A A A

Skimun á norđanverđum Vestfjörđum

14.04 2020 | Gylfi Ólafsson
1 af 4

Ponizej po Polsku
English below

 

Í vikunni hefst skimun meðal íbúa á norðanverðum Vestfjörðum fyrir Covid-19. Skimað verður í Bolungarvík og á Ísafirði. Þetta er samvinnuverkefni Íslenskrar erfðagreiningar og Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

 

Skimunin er fyrir einstaklinga sem ekki finna fyrir einkennum og er ókeypis. Einstaklingar í sóttkví eða einangrun skulu halda sig heima. Þeir sem finna til einhverra einkenna skulu hafa samband við 450-4500 til að fá tíma í sýnatöku hjá heilbrigðisstofnuninni.

 

Skimað verður miðvikudaginn 15. apríl, fimmtudaginn 16. apríl og föstudaginn 17. apríl.

 

Hægt er að velja á milli fimm skimunarstaða:

 • Björgunarsveitarhúsið við Hafnargötu í Bolungarvík (á bíl)
 • Skoðunarstöð Frumherja við Skeiði á Ísafirði (á bíl)
 • Crossfit-stöðin við Sindragötu á Ísafirði (á bíl)
 • Kampaskemman (Aldrei fór ég suður-skemmuna) við Ásgeirsgötu (á bíl)
 • Úti við kjallara sjúkrahússins á Ísafirði (gangandi).

Sjá örvar á kortum til að sjá úr hvaða átt komið er að húsunum. Æskilegt er að drepa á bílnum meðan beðið er.

 

Heilbrigðisstarfsfólk tekur sýni úr bæði hálskoki og nefkoki. Niðurstað greiningarinnar verður birt á vefnum heilsuvera.is og hringt er í alla sem reynast bera smit.

 

Bóka þarf tíma á vef Íslenskrar erfðagreiningar, https://bokun.rannsokn.is/.

 

Best er að nota rafræn skilríki en hægt er einnig að nota kennitölu og símanúmer.

 

Skimað verður á sunnanverðum Vestfjörðum á næstu dögum eða vikum.

 

English.

Íslensk erfðagreining (deCODE genetics) is screening for COVID-19 in the general population in Iceland.

The objective is to learn about community spread of the virus.
The testing is free of charge. You can register by visiting https://bokun.rannsokn.is/.

 

Polski

Íslensk erfðagreining (deCODE genetics) prowadzi badania na terenie Islandii wykonując testy pod kątem COVID-19.
Celem badań jest poznanie w jaki sposób wirus rozprzestrzenia się w społeczeństwie.
Testowanie jest bezpłatne. Możesz się zarejestrować odwiedzając stronę internetową: https://bokun.rannsokn.is/.

 

Ţjónusta yfir páskana

8.04 2020 | Sigríđur Lára Gunnlaugsdóttir

Heilbrigðisþjónustan á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða yfir páskana tekur mið af Covid19 hópsmitinu.

Á Ísafirði og Patreksfirði verða sýni tekin eftir þörfum. Eins og áður eru sýni ekki tekin nema að undangengnu samtali við lækni eða hjúkrunarfræðing. Til að fá samtal við lækni eða hjúkrunarfræðing hjá okkur skaltu hringja í 450 4500 milli kl. 8.00 og 16.00 alla páskahelgina.

Unnið er að því að skimun fyrir veirunni, í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu, hefjist eftir helgi bæði á Patreksfirði og Ísafirði.

 

Þeir sem þurfa heilbrigðissþjónustu sem ekki tengist Covid19 hringja í 1700 og verður vísað þaðan á réttan stað.

 

Gleðilega páska 

Íbúi á Bergi lést úr Covid-19

6.04 2020 | Gylfi Ólafsson

Íbúi á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík lést í gær úr Covid-19. Tveir eru sýktir af Covid og þrír heimilismenn í einangrun og búið að taka sýni. Fimm íbúar eru í sóttkví án einkenna.

 

Meirihluti fastra starfsmanna á hjúkrunarheimilinu eru í einangrun, þar af fimm með staðfest smit. Aðrir fastir starfsmenn utan þriggja eru í sóttkví og er heimilinu því sinnt nær eingöngu af fólki úr bakvarðasveit eða öðrum deildum stofnunarinnar. Liðsafli hefur þegar borist úr bakvarðasveit og von er á fleirum með þyrlu Landhelgisgæslunnar seinna í dag ef veður leyfir.

 

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða vottar aðstandendum samúð. Starfmönnum og heimilisfólki óskum við skjóts bata og samfélaginu þökkum við aðstoð og velvilja. Einnig þökkum við fólki sem boðist hefur til starfa á stofnuninni sem hluti af bakvarðasveit.

