Kristín B. Albertsdóttir, nýr forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, mætti til vinnu þ. 1. nóvember 2016 og er hún boðin hjartanlega velkomin. Hún kemur svo sannarlega ekki að tómum kofanum, en hún byrjar með hreint og autt borð, eins og myndin sýnir. Sigrún C. Halldórsdóttir, starfandi forstjóri, afhenti Kristínu lyklavöldin. Kristín kemur beint úr vinnu sem forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Henni finnst gott og traustvekjandi að hafa fjallahringinn aftur svona nálægan á Ísafirði, eftir búsetu á Héraði eystra, enda uppalin á Fáskrúðsfirði. Maður Kristínar er Birkir Guðmundsson (Hagalínssonar) frá Ingjaldssandi.


Sigrún afhendir Kristínu lyklana af stofnuninni


Sigrún C. Halldórsdóttir og Kristín Björg Albertsdóttir, forstjóri HVEST

Höf.:HH