A A A

Nýtt fćđingarrúm gefiđ á HVest

5.01 2021 | Sigríđur Lára Gunnlaugsdóttir
Erla Sigurjónsdóttir ljósmóđir viđ nýja fćđingarrúmiđ.
Erla Sigurjónsdóttir ljósmóđir viđ nýja fćđingarrúmiđ.

 

Fæðingadeild Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða barst góð gjöf fyrir jólin þegar nýtt og fullkomið fæðingarrúm barst til Ísafjarðar. Nýja rúmið er mikil bót bæði fyrir fæðandi konur og starfsfólk. Það auðveldar ljósmæðrum aðgengi að konunum, bætir vinnuaðstöðu og leiðir til betri líkamsbeitingu starfsfólks. Rúmið veitir síðan konum meiri hreyfanleika og sveigjanleika í fæðingu með fjölmörgum stillingarmöguleikum. Gamla rúmið var frá síðustu öld og bæði rúm og dýna orðið slitið og úr sér gengið.

 

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða þakkar öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn, en fjölmörg félagasamtök hér á norðanverðum Vestfjörðum tóku þátt í fjármagna kaupin, mörg með mjög rausnarlegum framlögum. Það er starfsfólki og stjórnendum HVest mikill styrkur að finna þann samhug og velvilja sem nærsamfélagið sýnir stofnuninni.

 

 

 

Bólusetning á Vestfjörđum hófst á Bergi

30.12 2020 | Gylfi Ólafsson
1 af 4
Íbúar á hjúkrunarheimilum og framlínustarfsmenn á Vestfjörðum verða bólusettir í dag, um 70 manns.
 
Fyrsta bólusetningin fór fram á Bergi í Bolungarvík kl. 10 í morgun, 30. desember. Ester Hallgrímsdóttir íbúi á Bergi fékk fyrsta skammtinn. Í apríl slapp hún við smit þrátt fyrir að hafa verið umkringd smituðum íbúum þegar hópsýkingin kom þar upp.
 
Fjóla Sigríður Bjarnadóttir, deildarstjóri hjúkrunarheimilanna Eyrar, Bergs og Tjarnar gaf henni sprautuna. Fjóla hefur verið hjúkrunarfræðingur á Bergi um árabil og stýrði aðgerðum þar í apríl. Nú um áramótin lætur Fjóla af störfum hjá stofnuninni og flytur til Garðabæjar.
 
„Þetta er táknrænn og tilfinningaþrunginn dagur fyrir okkur öll,“ segir Hildur Elísabet Pétursdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar.
 
Aðrir íbúar á hjúkrunarheimilum stofnunarinnar á Tjörn á Þingeyri, Eyri á Ísafirði verða bólusettir í dag, sem og læknar og hjúkrunarfræðingar í framlínu heilbrigðisþjónustunnar. Bóluefni er einnig lent á flugvellinum á Bíldudal og verða íbúar í hjúkrunarrýmum á Patreksfirði og framlínustarfsmenn bólusettir í dag. Alls verða því 70 skammtar gefnir.
 
Á myndunum eru:
Ester Hallgrímsdóttir og Fjóla Sigríður Bjarnadóttir við bólusetningu á Bergi.
Þórunn Berg og Telma Björk Sörensen hjúkrunarfræðingar blanda bóluefnið.
Jóhanna Hafsteinsdóttir lyfjatæknir tekur á móti bóluefninu á Ísafirði.

Gerður Rán Freysdóttir hjúkrunarstjóri á Patreksfirði tekur á móti bóluefni á Bíldudalsflugvelli. 

 

Bólusetning í heilbrigđisumdćmi Vestfjarđa

28.12 2020 | Gylfi Ólafsson
Uppfært 29. desember
Bólusetning fyrir Covid-19 hefst í heilbrigðisumdæmi Vestfjarða 30. desember. Fyrstu sendingar koma til Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Ísafirði og Patreksfirði 29. og 30. desember. Byrjað verður á hjúkrunarheimilinu Bergi kl. 10 30. desember., en það heimili fór illa út úr fyrstu bylgju faraldursins í apríl. Í fyrstu umferð verða allir íbúar á hjúkrunarheimilum stofnunarinnar á Ísafirði, Patreksfirði, Bolungarvík og Þingeyri bólusettir auk lækna og hjúkrunarfræðinga í framlínu. Einnig fá íbúar í þjónustuíbúðum Ísafjarðarbæjar á Þingeyri bóluefni, en þeir deila húsnæði með íbúum hjúkrunarheimilisins. Alls eru þetta um 70 manns.
 
Fylgt er landsáætlun um forgangsröðun bæði í þessu skrefi og næstu skrefum og mikið samráð innan heilbrigðiskerfisins á landsvísu til að það bóluefni sem fæst nýtist sem best.  

Um heimsóknir á hjúkrunarheimili yfir hátíđirnar

18.12 2020 | Gylfi Ólafsson

Eftirfarandi upplýsingar voru sendar til íbúa á Eyri, Bergi, Tjörn og hjúkrunardeild á Patreksfirði, og aðstandenda þeirra. 

 

Ágætu íbúar og aðstandendur.