Hertar ađgerđir vegna COVID-19 á Suđureyri, Ţingeyri Flateyri og Súđavík

5.04 2020 | Gylfi Ólafsson

Ponizej po Polsku

English below

 

Í ljósi nýrra smitrakninga á norðanverðum Vestfjörðum hefur aðgerðastjórn almannavarna á Vestfjörðum í samráði við sóttvarnalækni og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ákveðið að bregðast enn frekar við COVID-19 á Suðureyri, Flateyri, Þingeyri og Súðavík með hertum aðgerðum, eins og hér greinir:

 • Leik- og grunn­skól­um á Suðueyri, Flateyri, Þingeyri og Súðavík verði lokað frá og með morg­un­deg­in­um 6. apríl 2020. Þó skulu börn á for­gangslist­um fá vist­un á leik­skól­um og 1. og 2. bekkj­um grunn­skóla.
 • Sam­komu­bann verði miðað við 5 manns (þetta á þó ekki við um fjöl­skyld­ur sem búa á sama heim­ili).
 • Fjöldi viðskipta­vina í stærri versl­un­um (>150 fer­metr­ar) sé að há­marki 30 á hverj­um tíma.

Hvatt er til þess að fólk haldi sig heima, haldi sam­skipta­fjar­lægð, tak­marki ferðir og fylgi leiðbein­ing­um yf­ir­valda.

Þeim vinnu­stöðum eða hóp­um sem telja sig þurfa und­anþágu er bent á að sækja um slíkt hjá heil­brigðisráðuneyt­inu.

Fimm ný smit komu upp á síðasta sólhring og tengjast þau öll norðanverðum Vestfjörðum. Smitrakning stendur yfir og beðið er niðurstöðu nokkurs fjölda sýna sem tekin hafa verið.

 

Ákvörðun aðgerðastjórnar frá 1. apríl sl. um hertar aðgerðir í Bolungarvík og Ísafirði er enn í gildi.

Rauði Kross Íslands veitir fólki í sóttkví og einangrun aðstoð í síma, 1717.
Þessi ráðstöfun er tímabundin, ætluð til að hefta Covid-19 smit.

 

Fólk sem finnur til einkenna á að halda sig heima og hafa samband við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða í síma 450 4500 eða á heilsuvera.is. Tekin eru sýni alla virka daga á Ísafirði kl. 10-11, en fyrst þarf að fá samband við lækni. Spurningum um sjúkdóminn sjálfan er mörgum svarað á Covid.is.

 

Frekari upplýsingar um þessar reglur verða veittar í netfanginu yfirstjorn-lvf@logreglan.is og á Facebook-síðu Lögreglunnar á Vestfjörðum.

 

Aðgerðastjórn almannavarna á Vestfjörðum

5. apríl 2020

 

Zaostrzenie działań z powodu zakażenia Covid-19 w:Suðureyri, Þingeyri, Flateyri oraz w Súðavík.

W świetle nowych zarażeń na północno-zachodnich Fiordach. Wydział Ochrony Ludności i Zarządzania na Fiordach Zachodnich w porozumieniu z Szefem Epidemiologii oraz Wydziałem Ludności i Zarządzania Kryzysowego w Kraju postanowili zareagować jeszcze bardziej w miejscowościach Suðureyri, Flateyri, Þingeyri oraz Súðavík zaostrzeżonymi działaniami o których jest mowa poniżej:

 • Przedszkola oraz Szkoły Podstawowe w Suðureyri, Flateyri, Þingeyri oraz Súðavík będą zamknięte od dnia jutrzejszego 6. Kwietnia 2020. Lecz dzieci które są zapisane na listach priorytetowych dostaną miejsce w przedszkolach, oraz dzieci klas 1 i 2 Szkół podstawowych.
 • Zakaz spotkań masowych zostają zmniejszone do 5 osób. ( nie dotyczy rodzin które mają ten sam adres zamieszkania).
 • Liczba klientów w większych sklepach ( >150 metrów kwadratowych ) wynosi maksymalnie 30 osób.

Ludzie są zachęcani do pozostania w domach, utrzymywaniu odległości komunikacyjnej, ograniczenia wszelkich podróż i przestrzegania wytycznych rządu.

Miejsca pracy lub grupy które uważają że potrzebują wyjątku, zaleca się złożenia specjalnego wniosku w Ministerstwie Zdrowia.

Decyzje Wydziału Ochrony Ludności i Zarządzania na Fiordach Zachodnich z dnia. 1. Kwietnia o zaostrzonych działaniach w Bolungarvík i Ísafjörður dalej są ważne.
Czerwony Krzyż oferuję swoją pomoc telefoniczną podczas kwarantanny oraz izolacji numer telefoniczny 1717.

