Hilmar Þorbjörnsson, nýbakaður faðir, var ekki ýkja hrifinn af gömlum og lúnum sjónvörpum fæðingadeildarinnar. Hann tók sig til og safnaði fyrir 2 nýjum flatskjám og afhenti deildinni þ. 20. apríl s.l., 6 dögum eftir fæðingu dóttur hans. Þetta er vel af sér vikið!

Um er að ræða tvö Panasonic Viera 32″ LCD sjónvörp frá BT samtals að verðmæti um 320.000 króna. BT var einnig stærsti styrktaraðili gjafarinnar og var fulltrúi þeirra, Benedikt Hreinn Einarsson, viðstaddur afhendinguna.
Ásthildur Gestsdóttir og Halldóra Karlsdóttir, ljósmæður veittu tækjunum viðtöku, ásamt hjúkrunar- og lækningaforstjórum.
Aðrir styrktaraðilar gjafarinnar voru:
3X Tech., Bensínstöðin, Gámaþjónusta Vestfjarða, Glitnir, Hamraborg, Hraðfrystihúsið-Gunnvör, KNH verktakar, Landsbankinn og Sparisjóður Vestfirðinga.
Heilbrigðisstofnunin færir þeim hjónum, Helgu Rebekku Stígsdóttur og Hilmari alúðar þakkir fyrir hugulsemina og framtakið og ofangreindum fyrirtækjum er þakkað fyrir hlýhug í garð stofnunarinnar.


Höf.:HH