Við biðlum til ættingja að leggja eigin hagsmuni til hliðar fyrir hagsmuni heildarinnar.

Jólahátíðin er mikil fjölskylduhátíð og á sérstakan sess í hjörtum flestra. Við á hjúkrunarheimilum Hvest höfum í gegnum árin litið til jólahátíðarinnar með mikilli gleði og tilhlökkun og fundist mikilvægt að gera allt sem við getum til að aðfangadagskvöld og jóladagarnir verði sem hátíðlegastir fyrir íbúa okkar, aðstandendur og starfsfólk.

 

Þetta árið er ljóst að jólahátíðin verður ekki með hefðbundnu sniði. Covid hefur haft áhrif á líf okkar allra, regluleg samvera hefur farið úr skorðum og miklar hömlur hafa verið settar á öll samskipti. Á Hvest hafa gilt ákveðnar heimsóknartakmarkanir frá byrjun faraldursins, mismiklar hverju sinni. Ávallt hefur markmiðið verið að verja íbúana okkar og reyna að hindra að smit berist inn á heimilin. Í ljósi aðstæðna og þess að samvera verður ekki á sama hátt og fyrri jólahátíðir munum við leggja okkur enn frekar fram um að gera allt sem í okkar valdi stendur til að jólahátíðin verði sem hátíðlegust og notalegust fyrir íbúa okkar.

 

Sóttvarnaryfirvöld hafa lagt ríka áherslu á að við „höldum þetta út“ og búum til okkar eigin „jólakúlu/jólavini“ þar sem einstaklingar velji sér þá sem þeim finnst mikilvægast að hafa samskipti við um hátíðarnar. Þetta þurfum við á Hvest einnig að hafa í huga. Því miður verður því ekki hægt að bjóða maka eða öðrum ættingjum að borða með íbúanum á aðfangadagskvöld eða hina jóladagana. Það sama á við um gamlársdag og nýársdag.

 

Við mælum eindregið gegn því að íbúi fari út af heimilinu til ættingja sinna um hátíðarnar. Ef íbúi fer út af heimilinu þarf hann að fara í sóttkví í 5 daga áður á heimili ættingja áður en hann kemur til baka á heimilið. Í lok sóttkvíar (eftir 5 daga) verður tekið Covid-sýni.

 

Athugið að eftirfarandi heimsóknareglur munu alltaf þurfa að taka mið af stöðu faraldursins í samfélaginu og gætu því breyst fram að jólum.

 

Við sendum ykkur öllum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og horfum með bjartsýni til nýs árs með von um fleiri samverustundir á nýju ári.

 

Rýmri reglur yfir jól

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða hefur ákveðið að rýmka aðeins heimsóknareglurnar um jóladagana ef ástand í samfélaginu leyfir.

 • Tveir gestir hafa leyfi til að heimsækja hvern íbúa aðfangadag, jóladag og annan í jólum. Annar gesturinn er sá sem á þá heimsóknarviku.
 • Sömu tveir gestir mega koma þessa 3 daga (auk maka íbúa).
 • Ætlast er til þess að heimsóknargestir komi á milli kl: 13:00-16:30 og/eða frá 19:30-22:00.
 • Börn undir 18 ára hafa leyfi til að koma í heimsókn, en þá teljast þau annar af þessum tveimur gestum.
 • Munið að spritta hendur við komu og áður en þið yfirgefið heimilið.
 • Allir gestir þurfa að koma með andlitsgrímu (maska). Óheimilt er að koma með taugrímu.
 • Vinsamlega hafið grímuna á ykkur allan tímann á meðan heimsókn stendur.
 • Vinsamlega farið beint inn á herbergi íbúa, ekki stoppa og spjalla á leiðinni. Farið inn um svalahurðir þar sem það á við. Ef íbúi er ekki inni á herbergi þá biðjið þið starfsfólk að sækja hann, ekki gera það sjálf.
 • Virðið 2ja metra regluna og forðist snertingu við íbúa.
 • Heimilt er að fara með íbúa út í göngutúr í nærumhverfi á meðan heimsókn stendur.
 • Ekki er heimilt að fara í bíltúr eða heimsókn með heimsóknargesti sínum.
 • Undanþága frá þessu er aðeins veitt við mikil veikindi íbúa og þarf leyfi frá deildastjóra/aðstoðardeildarstjóra.

Vinsamlega ekki koma inn á hjúkrunarheimilin ef:

 • Þú ert í sóttkví eða einangrun.
 • Þú bíður eftir niðurstöðu úr sýnatöku.
 • Þú ert með flensulík einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).
 • Þú varst erlendis fyrir minna en 14 dögum.

Mikilvægt er að hafa í huga að njóta samveru, hátíðleika og væntumþykju þótt hátíðarkvöldverður á aðfangadagskvöld sé ekki snæddur saman. Samveran sjálf er svo mikilvæg.  Þið getið skapað ykkar eigin hátíðar- og jólastund með ættingja ykkar. Tökum sem dæmi, að hægt er að sitja saman inn á herbergi íbúa og opna jólapakka, hlusta á jólatónlist og njóta hátíðleikans og þess að vera saman.