Te środki są tymczasowe, aby zapobiec dalszemu rozprzestrzenianiu się zakażenia Covid-19.
Ludzie którzy odczuwają jakiekolwiek objawy są proszeni o pozostanie w swoich domach oraz o kontakt telefoniczny z Instytutem Zdrowia ( Szpitalem w Isafjordur ) numer telefoniczny 450 4500 lub przez stronę heilsuvera.is . Próbki są pobierane w dni robocze w godzinach 10-11, przed przybyciem proszę wpierw skontaktować się z lekarzem. Wszelkie pytania i odpowiedzi dotyczące zakażenia Covid-19 można znaleść na stronie covid.is.

Więcej informacji na temat tych zastosowań można uzyskać przez wysłanie wiadomości na pocztę internetową yfirstjorn-lvf@logreglan.is lub na facebook Policji na Fiordach Zachodnich ( Lögreglan á Vestfjörðum ).

Wydział Ochrony Ludności i Zarządzania Kryzysowej na Fiordach Zachodnich.

5. Kwietnia 2020.

 

 

Restrictions in Suðureyri, Þingeyri, Flateyri and Súðavík in Response to Covid-19

The Local Crisis Coordination Center, in cooperation with the Chief Epidemiologist, Department of Civil Protection and Emergency Management, has decided to take further action regarding restrictions of movement in response to confirmed Covid-19 infections in Suðureyri, Þingeyri, Flateyri and Súðavík, as follows.

 • All kindergartens and primary schools are suspended effective April 6. Children on priority lists in kindergartens and 1st and 2nd grade are exempt from this. Parents who work in healthcare or in essential roles are applicable for the priority list, see www.island.is.
 • Gatherings of more than 5 people are not allowed, except within families.
 • Large shops are restricted to 30 customers at a time.

People are encouraged to stay at home, maintain social distance, limit travel and follow other instructions from the The Directorate of Health.

Essential workplaces can apply for exceptions from the Ministry of Health.

The Red Cross offers people assistance in getting necessities, such as groceries. Call 1717.

This is a temporary measure, intended to halt the spread of Covid-19. Health authorities are working on tracing possible infections. Results from more tests are awaited. A significant number of people are in quarantine and isolation already.. However, all residents are encouraged to follow general rules and directions from health authorities.

People that feel symptoms should stay at home and contact the Westfjords Healthcare Institute (Heilbrigðisstofnun Vestfjarða) on tel. 450 4500. Tests for Covid-19 are taken every day in Ísafjörður at 10-11 o’clock, however, everyone needs to contact a doctor at the Westfjords Healthcare Institute first. Many questions regarding Covid-19 infection are answered on wwww.covid.is.

For further information on these rules please contact yfirstjorn-lvf@logreglan.is and the Westfjords Police Facebook page “Lögreglan á Vestfjörðum”.

The Local Crisis Coordination Center 5th April 2020

Ţrjú smit á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík

4.04 2020 | Gylfi Ólafsson

Þrjú Covid-19 smit hafa greinst á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Þetta var staðfest með niðurstöðum greininga í morgun. Áfram eru aðrir átta íbúar í sóttkví og án einkenna. 

 

Heimsóknabann hefur gilt á heimilinu um hríð, gripið hefur verið til nauðsynlegra og hertra sóttvarnaaðgerða og öllum leiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda fylgt. 

 

„Aðgerðir og áherslur okkar og heilbrigðiskerfisins í heild hafa allar miðað að því að takmarka smit á hjúkrunarheimilum. Þessi þrjú smit eru því mikið áfall,“ segir Gylfi Ólafsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

 

Mikil samheldni er í hópi starfsmanna, sem að miklum hluta er í sóttkví. Samfélagið er allt saman í þessu verkefni. Af sterkum viðbrögðum við fjársöfnun hópsins Stöndum saman Vestfirðir er ljóst að velvilji almennings er mikill. 

 

Slæmt veður er á heiðum en vegum hefur verið haldið opnum fyrir bíla sem flutt hafa sýni af svæðinu. Þá hefur Vegagerðin aðstoðað fólk úr bakvarðasveit við að komast á milli landshluta. Björgunarsveitir hafa verið til taks og meðal annars sinnt flutningi á sýnum. 

 

Samtals sjö smit hafa verið staðfest síðasta sólarhringinn á Ísafirði og í Bolungarvík. Um fjórðungur Bolvíkinga er í sóttkví. 

 

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða biðlar sérstaklega til hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða, sem komið geta með skömmum fyrirvara, að skrá sig í bakvarðasveit stofnunarinnar á netfanginu hvest@hvest.is. Starfsfólk þarf til starfa á hjúkrunarheimilum og bráðadeild á norðanverðum Vestfjörðum. 

 

Vefumsjón