A A A

Námskeiđ fyrir vettvangsliđa

22.05 2020 | Sigríđur Lára Gunnlaugsdóttir
Ţátttakendur á námskeiđinu ásamt Gylfa Ólafssyni forstóra Heilbrigđisstofnunar Vestfjarđa og Sigurđi A. Jónssyni slökkviliđsstjóra á Ísafirđi
Ţátttakendur á námskeiđinu ásamt Gylfa Ólafssyni forstóra Heilbrigđisstofnunar Vestfjarđa og Sigurđi A. Jónssyni slökkviliđsstjóra á Ísafirđi

 

Í morgun hófst námskeið fyrir vettvangsliða á Ísafirði. Eftir snjóflóðin á Flateyri í byrjun árs var ákveðið að boða til slíkra námskeiða bæði á suðursvæði og norðursvæði Vestfjarða. Fékkst sérstök fjárveiting frá heilbrigðisráðuneytinu til að halda námskeiðin. Ekki var næg þátttaka á suðursvæðinu að þessu sinni en þeim sem sóttu um þaðan var boðið að taka þátt á norðursvæði með niðurgreiðslu á ferðakostnaði.

 

Vettvangsliðar eru sjálfboðaliðar sem brúa bilið frá fyrsta viðbragði og skyndihjálp þar til frekari hjálp berst á svæðið.

Marmkiðið er að samfélag sem einangrast vegna utanaðkomandi þátta svo sem veðurs eða ófærðar, verði betur í stakk búið til að bregðast við í neyð og sinna bráðatilfellum þegar liðið getur langur tími þar til önnur sérhæfð þjónusta berst. Þannig geta þorp sem eru langt frá sjúkrahúsi eða eiga á hættu að lokast af, sinnt brýnustu heilsufarsvandamálum sem upp geta komið.

 

Þátttakendur á námskeiðinu eru frá Tálknafirði, Þingeyri, Suðureyri, Súðavík og Flateyri og er það Sjúkraflutningaskólinn á Akureyri sem sér um námskeiðið.

 

Ţakklćti

22.05 2020 | Sigríđur Lára Gunnlaugsdóttir

Síðustu þrjá mánuði hefur verið mikið álag á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða vegna COVID19 veirunnar. Starfsmenn hafa margir unnið mun meira en starfskylda býður og við aðstæður sem kalla á nýtt verklag og venjur. Smitgát hefur verið rauði þráðurinn í öllum störfum. Þennan tíma hefur verið ómetanlegt fyrir starfsfólk að finna hlýjan hug og fá góðar kveðjur frá nærsamfélaginu. Nú í vikunni kom þessi fallegi blómvöndur með þökkum til starfsfólks fyrir að standa vaktina.

 

Rétt er samt að minna á að slagurinn er ekki unninn og vill starfsfólk Hvest hvetja íbúa til að sinna áfram smitgát:. 

  • Gæta vel að hreinlæti, þvo hendur reglulega með sápu og nota handspritt. Forðast snertingu við augu, nef og munn.
  • Hósta og hnerra í krepptan olnboga eða í pappír.
  • Forðast náið samneyti við einstaklinga með hósta og almenn kvefeinkenni
  • Sýna aðgát í umgengni við algenga snertifleti á fjölförnum stöðum svo sem handrið, snertiskjái, greiðsluposa og hurðarhúna.
  • Heilsa frekar með brosi en handabandi eða faðmlagi.

Opnunartími endurhćfingardeildar á Ísafirđi

19.05 2020 | Sigríđur Lára Gunnlaugsdóttir

Þriðjudaginn 2. júní er stefnt að því að starfsemi endurhæfingardeildarinnar á Ísafirði verði aftur með eðlilegum hætti. Meðferðir sjúkraþjálfara hefjast að nýju og æfingarsalur verður opinn fyrir aðila utan úr bæ. Einnig verður sundlaugin opin og heiti potturinn.

