Á opnu húsi þann 11. júní afhenti Krabbameinsfélagið Sigurvon og Elísabet Jóna Ingólfsdóttir frá Rauðamýri stofnuninni nýjan lyfjablöndunarskáp

Lyfjablöndunarskápar eru meðal annars notaðir til að blanda krabbameinslyf sem sem gefin eru sjúklingum í lyfjameðferð.

Starfsfólk og stjórnendur stofnunarinnar vilja við þetta tækifæri þakka Krabbameinsfélaginu Sigurvon og Elísabetu Jónu Ingólfsdóttur kærlega fyrir höfðinglega gjöf og mikinn hlýhug í garð stofnunarinnar. 
Þess má geta að Sigurvon hefur einnig lagt Úlfssjóði lið í söfnun fyrir sneiðmyndatæki.

Á myndinni má sjá Elísabetu Jónu við lyfjablöndunarskápinn.



Höf.:ÞÓ