadeid Landspítalans. Landspítalinn er nefnilega fyrir alla landsmenn og samstarf milli stofnananna þess vegna mjög mikilvægt. Eitt af því sem þeir Stefán Hrafn og Ásvaldur frá LSH gerðu í heimsókninni var að setjast niður í kaffispjall með Gylfa forstjóra, Andra framkvæmdastjóra lækninga og Millu starfsmannastjóra. Útkomuna má hlýða á í skemmtilegum hlaðvarpsþætti - smelltu hér til að hlusta

Edrú framhaldsskólanemar og fótgangandi fullorđnir

13.06 2019 | Ragnheiđur Eiríksdóttir
Lýđheilsuvísar Landlćknisembćttis
Lýđheilsuvísar Landlćknisembćttis

Vissir þú að á Vestfjörðum er streita fullorðinna minnst, ölvunardrykkja framhaldsskólanema minnst og hlutfallslega fæstir framhaldsskólanemar sofa of stutt. Allt miðað við landsmeðaltalið. Fullorðnir eru líka duglegri við að nota virka ferðamáta á leið til vinnu, til dæmis göngu eða reiðhjól, og drekka minna gos, á meðan krakkar í efri bekkjum grunnskóla nota síður reiðhjól eða tvo jafnfljóta til að koma sér til og frá skóla. Í nýju gögnunum kemur einnig fram að fleiri fullorðnir á Vestfjörðum sofa of stutt og íbúar eru ólíklegri til að heimsækja sérfræðilækna.

 

Þetta kemur fram í nýjum lýðheilsuvísum sem Landlæknisembættið kynnti á fundi í Reykjanesbæ þann 13. júní. Lýðheilsuvísar eru mælanlegir þættir sem gefa vísbendingu um heilbrigði íbúa, líðan þeirra og aðgengi að heilbrigðisþjónustu svo fátt eitt sé nefnt. Með því að mæla sömu hlutina um allt land má bera saman ýmsa þætti í heilbrigði og líðan þjónðarinnar eftir landshlutum. Bæjarfélög og stofnanir geta nýtt lýðheilsuvísa sem hvatningu til að bæta þjónustu.

...
Meira

Heilsugćsluţjónusta í sumar

11.06 2019 | Svavar Ţór Guđmundsson

Heilsugæslustöðvarnar á Ísafirði og Patreksfirði verða opnar í sumar milli 8 og 16 alla virka daga. Þjónusta verður veitt á heilsugæsluseljunum á Tálknafirði og Bíldudal eins og venjulega. 

 

Lokað verður á heilsugæsluseljunum á Flateyri, Suðureyri og Súðavík í sumar eða frá 1. júní til 1. september. Hægt er að panta tíma hjá heilsugæslulækni í síma 450 4500 milli kl. 8 og 16 alla virka daga.

Heilbrigđisstofnun Vestfjarđa hástökkvari stórra stofnana; starfsandi, ímynd, ánćgja, stolt og stjórnun stórbatna milli ára

20.05 2019 | Gylfi Ólafsson
Mynd 1: Röđun 2018 og 2019. http://hvest.is/um_hvest/skraarsafn/skra/43
Mynd 1: Röđun 2018 og 2019. http://hvest.is/um_hvest/skraarsafn/skra/43
1 af 4

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er hástökkvari stórra stofnana í könnun Sameykis á stofnun ársins 2019.

 

„Þessar niðurstöður eru einstaklega gleðilegar og staðfesting á þeirri tilfinningu sem við höfum haft að starfsandi innan stofnunarinnar og ánægja hafi aukist og ímynd hennar og stolt starfsfólksins hafi batnað á síðustu misserum,“ segir Gylfi Ólafsson forstjóri.

 

Í fyrra náði Heilbrigðisstofnun Vestfjarða lágmarksþátttöku til að vera með í könnuninni, eftir að hafa ekki náð því árin á undan. Stofnunin var þá í 74. sæti af 82 stofnunum með 50 starfsmenn eða fleiri. Stofnunin var lægst meðal heilbrigðisstofnana og undir meðaltali þeirra í undirliðum sem mældu ánægju og stolt, ímynd stofnunar, starfsanda og stjórnun.

