A A A

Námskeiđ í sérhćfđri endurlífgun

21.11 2004 | Hörđur Högnason
14 manna hópur lćkna og hjúkrunarfrćđinga á stofnuninni sat námskeiđ í sérhćfđri endurlífgun helgina 19.-21. nóvember.

Námskeiđiđ er sérhannađ og stađlađ af bandarísku hjartasamtökunum (American Heart Association) í samstarfi viđ fćrustu sérfrćđinga á sínu sviđi  til ađ gera ţátttakendur betur fćra um ađ stjórna fagfólki viđ endurlífgun eftir meiri háttar hjartaáföll og hjartastopp. Ţeir sem mega sitja svona námskeiđ eru lćknar, hjúkrunarfrćđingar, sjúkraflutningamenn međ neyđarflutningsréttindi og bráđatćknar (paramedics). Námskeiđiđ "Sérhćfđ endurlífgun" (ACLS: Advanced Cardiac Life Support) er mjög yfirgripsmikiđ, bćđi verklegt og bóklegt, og ţurfti fólk m.a. ađ lesa tćplega 500 blađsíđna bók til undirbúnings. Leiđbeinendur á námskeiđinu voru Ásta Eymundsdóttir, lćknir viđ Fjórđungssjúkrahúsiđ á Akureyri og bráđatćknarnir Lárus Petersen og Gunnar Björgvinsson, frá Slökkviliđi höfuđborgarsvćđisins. Námskeiđinu lauk á sunnudeginum međ verklegu og skriflegu prófi og er skemst frá ţví ađ segja, ađ öllum gekk vel ađ leysa ţćr ţrautir, sem fyrir ţá voru lagđar.
Í verklegu ćfingunum voru notađar 2 mjög fullkomnar, tölvustýrđar dúkkur, sem hćgt er ađ láta lenda í hvers konar hjartaáföllum, hjartsláttartruflunum og hjartastoppi. Hćgt er ađ stjórna og sýna öndunarhljóđ ţeirra og púls og sjá áhrif af lyfjagjöfum. Einnig var hćgt ađ tengja ţćr viđ hjartastuđtćki og nota ţađ til ađ stuđa "sjúklingana". Til fróđleiks má geta ţess, ađ hvor um sig kosta dúkkurnar, ásamt fylgihlutum, um 2 milljónir króna.

Vefumsjón