23. mars s.l. færði Sjúkrasjóður Verkalýðsfélags Vestfirðinga heilsugæslusviði HV að gjöf Waldmann PUVA 236T ljósabretti. Á myndinni eru f.v: Anette Hansen, deildarstjóri, Örn Ingason, yfirlæknir og Karítas Pálsdóttir, sem afhenti gjöfina f.h. Verk-Vest.

Ljósabrettið er færanlegur ljósaskjár með útfjólubláu ljósi og er hannaður til að nota í psoriasis meðferð á höndum (lófum), fótum (iljum) og andliti.
Ljósabrettið er staðsett í göngudeildaraðstöðu heilsugæslunnar á Ísafirði fyrir ljósameðferð húðsjúkdóma. Þar er fyrir veglegur ljósaskápur sem Verkalýðsfélagið Baldur á Ísafirði gaf stofnuninni á sínum tíma.
Margir nýta sér þessa göngudeildarþjónustu. Með ljósabrettinu batnar verulega aðstaðan til meðhöndlunar á staðbundnum útbrotum, sem þarfnast ekki ljósaskáps, sem nær til alls líkamans.


Höf.:HH