 

Mikill viðsnúningur

Þetta hefur snúist við milli ára. Stofnunin hoppar upp um 34 sæti, en engin stór stofnun hækkar jafn hratt milli ára, sjá mynd 1

 

Í júlí 2018 tók Gylfi Ólafsson við starfi forstjóra stofnunarinnar og í kjölfarið varð mikil endurnýjun í stjórnendateymi hennar. Framkvæmdastjóri lækninga, mannauðs- og rekstrarstjóri, fjármálastjóri og hjúkrunarstjóri á Patreksfirði hafa öll komið ný til starfa síðan. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er nú komin upp í meðaltal allra stofnana, og eftir að hafa verið nokkuð fyrir neðan meðaltal heilbrigðisstofnana mælist heildareinkunn nú yfir meðaltali systurstofnana. Sjá myndir 2 og 3

 

Einkum eru það undirliðirnir stjórnun, starfsandi, launakjör, ímynd stofnunar, og ánægja og stolt sem hækka milli ára, sjá mynd 4.

 

Svarhlutfall jókst töluvert milli ára. Ekki er hægt að útiloka að það hafi áhrif á niðurstöðurnar.

 

Góður millitími en áfram verk að vinna

„Til að veita okkar lífsnauðsynlegu þjónustu er grundvallaratriði að starfsfólkinu líði vel. Þess vegna er það stærsta hlutverkið mitt sem leiðtoga að stuðla að því með öllum ráðum. Þessar niðurstöður eru góður millitími og sýna okkur að umbætur geta fljótt borið mælanlegan árangur, en þær sýna okkur einnig hvar skóinn kreppir og hvar við eigum að einbeita okkur á komandi misserum. Þar erum við með mörg verkefni í undirbúningi,“ segir Gylfi.

 

 

Nýtt röntgentćki tekiđ í notkun á Ísafirđi

15.04 2019 | Gylfi Ólafsson
Gylfi Ólafsson forstjóri og Hulda María Guđjónsdóttir geislafrćđingur veita tćkinu viđtöku frá Stefáni S. Skúlasyni frá Fastusi, íslenskum umbođsađila ţess, og Martin Darms sem kom frá Swissray til ađ ljúka viđ uppsetningu og stillingu á tćkinu. Á myndina vantar Ursulu Siegle deildarstjóra röntgendeildar.
Gylfi Ólafsson forstjóri og Hulda María Guđjónsdóttir geislafrćđingur veita tćkinu viđtöku frá Stefáni S. Skúlasyni frá Fastusi, íslenskum umbođsađila ţess, og Martin Darms sem kom frá Swissray til ađ ljúka viđ uppsetningu og stillingu á tćkinu. Á myndina vantar Ursulu Siegle deildarstjóra röntgendeildar.

Í dag var tekið í gagnið nýtt röntgentæki á starfsstöð stofnunarinnar á Ísafirði. Það eldra hafði verið bilað um nokkurra mánaða skeið, og þar sem það var orðið gamalt þótti ekki skynsamlegt að kosta miklu til að lagfæra það. Nýja tækið er frá Swissray.

 

Nýja tækið er öflugt en hefur þó ekki alla þá eiginleika sem hið eldra hafði. Nýtt fullkomið tæki verður aðeins keypt eftir útboð sem tekur töluvert lengri tíma en hægt var að samþykkja í þetta skipti. Það ferli er nú að fara í gang en mun ekki skila tæki fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Þegar það gerist mun Swissray tækið verða flutt til Patreksfjarðar og leysa þar af hólmi eldra tæki. Á Patreksfirði eru ekki starfandi geislafræðingar og er því heppilegt að þar sé einfalt tæki sem geislafræðingar stofnunarinnar á Ísafirði hafa kynnst vel. 

 

Röntgentækið er keypt með peningum sem komu á sérstökum fjárlagalið fyrir yfirstandandi ár, en nákvæm úthlutun þess fjár var tilkynnt með fréttatilkynningu heilbrigðisráðuneytisins á dögunum.

 

Vefumsjón