Rannveig Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin sem deildarstjóri legudeilda hjá stofnuninni á Ísafirði.

Rannveig er fædd 1958. Hún lauk B. Sc. prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands 1983 og viðbótardiplóma 2007 í hjúkrunarstjórnun við sama skóla.

Hún hefur starfað víða á árunum 1983 ? 1998 m.a. á handlækninga og barnadeildum Landspítala og Borgarspítala, sjúkrahúsi Akraness og Húsavíkur, sem sendifulltrúi hjá Rauða Kross Íslands og  var deildarstjóri á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 1992-1995.  Frá vormánuðum 1998  hefur hún unnið sem deildarstjóri öldrunardeildar Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.


Höf.:ÞÓ