Legudeildum Heilbrigðisstofnunarinnar barst gjöf í dag en þá var þeim gefin spjaldtölva. Um er að ræða „Point-of-view“-spjaldtölvu með tíu tommu skjá og Android-stýrikerfi. Slík tölva er kjörin til netflakks og gæti því stytt einhverjum stundirnar sem liggur inni á deild. Gefandinn er Ingibjörg Kristín Jónsdóttir en hún er uppalin hér á Ísafirði en býr nú í Hafnarfirði. Þar æfir hún sund með SH og vildi svo skemmtilega til að hún vann þessa spjaldtölvu á sundmóti á dögunum. Þar sem henni fannst að einhver gæti haft meiri not fyrir hana en hún sjálf, ákvað hún að gefa legudeildum stofnunarinnar tölvuna. Mun hún örugglega nýtast mörgum héðan í frá enda eru ekki allir útbúnir til ferðalaga með tölvur sínar þegar veikindi herja á.

Vill starfsfólk stofnunarinnar senda Ingibjörgu kærar þakklætiskveðjur fyrir þessa höfðinglegu gjöf.


Hér er Ingibjörg á hæsta palli.

Höf.:SÞG