Í kaffisamsæti fyrir velunnara FSÍ í gær færði Félag Hjartasjúklinga á Vestfjörðum stofnuninni að gjöf nýtt hjartalínuritstæki ásamt þrekhjóli.

 Félag Hjartasjúklinga á Vestfjörðum og velunnarar þess hafa nú fært stofnuninni stóra gjöf en þess má geta að verðmæti gjafarinnar er kr. 1.898.400.- komið á staðinn og uppsett með kennslu.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Félag Hjartasjúklinga á Vestfjörðum færir stofnuninni stórar gjafir en á sínum tíma gaf félagið stofnuninni einmitt það hjartalínuritstæki sem hingað til hefur verið notað.

Tækifærið skal notað hér til að þakka félaginu og aðstandendum þess fyrir þann mikla hlýhug sem gjöfin ber vitni um.

Á myndinni má sjá Jóhann Kárason formann félagsins og Þorstein Jóhannesson yfirlækni sjúkrahússins hjá tækjunum.


Höf.:ÞÓ