A A A

Covid-próf á Vestfjörđum

9.07 2021 | Gylfi Ólafsson

For English version, click here.

 

Neðangreindar upplýsingar koma í stað þeirra eldri.

 

Einkennapróf

Ef þú hefur flensulík einkenni sem gæti verið Covid, hringdu í okkur til að bóka tíma í síma 450 4500. Fylgdu leiðbeiningum og ekki koma inn á sjúkrahúsin. Sjá meðfylgjandi mynd um staðsetningu. Komdu á bíl, hjólandi eða gangandi. Vertu reiðubúin/nn að bíða í einangrun í 24–36 klukkutíma á meðan niðurstöðu er beðið. Sýnin eru tekin á Ísafirði alla virka daga kl. 13:00. Á Patreksfirði eru sýni tekin virka daga kl. 10:00 en á miðvikudögum kl. 9:00. Um helgar skal hringja í 1700 og þá er reynt að taka sýni eins og hægt er.

 

Próf í lok fimm daga sóttkvíar

Hringdu í okkur til að bóka tíma í síma 450 4500. Fylgdu leiðbeiningum og ekki koma inn á sjúkrahúsin. Sjá meðfylgjandi mynd um staðsetningu. Komdu á bíl, hjólandi eða gangandi. Vertu reiðubúin/nn að bíða í 24–36 klukkutíma á meðan niðurstöðu er beðið. Sýnin eru tekin á Ísafirði alla virka daga kl. 13:00. Á Patreksfirði eru sýni tekin virka daga kl. 10:00 en á miðvikudögum kl. 9:00. Sýni af þessu tagi eru ekki tekin um helgar.

 

Vottorð fyrir ferðalög til útlanda

Mörg lönd krefjast skírteinis um neikvætt Covid-sýni við komu til landsins. Frá og með 16. júlí 2021 verða slík próf ekki í boði á Vestfjörðum. Þessi próf eru í boði í Reykjavík, en sérstaklega er bent á hraðpróf Öryggismiðstöðvarinnar í Keflavík sem eru ódýrari og taka einungis 15 mínútur. Sjá vef Öryggismiðstöðvarinnar (oryggi.is) og travel.covid.is.

Covid-testing in the Westfjords

9.07 2021 | Gylfi Ólafsson

Fyrir upplýsingar á íslensku, smelltu hér

 

This supersedes earlier information. Updated 8th July.

 

Symptomatic tests

If you have symptoms that could be Covid (flu-like symptoms), call us [(+354) 450 4500] to book a test. Follow the instructions and please don't enter the hospitals. See the attached image for test locations. Be prepared to isolate for 24–36 hours while waiting for the test results. We do the tests every weekday in Ísafjörður at 13:00 and in Patreksfjörður on weekdays from 10:00 except on Wednesday, when it is from 9:00. Tests are done by appointment on weekends as possible; call 1700 (+354 544 4113 if dialing from a foreign number). Come by car, bike or foot.

 

Tests to leave 5-day quarantine

Call us [(+354) 450 4500] to book a test. Follow the instructions and please don't enter the hospitals. See the attached image for test locations. Be prepared to wait for 24–36 hours for the test results. We do these tests every weekday in Ísafjörður at 13:00 and in Patreksfjörður on weekdays from 10:00 except on Wednesday, when it is from 9:00. Tests are not done on weekends. Come by car, bike or foot.

 

Tests for certificate of being Covid-negative

Upon entering many countries, travelers are required to produce a certificate of being Covid-negative. Tests can often be either PCR test or rapid test. This includes tourist returning home after their wonderful stay in Iceland.

 

Effective 16th July 2021, these tests will not be available in the Westfjords. These tests are conducted in Reykjavík and Keflavik (and other places) with rapid tests and PCR with low cost and short turnaround time. See both Öryggismiðstöðin (oryggi.is), and travel.covid.is.

Móttaka heyrnarfrćđings á Patreksfirđi 29. júní

15.06 2021 | Sigríđur Lára Gunnlaugsdóttir

 

Indíana Einarsdóttir heyrnarfræðingur hjá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands, verður með móttöku á Patreksfirði þann 29. júní næstkomandi. Hún tekur meðal annars að sér heyrnarmælingar og almenna aðstoð með heyrnartæki og stillingar á þeim.

 

Bókanir í síma 581 3855 og á vef Heyrnar- og talmeinastöðvar.

 

Handahófskenndar bólusetningar

31.05 2021 | Gylfi Ólafsson
Í þessari viku klárum við árganga 1979 og fyrr. Eftir það förum við í bólusetningar eftir árgöngum en þar sem árgangarnir koma í handahófskenndri röð. Á Facebook-síðunni okkar má sjá myndband úr drættinum. Þessi listi mun gilda bæði á sunnan- og norðanverðum Vestfjörðum. Við vitum ekki nákvæmlega hvenær hver árgangur verður boðaður en þeir verða boðaðir í þessari röð:
 
 1. 1992
 2. 1996
 3. 2002
 4. 1994
 5. 1981
 6. 1997
 7. 1986
 8. 1980
 9. 1984
 10. 1998
 11. 2004
 12. 1988
 13. 2005
 14. 1995
 15. 2000
 16. 2003
 17. 1987
 18. 1983
 19. 1982
 20. 1985
 21. 2001
 22. 1989
 23. 1990
 24. 1999
 25. 1991
 26. 1993

Takmörkunum á heimsóknir aflétt; minni notkun á grímum

25.05 2021 | Gylfi Ólafsson
Ný reglugerð tók gildi í morgun sem afléttir talsverðum takmörkunum í daglegu lífi fólks. Heilbrigðisstofnanir eru undanþegnar reglugerðinni en skulu setja sér sínar reglur. Hjá okkur snúa einu eftirstandandi reglurnar að grímunotkun skjólstæðinga, heimsóknagesta og starfsmanna.
 
Heimsóknarreglur: Ekki eru aðrar takmarkanir á heimsóknir á hjúkrunarheimili (Eyri, Berg, Tjörn og Patreksfjörður). Á bráðadeild á Ísafirði eru heimsóknir frjálsar á heimsóknatímum eða á öðrum tímum í samráði við hjúkrunarfræðing á vakt. Áfram gildir að fólk sem er í sóttkví, einangrun eða með flensulík einkenni má ekki koma í heimsókn.
 
Grímunotkun: Skjólstæðingar í göngudeildarþjónustu (heilsugæsla, rannsókn, röntgen o.s.frv.) skulu bera grímur inni á stofnuninni. Heimsóknagestir á bráðadeild skulu bera grímu. Starfsfólk í beinum sjúklingasamskiptum á bráðadeild eða göngudeildum bera grímu. Önnur notkun á grímum er valkvæð.
Vefumsjón