 

Njótið rafrænna samskipta. Sá sem kemur í heimsókn getur tengst öðrum ættingjum í gegnum netið. Þannig er hægt að skapa hátíðlega samverustund með fleirum en heimsóknargestinum sjálfum.

 

Rýmri reglur yfir áramót

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða hefur ákveðið að rýmka aðeins heimsóknareglurnar um áramótin ef ástand í samfélaginu leyfir.

 • Tveir gestir hafa leyfi til að heimsækja hvern íbúa gamlársdag og nýársdag. Annar gesturinn er sá sem á þá heimsóknarviku.
 • Sömu tveir gestir mega koma þessa 2 daga (auk maka íbúa).
 • Ætlast er til þess að heimsóknargestir komi milli kl. 13:00-16:30 og frá 19:30-22:00.
 • Börn undir 18 ára hafa leyfi til að koma í heimsókn, en þá teljast þau annar af þessum tveimur gestum.
 • Munið að spritta hendur við komu og áður en þið yfirgefið heimilið.
 • Allir gestir þurfa að koma með andlitsgrímu (maska). Óheimilt er að koma með taugrímu.
 • Vinsamlega hafið grímuna á ykkur allan tímann á meðan heimsókn stendur.
 • Vinsamlega farið beint inn á herbergi íbúa, ekki stoppa og spjalla á leiðinni. Ef íbúi er ekki inni á herbergi þá biðjið þið starfsfólk að sækja hann, ekki gera það sjálf.
 • Virðið 2ja metra regluna og forðist snertingu við íbúa.
 • Heimilt er að fara með íbúa út í göngutúr í nærumhverfi á meðan heimsókn stendur.
 • Ekki er heimilt að fara í bíltúr eða heimsókn með heimsóknargesti sínum.
 • Undanþága frá þessu er aðeins veitt við mikil veikindi íbúa og þarf leyfi frá vaktstjóra deildar.

 

Vinsamlega ekki koma inn á hjúkrunarheimilin ef:

 • Þú ert í sóttkví eða einangrun.
 • Þú bíður eftir niðurstöðu úr sýnatöku.
 • Þú ert með flensulík einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).
 • Þú varst erlendis fyrir minna en 14 dögum.

 

Mikilvægt er að hafa í huga að njóta samveru, hátíðleika og væntumþykju þótt áramótakvöldverður á gamlárskvöld sé ekki snæddur saman. Samveran sjálf er svo mikilvæg.  Þið getið skapað ykkar eigin hátíðar- og áramótastund með ættingja ykkar.

 

Njótið rafrænna samskipta. Sá sem kemur í heimsókn getur tengst öðrum ættingjum í gegnum netið. Þannig er hægt að skapa hátíðlega samverustund með fleirum en heimsóknargestinum sjálfum.

 

 

 

Markađskönnun: Flutningur á sýnum milli Patreksfjarđar og Ísafjarđar

16.11 2020 | Gylfi Ólafsson

Með tilkomu Dýrafjarðarganga batna samgöngur milli norður- og suðursvæðis Vestfjarða. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða rekur rannsóknastofu á Ísafirði en einungis einföldustu próf eru greind á Patreksfirði. Sýni þaðan eru því send til Landspítala með flugi sem fer daglega frá Bíldudal. Kostnaður við þetta er talsverður, bæði greiningarnar sjálfar og flutningur, á sama tíma og umframgeta er til greininga á Ísafirði.

 

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er því opin fyrir viðræðum við hverja sem eru eða hafa í hyggju að hefja reglulegar ferðir frá Patreksfirði til Ísafjarðar, með möguleika á samnýtingu á ferðum í huga.

 

Þar sem þetta hefur í för með sér breytt vinnufyrirkomulag hjá okkur liggja þarfirnar ekki alveg ljósar fyrir og gætu breyst eftir því sem verkefninu vindur fram. Okkur sýnist þær vera helst þessar:

 • Sýnin þurfa að berast samdægurs en ekki skiptir máli hvenær innan dags.
 • Sækja þarf sýnin á sjúkrahúsið á Patreksfirði og afhenda á sjúkrahúsinu á Ísafirði.
 • Ferðir þurfa að vera minnsta kosti einu sinni í viku. Ekki er bráðnauðsynlegt að ferðir séu allar vikur ársins. Þó þyrftu þær að vera a.m.k. 40 til að nýtt verklag nái fótfestu og fari að borga sig. Mikilvægt er að fyrirsjáanleiki sé í því hvaða vikur ferðir eru farnar og hvenær þær falla niður. Okkur er fyllilega ljóst að stundum hamla veður og færð ferðum.
 • Ferðirnar þurfa að vera á virkum dögum, og helst alltaf á sama vikudegi.
 • Sýnin koma í kössum sem eru yfirleitt á stærð við skókassa.
 • Gerður yrði samningur til eins árs til að byrja með.

 

Hafðu samband fyrir lok nóvember ef þetta gæti fallið vel saman við ferðaáætlanir þínar eða fyrirtækisins þíns.

 

Nánari upplýsingar veitir Gylfi Ólafsson forstjóri.

Vefumsjón