Nýjar reglur tóku gildi 25. mars 2021. Hér fyrir neðan eru helstu 

1.       Almennt

Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á verklagi okkar til að minnka líkur á smitum, en teljum þó að hægt sé að veita nær alla almenna heilbrigðisþjónustu. Það krefst þess að allir sem koma á stofnunina, sem sjúklingar, gestir eða starfsmenn, fari að öllu með gát.

Ekki koma á stofnunina ef þú ert

  • í einangrun eða sóttkví
  • að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku
  • með flensulíkeinkenni (sjá neðar), eða
  • varst erlendis fyrir minna en 14 dögum (sjá þó fyrir neðan um landamæraskimun)

 

2.       Bráðadeild og hjúkrunarheimili

Um heimsóknir á bráðadeild á Ísafirði gildir að einn gestur má koma á dag, en tveir á hjúkrunarheimilin Eyri, Berg, Tjörn og á Patreksfirði. 

Leyfilegt er að þessir gestir séu mismunandi milli daga. Nú er þó gerð sú breyting að ekki eru heimilar heimsóknir gesta undir 18 ára aldri. Þessi nýja regla tekur mið af þeirri staðreynd að það afbrigði veirunnar sem nú er á sveimi leggst einnig á börn. 

Við minnum á handþvott, sprittun og maska. Ekki koma ef minnsti grunur er um smit. Heimsóknargestir fari beint inn á herbergi viðkomandi og eigi ekki í samskiptum við aðra íbúa.

Íbúar á hjúkrunarheimilum mega áfram fara út af heimilunum og í bíltúra, enda séu þeir í samneyti við sömu aðstandendur og koma í heimsókn til þeirra.

3.       Landamæraskimun

Seinni próf landamæraskimunar fara fram á Ísafirði og Patreksfirði. Heilsugæslurnar veita nánari upplýsingar, helst í gegnum síma 450-4500 á dagvinnutíma, 450-4565 utan dagvinnu. 

4.       Almenn sýnataka, meðal annars yfir páska

Ekki vera feimin við að koma í sýnatöku ef þú finnur fyrir minnstu einkennum. Það er ókeypis. Við tökum sýni á Ísafirði og Patreksfirði, alla daga, einnig yfir páska eftir því sem þurfa þykir. Ef þú ert með eitthvað af eftirfarandi einkennum að koma í sýnatöku sem fyrst: kvef, hálsbólga, hósti, hiti, beinverkir, minnkað bragð/lyktarskyn að koma í sýnatöku. Tilkynna þarf komu með símtali í afgreiðslu og þá fást nánari upplýsingar um tíma, stað og fyrirkomulag. Hringdu í síma 450-4500 á dagvinnutíma, 450-4565 utan dagvinnu. 

5.       Aðrar breytingar

Bóka þarf tíma í blóðprufur á rannsóknadeild á Ísafirði. Hringið í 860-0655 á dagvinnutíma til að panta tíma.

Sundlaugin á endurhæfingardeild nú lokuð, sem og notkun tækjasalar utan skipulagðra tíma með sjúkraþjálfara. 

Höf.:GÓ