Á fundi framkvæmdastjórnar stofnunarinnar þann 5. maí var samþykkt að ráða Þorstein Jóhannesson yfirlækni sem framkvæmdastjóra lækninga.

Þorsteinn er fæddur á Ísafirði 1951 og lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 1977. Hann fékk sérfræðileyfi í almennum skurðlækningum 1985 og 1986 í Þýskalandi. Hann lauk doktorsnámi 1989 og fjallaði doktorsverkefnið um horfur í bráðri briskirtilsbólgu.
Þorsteinn hefur verið yfirlæknir Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði frá 1990.


Höf.:ÞÓ