Sjálfsbjörg, félag fatlaðra í Bolungarvík, færði Heilbrigðisstofnuninni í Bolungarvík veglega gjöf á dögunum. Um er að ræða tæki og tól sem auðveldar starfsfólki og vistmönnum að færa þá sem erfitt eiga með gang milli rúms og stóls. ?Þetta er afar kærkomin gjöf sem á eftir að nýtast bæði starfsfólki og sjúklingunum mjög vel,? segir Hulda Karlsdóttir hjúkrunarfræðingur sem veitti gjöfinni viðtöku.

Hulda segir Sjálfsbjörgu hafa verið sterkur bakhjarl stofnunarinnar í Bolungarvík til fjölda ára. ?Sjálfsbjörg hefur hugsað vel um velferð starfsfólk og skjólstæðinga stofnunarinnar. Það er alveg einstakt hvað þetta fámenna félag hefur lagt mikla alúð í þessar gjafir. Til að mynda gaf það gluggatjöld í allar vistarverur hér. Viljum við því skila miklu þakklæti til félagsmanna.?

 Tekið af www.bb.is


Höf.:SÞG