Hópæfingar fyrir eldri borgara á Hlíf hefjast aftur í september.

 

Almennur opnunartími deildarinnar er 8:00 til 16:00. 

 

Æfingarsalur er opinn alla virka daga frá 8:00-10:00 og 11:30-15:45

 

Sundlaug er opin 

Mánudaga og miðvikudaga frá 8:00-14:00

Þriðjudaga og föstudaga er frá kl. 8:00-15.30

Fimmtudaga frá 8:00-11:30 og 12:30-15:30

 

Rafrćnir reikningar og vottorđ

8.05 2020 | Sigríđur Lára Gunnlaugsdóttir

Í samræmi við stefnu stjórnvalda um stafrænt Ísland 2020 eru allir reikningar frá ríkissjóði og ríkisstofnunum orðnir rafrænir. Frá og með 1. maísendir Heilbrigðisstofnun Vestfjarða því aðeins frá sér stafræna reikninga. Reikningarnir birtast á island.is og geta bæði einstaklingar og lögaðilar nálgast alla reikninga sem gefnir eru út af ríkissjóði og stofnunum þar.

 

Stofnunin sendir nú einnig vottorð rafrænt og fara þau inn á heilsuvera.is. Um er að ræða "Vottorð til vinnuveitenda" og "Almenn vottorð". Einstaklingur getur þá hringt inn og beðið um vottorð sem sent er inn á heilsuvera.is og birtist undir Mínar síður. Til að komast inn á mínar síður á heilsuvera.is þarf að vera með rafræn skilrík. Reikningur fyrir vottorðið fer inn á island.is og greiðsluseðill fer í heimabanka viðkomandi.

 

Þeir sem ekki eru nú þegar með rafræn skilríki geta farið í næsta banka og orðið sér úti um þau. Frekari upplýsingar um rafræn skilríki má finna hér.

 

Með auknu framboði stafrænnar þjónustu er markmiðið að lækka viðskiptakostnað allra aðila, nútímavæða viðskiptaumhverfi ríkisins og framfylgja umhverfissjónarmiðum. Áætlað er að um 200 m.kr. sparist á ári með því að nýta rafræna reikninga, m.a. með lækkun prentkostnaðar og póstburðargjalda.

 

Förum aftur á réttuna, en varlega

8.05 2020 | Gylfi Ólafsson

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða var sett á rönguna í mars og var með mjög óhefðbundnum hætti allan aprílmánuð. 11. maí falla úr gildi sérstakar ráðstafanir sem hafa verið í gildi á norðanverðum Vestfjörðum. Smám saman, í varlegum skrefum, nær starfsemin svipuðum takti og verið hefur. Þjónusta heilsugæslu fer að taka á sig eðlilegan brag og Viðar tannlæknir byrjar aftur hér á Ísafirði. 

 

Skrefin verða sum lítil og varfærin, sérstaklega þegar kemur að hjúkrunarheimilunum og legudeildunum. Þetta er gert til að minnka sem frekast er kostur líkur á að smit berist þangað inn.

 

Hér á sérstakri síðu eru nánari upplýsingar, en lykilatriðin eru þrjú: 

 

  1. 1. Ef þú ert með minnsta kvef, hósta, hita, flensulík einkenni eða beinverki, ekki koma, heldur hafðu samband í síma 450 4500. Þú færð þá nánari upplýsingar um hvernig þú átt að bera þig að og hvar þú átt að koma, ef það er yfir höfuð þörf á.
  2. 2. Enginn má koma inn á heilsugæslu, í blóðprufur eða annað án þess að vera með bókaðan tíma. Hægt er að bóka tíma í síma og á Heilsuveru. 
  3. 3. Heimsóknabanni verður aflétt í litlum skrefum frá 4. maí á Patreksfirði og 18. maí á Eyri, Bergi og Tjörn. Aðstandendur og íbúar hafa fengið upplýsingar frá starfsmönnum sem einnig svara spurningum sem upp koma. 
Vefumsjón